Lærum ensku — Verkefni til ljósritunar - page 21

33
1. Flash-cards.
Nauðsynlegt er að útbúa leiftur­
spjöld með tölustöfunum, sjá 1.1–1.5, til að nota
við munnlegar æfingar. Þau má nota á marg­
víslegan hátt, rétta upp einn og einn tölustaf en
einnig ættu tölustafirnir að vera sýnilegir uppi í
vegg þannig að auðvelt sé að benda á þá og láta
nemendur segja í kór. Þá geta nemendur skrifað
sjálfir tölustafi á tilteknu talnabili á lítil spjöld.
Þegar kennari kallar upp tölu svara nemendur
með því að lyfta upp réttu spjaldi. Æfingunni má
svo snúa við. Kennari réttir upp talnaspjaldið og
nemendur segja heiti tölunnar.
2. Pass it on.
Fyrsti nemandi segir
one
, næsti
two
o.s.frv. Smám saman er hraðinn aukinn. Ef um
einstaklingskennslu er að ræða geta nemandi og
kennari skipst á.
3. Plus.
Til tilbreytingar má nota létta samlagn­
ingu til að æfa talnaheiti. Kennari segir t.d.
two
plus two
og nemendur svara
four
. Inn í þessa
æfingu má svo flétta orðasambandinu
How much
is?
4. My pencil-case/school-bag.
Orðforði yfir
algenga hluti í skólastofunni er kynntur, t.d. með
því að skoða mismunandi pennaveski og það sem
er í skólatöskunum og læra ensku orðin yfir hlut­
ina. Skemmtilegt getur verið að setja hlutina í
poka eða kassa og draga einn og einn upp í einu
á meðan nöfnin eru að lærast. Svo má bæta því
við að telja þá, t.d.
How many pencils, how many
colours, books?
5. Wrong number!
Hlutverkaleikur. Tveir nem­
endur eru saman eða kennari og nemandi. Þeir fá
lista, sjá 5.1, með símanúmerum og spyrja til
skiptis: A.
Hello, is this ....?
B.
No, it is .....
. A.
Sorry,
wrong number!
6. Phone-book.
Nemendur spyrja hvern annan
um símanúmer og útbúa eigin síma­skrá, sjá 6.1.
7. Telephone-numbers-bingo.
Nemendur fá
spjald með símanúmerum,
sjá æfingu 7.1
. Þeir ­spyrja
kennarann til skiptis um símanúmerið hans:
What
is your phonenumber?
Kennarinn les upp númer á
sínu spjaldi og nemendur strika út út hjá sér. Sá
vinn­ur sem er fyrstur að strika út öll númerin.
8. How old are you?
Samtalsæfing­/hlutverka­
leikur. Nú koma spjöldin með myndum af fólki
NUMBERS - TIL KENNARA
Nemendur læri og þjálfist í að
þekkja og segja heiti talna frá 0-20
segja og spyrja um símanúmer
segja til aldurs og spyrja um aldur
nota orðasamböndin how much,
how many og how old
skilja og nota orðaforða yfir
algenga hluti í skólastofunni
phonenumber,
what is your phonenumber,
it is ...,
is this?
how old are you?
how much,
how many?
plus/and
Hlustun og talað mál - æfingar og verkefni
Markmið
Orðaforði
Til athugunar
Í fyrstu sex verkefnunum eru talnaheitin 1–10 æfð, meðal annars í tengslum við símanúmer.
Í seinni sex verkefnunum eru æfð talnaheitin 11–20, meðal annars í tengslum við aldur.
Æskilegt er að kenna einnig tugina (twenty, thirty, forty o.s.frv.) ef nemendur ráða við það.
Talnaheitin og talnarununa ætti að æfa stutta stund daglega á sem fjölbreytilegastan hátt, til dæmis
að telja fingur, nemendur, hluti í skólastofunni, klappa, stappa, syngja einfalda talnasöngva, sjá 13.
1.
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611
1...,11,12,13,14,15,16,17,18,19,20 22,23,24,25,26,27,28,29,30,31,...91
Powered by FlippingBook