Uppáhaldsmatur Emmu í 10. E

Mér finnst allt gott sem eldað er heima hjá mér. Foreldrar mínir elda besta mat í heimi.

Uppáhaldsmaturinn minn er kjúklingasalat, fiskur og grænmetisréttir.

Matartíminn er líka eini tíminn sem við höfum til þess að tala saman í rólegheitum. Heima eru mjög strangar reglur á matartíma. Það má ekki hlusta á útvarp, ekki horfa á sjónvarp og ekki svara síma. Sumum finnst þetta dálítið strangt en ég þekki ekkert annað. Mér finnst þetta bara mjög gott en yngri bróður mínum finnst stundum erfitt að fara eftir þessum reglum.


Hleð inn
hljóði