Valdís

Valdís býr í blokk með mömmu sinni, yngri systur og hundinum Max. Hana langar að verða rithöfundur því hún er bæði hugmyndarík og góð í íslensku. Hún hefur fengið verðlaun fyrir smásögu sem hún sendi í smásagnakeppni útvarpsins.

Valdís er nýbúin að kynnast Axel sem byrjaði í skólanum í haust. Þau eru mikið saman, bæði í skólanum og eftir skóla. Þau eru í ritnefnd skólablaðsins og brettaíþróttin er áhugamál þeirra beggja. Valdís hefur hjálpað Axel með námið og sérstaklega íslenskuna.

Valdís og Axel eru oft spurð að því hvort þau séu kærustupar en þau eru bara góðir vinir.


Hleð inn
hljóði