Kastanéttur
Kastanéttur eða Palillos eru hand- eða fingraásláttarhljóðfæri.
Lítið er vitað um uppruna hljóðfærisins
en núorðið er það oftast notað þegar
dansaðir eru flamenco-dansar. Í raun eru kastanéttur
ekki hluti af hefðbundnu flamenco heldur tilheyra þær
sevillanas-þjóðdönsum en hafa engu að síður
öðlast fastan sess við flutning flamenco-dansa. |