34
aftur að góðu gagni, sjá viðfangsefni Hello,
3. æfingu á kennarablaði. Nemendur draga mynd
og æfa sig svo í að spyrja og svara. Í fyrstu ættu
þeir að styðjast við leiðbeiningar, sjá 8.1, en losa
sig svo smám saman við þær og búa til samtalið
sjálfir. Sum atriðin eru kunnugleg frá fyrri æfingu
en nú bætist aldurinn við.
9.
Who stole the cookie from the cookie jar?
(Hver stal kökunni úr krúsinni?) Nemendur sitja í
hring og hver fær úthlutaða tölu, t.d. á bilinu
5–10 (fer eftir fjölda nemenda). Til að halda takti
klappa þeir höndum og slá á lær sér til skiptis
fyrir hvert orð. Leikurinn felst í því að viðkomandi
nemandi svarar þegar hans tala er nefnd. Þegar
allar tölurnar hafa verið nefndar er leikurinn
búinn. Þennan leik er hægt að nota um leið og
nemendur hafa lært fyrstu tölurnar en nota má
hann á hvaða talnabili sem er.
10. How much ...?
Nemandi/kennari
réttir upp leifturspjald með tíu
plús einingu, þ.e. 10+2, 10+3
o.s.frv. og endurtekur alltaf
orðasambandið
how much are
og svo tölurnar á spjaldinu, t.d.
ten and two, ten and three
o.s.frv. Svipuð æfing og
númer 3.
11. My personal ID-card.
Þetta verkefni, sjá
11.1, ætti að leggja fyrir í lokin, þegar nemendur
hafa náð sæmilegum tökum á tölunum, þar eð
það reynir bæði á að nota tölur og spurningar
eins og
What is your name? How old are you? What
is your phonenumber?
og e.t.v.
Where do you live?
Fyrst ættu nemendur að búa til eigið persónuskil
ríki og fylla svo út skilríki fyrir félaga sinn. Nem
endur sem ekki ráða við að segja heilar spurn
ingar geta látið nægja að nota stök orð:
Name,
age, address, phonenumber
. Hér mætti einnig nota
ímyndaðar persónur, t.d. myndaspjöld eða hand
brúður, til að fá meiri fjölbreytni.
12. Temperature
. Hentugt er að kenna tölurnar
í tengslum við mismunandi hitastig í borgum og
löndum. Í því sambandi má stækka upp töflur í
dagblöðum, finna staði á landakorti og fylgjast
með hitastigi t.d. í eina viku.
13. Songs.
Sjá 13.1–3, einnig bls. 56 í Portfolio
Workout.
Allir:
Who stole the cookie
from the cookie jar?
Number ten stole the cookie
from the cookie jar.
Númer 10:
Who, me?
Allir:
Yes, you!
Númer 10:
Not I.
Allir:
Then who?
Who stole the cookie from
the cookie jar?
Númer 10:
Number fourteen
stole the cookie from the cookie jar.
Númer 14:
Who, me?
Allir:
Yes, you!
Númer 14
: Not I.
Allir:
Then who?
Who stole the cookie from
the cookie jar
Númer 14:
Number eleven o.s.frv.
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611