Flamenco-hljóðfæri  
  Gítar
Kastanéttur
Cajon
Caña Rociera
Flamenco-skór
       

Flamenco-skór
Flamenco-skór er ákveðin gerð af skóm sem flamenco-dansarar nota. Þessir skór eru frábrugðnir öðrum skóm að því leyti að þeir eru með nöglum undir hæl og tá sem gerir dönsurunum kleift að slá taktinn með fótunum rétt eins og um ásláttarhljóðfæri væri að ræða. Þessi tjáning eða stapp með fótunum skapar oftar en ekki ákveðna stemmingu og hrifningu meðal áhorfenda.