Flamenco-hljóðfæri  
  Gítar
Kastanéttur
Cajon
Caña Rociera
Flamenco-skór
       

Gítar
Uppruna nútímagítarsins má rekja til Spánar á 16. öld. Spænski gítarinn eða klassíski gítarinn fékk núverandi útlit á nítjándu öld að undanskildum smávægilegum breytingum sem gerðar hafa verið á honum síðan. Upphaflega var klassíski gítarinn með sex strengjum sem gerðir voru úr görnum en í dag eru notaðir nælonstrengir.

Flamenco-gítar er afbrigði af klassíska gítarnum en hann er oft smíðaður úr öðrum efniviði og miðast hönnunin við þá tækni sem er notuð við flamenco-gítarleik. Hljómkassi flamenco-gítarsins er dýpri, breiðara bil er á milli strengjanna og þeir liggja nær gítarhálsinum og hljómur hans er oftast bjartari og snarpari heldur en í hefðbundnum klassíkum gítar.