Verkefni
Að vera unglingur:
Verkefni 1
Verkefni 2

Menntun:
Verkefni 1
Verkefni 2

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
..Réttindi og skyldur
  Menntun - Verkefni 1
 

1. Ræðið eftirfarandi í bekknum: Er nám í íslenskum skólum skylda eða réttindi?

2. Taktu afstöðu til þessara fullyrðinga. Rökstyddu skoðun þína.
a) Það ætti að lengja skólaskyldu og láta börn til dæmis byrja 4 eða 5 ára í skóla
b) Það ætti að gera framhaldsnám að skyldunámi

3. Netið/bókasafn: Leitaðu upplýsinga um menntun og skólagöngu í ólíkum löndum og skrifaðu eina til tvær blaðsíður um það land sem þér fannst athyglisverðast.

4. Taktu viðtal við afa þinn, ömmu eða einhvern eldri borgara og spurðu um skólaskyldu og námsgreinar þegar þau voru í grunnskóla.

5. Loftbelgjaréttindi

Þú svífur rólega um í loftbelg. Meðferðis hefur þú tíu réttindi (skráð hér að neðan). Skyndilega byrjar belgurinn að missa hæð. Hann hrapar neðar og neðar þannig að þú verður að fleygja einhverjum réttindum fyrir borð. Merktu þau réttindi sem þú losar þig fyrst við, 1 fyrir það sem fer fyrst, 2 fyrir það sem fer næst o.s.frv.

RÉTTINDI
NÚMER
Réttur til að mega vera maður sjálfur  
Réttur til að mega kjósa  
Réttur til að anda að sér hreinu lofti  
Réttur til að láta hlusta á sig  
Réttur til að mega taka þátt í mótmælum  
Réttur til að hafa eigið herbergi  
Réttur til ástúðar og umhyggju  
Réttur til að fá að læra  
Réttur til að mega að nota fjölmiðla  
Réttur til frítíma  

a) Setjist í þriggja manna hópa og ræðið val ykkar. Komið ykkur saman um einn lista.
b) Bekkurinn fjallar um listana í heild og sameinast um einn lokalista. Færið rök fyrir máli ykkar.