Tákn með tali

Tákn með tali

Björk Alfreðsdóttir Sigrún Grendal Tákn með tali orðabók Sigurborg I. Sigurðardóttir teiknaði táknmyndir

Heimilt er að ljósrita táknmyndirnar Tákn með tali orðabók ISBN 978-9979-0-2282-4 © 1998, 2005 Björk Alfreðsdóttir og Sigrún Grendal © 1998, 2005 teikningar táknmynda: Sigurborg I. Sigurðardóttir © 1998 teikningar: Þóra Sigurðardóttir Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir Kápa: Námsgagnastofnun 1. útgáfa 1998 2. útgáfa 2005 Menntamálastofnun Kópavogi Útlit og umbrot: Námsgagnastofnun

Efnisyfirlit I. hluti Yfirlit yfir efnisflokka . . . . . . . . . . . . 4 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Hvað er tákn með tali – TMT . . . . . . . . . 6 TMT og táknmál heyrnarlausra . . . . . . . . 7 Aukin tjáskipti . . . . . . . . . . . . . . . 7 Hvenær getur barn byrjað að læra TMT? . . . . 8 Hvar og hvernig er best að byrja að kenna TMT? . 9 Val tákna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Fyrstu táknin . . . . . . . . . . . . . . 10 Fjöldi tákna . . . . . . . . . . . . . . 10 Raunhæf markmið . . . . . . . . . . . 10 Nokkur mikilvæg atriði . . . . . . . . . . . 11 Notkun tákna í leikskóla/skóla . . . . . . . . 12 Veggspjöld . . . . . . . . . . . . . . . 13 Söngvar . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Samverustundir . . . . . . . . . . . . . 14 Bækur . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Spil . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Nöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Algengar setningar . . . . . . . . . . . 15 Orðabók . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Samvinna . . . . . . . . . . . . . . . 16 Lokaorð . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Heimildir og ábendingar um lesefni . . . . . 18 Verkefni og hugmyndir . . . . . . . . . . . 19 II. hluti Orðalisti, stafrófsröð . . . . . . . . . . . . 29 Orðalisti, efnisflokkar . . . . . . . . . . . 37 Táknmyndir 3

4 Yfirlit yfir efnisflokka Nr. 1. Dýr 1–40.10 2. Farartæki 41–59.6 3. Fatnaður 60–99.3 4. Hljóðfæri 100–107.2 5. Innanstokksmunir A) Eldhúsáhöld 108–122.9 B) Húsgögn 123–130 C) Snyrting 131–149.6 D) Heimilistæki 150–165 E) Annað 166–182.13 6. Leikföng og leiktæki 183–216.2 7. Matur A) Ávextir og grænmeti 217–235.7 B) Drykkir 236–246 C) Ýmis matur 247–268.19 8. Persónulegir munir 289–315 9. Persónur A) Fjölskyldan 316–332.4 B) Starfsheiti 333–359 C) Ýmsar persónur 360–371.29 10. Skóli A) Áhöld 372–383 B) Námsgreinar 384–394.1 C) Annað 395–405.3 11. Tímahugtök A) Vikudagar 406–412.7 B) Mánuðir 413–424.1 C) Árstíðir 425–428 D) Ýmis tímahugtök 429–451.2 12. Tómstundir A) Íþróttir 452–475.7 B) Leikir 476–483 C) Annað 484–493.4 13. Trú og trúarbrögð 494–507 14. Umhverfið A) Mannvirki 508–532.10 B) Náttúran 533–555.4 C) Veður 556–561.2 15. Verkfæri og áhöld 562–590 16. Önnur nafnorð 591–600.5 17. Ýmis smáorð 601–624.10 18. Lýsingarorð A) Litir 625–637.4 B) Ýmis lýsingarorð 638–682.20 19. Sagnorð 683–790.37 20. Tákn tengd líkama 791.1–791.19 21. Algeng orðasambönd 792.1–792.24

Inngangur Tákn með tali 2 er endurskoðuð útgáfa af orðabókinni Tákn með tali sem kom út hjá Námsgagnastofnun 1998. Í þeirri útgáfu var stuðst við efnið Íslenskar táknmyndir og Táknmyndir, flokkur A og B, sem Námsgagnastofnun gaf út 1984 og hafði til hliðsjónar danskt efni. Tákn með tali 2 skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er sagt frá uppbyggingu og tilgangi TMT og fjallað í örstuttu máli um innlögn og þjálfun. Þar má einnig finna dæmi um verkefni og tvenns konar orðalista yfir táknin. Annars vegar er táknunum raðað eftir stafrófsröð, hins vegar eftir efnisflokkum t.d. dýr, farartæki, föt o.s.frv. Öll táknin eru númeruð svo að auðvelt er að finna tiltekið tákn og til að auðvelda leit enn frekar er í mörgum tilvikum vísað á samheiti orða sem ekki var áður. Í Tákn með tali 2 hafa bæst við 274 tákn svo að samtals eru táknin nú 1064. Viðbótartáknunum er bætt aftast í efnisflokkana. Þá hefur verið bætt við tveimur efnisflokkum, þ.e. táknum yfir líkamsheiti og hugtök tengd líkamanum, en slík tákn eru iðulega notuð til að tákna nöfn á fólki. Í hinum flokknum eru tákn yfir algeng orðasambönd. Í seinni hlutanum er táknmyndasafnið. Ljóst er að bók sem þessi getur aldrei orðið tæmandi listi yfir öll tákn sem eru notuð heldur verður hún fyrst og fremst gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Við val á táknum í báðar bækurnar var stuðst við ábendingar og óskir frá fagfólki og foreldrum barna sem nota TMT. Kannað var hvaða tákn brýnast var að hafa með og reynt að bregðast við óskum eftir því sem kostur er. Aldrei verður samt hægt að komast hjá því að laga þurfi ýmis tákn og notkun kerfisins að þörfum ólíkra einstaklinga. Því er mikilvægt er að þeir sem kenna TMT kynni sér vel hugmyndafræðina sem liggur að baki. Orðabókin Tákn með tali 2 er einkum ætluð fagfólki, foreldrum og fjölskyldum þeirra sem nota TMT svo og öðrum sem hafa áhuga á að kynna sér óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Bókin er eins konar uppsláttarrit þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um TMT, hverjir geti einkum nýtt sér það og hvernig það 5 Fyrsta útgáfa orðabókarinnar Tákn með tali kom út árið 1998. Þær framúrskarandi móttökur sem bókin fékk sýndu greinilega þörfina á slíku efni. Tákn með tali, TMT, er í stöðugri þróun sem óhefðbundin tjáskiptaleið og er orðin eðlilegur þáttur í daglegu lífi margra einstaklinga, fjölskyldna þeirra og stofnana. Þessi þróun kallar á stöðugt endurmat og endurbætur á því efni sem til er um TMT. Fljótlega kom fram eftirspurn um viðbót við fyrstu útgáfu orðabókarinnar. Okkur til mikillar ánægju ákvað Námsgagnastofnun að bregðast við þeim ábendingum og var hafist handa um að safna hugmyndum að táknum sem vantaði meðal fagfólks og fjölskyldna sem nota TMT. Undirtektir voru góðar og viljum við undirritaðar þakka öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við gerð þessarar bókar. Það er von okkar að bókin verði áfram sá gagnagrunnur sem notendur TMT geta treyst og leitað í bæði til fróðleiks um myndun einstakra tákna og einnig sem uppsláttarrit um hugmyndir og vinnubrögð sem henta í tengslum við TMT. Viðbótartáknin í bókinni eru flest fengin frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Í samráði við sérfræðinga þar eru sum táknin einfölduð og löguð að getu og þörfum þeirra er nota TMT. Sérstakar þakkir fyrir gott samstarf viljum við færa sérfræðingum á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Sigurborgu I. Sigurðardóttur, sem teiknaði öll táknin. Sigrún og Björk

er notað í daglegu lífi og skólastarfi. Efnið er sett þannig upp að auðvelt er að ljósrita táknin, stækka þau og minnka, t.d. við gerð verkefna, söngbóka eða sögu- og dagbóka. Forrit sem fylgir efninu er líka afar heppilegt til slíkrar vinnu. Aðferðirnar nýtast að sjálfsögðu bæði börnum og fullorðnum sem nota TMT þótt í textanum sé yfirleitt vísað til barna. Yfirlitsblað yfir skýringar á ýmsum merkingum sem eiga að sýna hvernig táknin eru mynduð fylgir. Í neðsta reit á sumum blöðunum eru frekari skýringar og ábendingar um hvernig táknin eru notuð og gerð. Í nýju útgáfunni eru samsett tákn teiknuð hlið við hlið í stað þess að vera hvort neðan við annað. Þau geta því náð yfir tvo eða þrjá reiti eftir fjölda tákna. Þá má geta þess að tvö tákn eru yfir dagana, þ.e. tákn sem byggjast á stafrófi heyrnarlausra og tákn sem vísa í merkingu daganna. Síðari aðferðin hentar oft betur ungum notendum. Hvað er tákn með tali – TMT Tákn með tali er tjáningarform ætlað heyrandi fólki sem á við mál- eða talörðugleika að stríða. Það byggist á samblandi af látbrigðum, táknum og tali. Með látbrigðum er átt við látbragð og svipbrigði sem yfirleitt eru sýnd um leið og táknin eru gerð og undirstrika þannig merkingu þeirra. Táknunum er skipt í náttúruleg tákn sem byggjast aðallega á því að athöfn er leikin og eiginleg tákn sem flest eru fengin að láni úr táknmáli heyrnarlausra. Í TMT eru táknin alltaf notuð samhliða töluðu máli og aðeins lykilorð (aðaláhersluorð) hverrar setningar eru táknuð. TMT er leið til tjáskipta jafnframt því sem hún örvar málvitund og málskilning barnsins. Flestir nota látbrigði og náttúruleg tákn í daglegum samskiptum án þess að vera sér meðvitandi um það. Þeir kinka kolli um leið og þeir segja já, hrista höfuðið þegar þeir segja nei, vinka og segja bless, yppta öxlum þegar þeir vita ekki eitthvað o.s.frv. Þegar nota á TMT eru þessar hreyfingar sá grunnur sem byggt er á, notkun þeirra verður meðvituð og markviss, táknum bætt við og aðferðin löguð að þroska og þörfum viðkomandi barns. Táknin í TMT geta verið bæði myndræn og lýsandi. Með því að nota þau samhliða tali eru orðin gerð „sýnileg“ en margir sem nota TMT eiga auðveldara með að læra og tileinka sér ný hugtök með sjónrænum stuðningi. Sá sem kennir TMT talar yfirleitt hægt og skýrt og leggur áherslu á lykilorðið í setningunni, það er orðið sem hann vill að viðmælandinn skilji. Hann leggur jafnframt áherslu á og gerir sýnileg öll atkvæði orðsins um leið og hann táknar það. Að útfæra tákn með höndunum er mun auðveldari hreyfing en að segja orðið sjálft. Það eru því meiri líkur á að tilraunir barnsins til tjáskipta beri oftar árangur noti 6 Náttúruleg tákn eru til dæmis synda, líkt er eftir handatökum í bringusundi og borða, hendi færð að munni. Sá sem kennir TMT hægir ósjálfrátt á talhraðanum, talar skýrt og leggur áherslu á lykilorð setningarinnar. borða synda

það tákn. Þegar barn finnur að tilraunir þess til tjáskipta bera árangur verður það áræðnara og reynir aftur. Til að barn nemi táknin þarf það að horfa á þann sem talar við það. Áhersla á augnsamband stuðlar að betra sambandi við barnið og hvetur til tjáskipta. TMT og táknmál heyrnarlausra Aðalmunurinn á TMT og táknmáli heyrnarlausra er sá að í TMT eru táknin ávallt notuð samhliða tali. Táknin eru stuðningur við íslenskt talmál en aðeins lykilorð hverrar setningar er táknað. Oftast er stefnt að því að barnið læri að tala. Íslenska táknmálið er hins vegar mál heyrnarlausra Íslendinga og hefur þróast í samfélagi þeirra. Það er sjálfstætt mál, sem er gjörólíkt íslensku talmáli, með eigin málfræði og setningafræði. Táknmál er heyrnarlausum jafn mikilvægt og talmálið er heyrandi fólki. Aukin tjáskipti Á undanförnum árum hefur skilningur á mikilvægi tjáskipta aukist og þróaðar hafa verið hefðbundnar tjáskiptaleiðir sem njóta nú almennrar viðurkenningar. Má þar nefna táknmál heyrnarlausra, tákn með tali – TMT – og ýmiss konar táknmyndakerfi svo sem Bliss, PCS (Picture Communication Symbols) og Pictogram. Oft eru þessar aðferðir notaðar saman og styrkja þá hver aðra, t.d. TMT og myndir (PCS). Dæmi: Ég fer í leikfimi. Áður héldu margir að notkun tákna kæmi í veg fyrir að börn lærðu að tala. Reynslan, svo og rannsóknir*, hafa hins vegar sýnt að óhefðbundnar leiðir auka færni barnsins í tjáskiptum og efla málskilning þess. Mörg fötluð börn hafa slakan málskilning og eiga þar af leiðandi erfitt með að vinna úr töluðu máli. Orð eru huglæg og því getur reynst erfitt að skilja þau ein sér. Auk þess eiga mörg börn í erfiðleikum með að greina á milli líkra orða, svo sem súpa og sápa, bolti og bolli. Með því að gera orðin myndræn og hlutbundin, stytta orðaflauminn og tala skýrt er hægt að auðvelda börnunum að skilja það sem sagt er. Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir hafa þann tilgang að gera orð myndræn og sýnileg og opna leiðir fyrir börn til tjáskipta jafnvel löngu áður en þau eru fær um að segja sitt fyrsta orð. 7 *Johansson, I. (1990). Contributions of Language to Cognitive Development. Útgáfa frá fjórða þingi ISAAC í Stokkhólmi. Bls. 226. Bliss TMT Pictogram PCS

TMT er hentug tjáskiptaleið fyrir mörg fötluð börn enda er tiltölulega auðvelt að tileinka sér notkun hennar frá fyrsta aldursári. Flestum börnum er kennt að sýna hvað þau eru stór, vinka bless, klappa saman lófunum, rétta hendurnar fram þegar þau vilja láta taka sig o.s.frv. Ýmislegt annað en orðin ein hjálpar barninu að skilja fyrirmælin. Þegar barn er t.d. beðið að ná í ákveðinn hlut, svo sem skóinn sinn, fylgir fyrirmælunum venjulega bending og ákveðin blæbrigði í röddinni. Barnið les úr þessu öllu og fer og nær í skóinn sinn. Þegar um er að ræða fatlað barn má segja að sama aðferð sé notuð en nú er henni beitt markvisst og hún löguð að þroska barnsins. Samspilið milli foreldra og barns á fyrstu mánuðum þess felst að verulegu leyti í tjáskiptum sem frekari þroski byggist á. Foreldrar verja þá iðulega miklum tíma í leiki með börnum sínum, búa til hljóð og hreyfingar, hlusta og herma eftir því sem þau heyra o.s.frv. Á þessu tímabili eiga foreldrar oftast auðvelt með að kenna barninu ný tákn því að það virðist falla eðlilega að samspili þeirra. Þannig venst barnið því strax frá unga aldri að sjá tákn í umhverfi sínu og þykir það eðlilegt. Foreldrar ungbarna virðast ekki eins feimnir að nýta sér látbragð og bendingar talmáli sínu til stuðnings eins og síðar vill verða. Það er því margt sem mælir með að byrjað sé sem fyrst að kenna börnum TMT. Bæði foreldrar og barn fá þá tækifæri til þess að þjálfa sig í tjáskiptaleið sem þau geta notað eins lengi og þörf krefur. Hvenær getur barn byrjað að læra TMT? Í kaflanum hér á undan kemur fram að hægt er að byrja að nota TMT með mjög ungum börnum. Í ljósi þess hversu þýðingarmikil fyrstu árin eru fyrir málþroska barnsins er mikilvægt að hefja markvissa málörvun sem allra fyrst. Á það ekki síst við um fatlað barn eða barn sem er í áhættuhópi hvað málþroska varðar. Oft er erfitt að átta sig á um hvers konar þroskaröskun er að ræða hjá barni og þar af leiðandi er ekki alltaf hægt að hefja viðeigandi þjálfun eins snemma og æskilegt er. Sum börn eru þó líklegri til að eiga við tal- og málörðugleika að stríða en önnur. Sem dæmi má nefna börn með Downs-heilkenni. Fötlun þeirra greinist venjulega fljótt eftir fæðingu og þá er strax vitað um ýmsa þroskaþætti sem huga þarf að. Fötlunin birtist m.a. í varanlegum erfiðleikum við að skilja talmál og að tala. Reynslan hefur sýnt að TMT virðist henta mörgum þeirra vel. 8

9 Mikilvægt er að allir sem umgangast barnið taki virkan þátt í að nota TMT. Æskilegt er að táknið lærist við eðlilegar aðstæður. Sum byrja að læra TMT strax á fyrsta aldursári og geta nýtt sér það löngu áður en þau segja sitt fyrsta orð. Hið sama má segja um mörg önnur börn sem eiga í erfiðleikum með tal og tjáskipti. Best er að markviss þjálfun hefjist á barnsaldri. Þjálfun sem hefst síðar á lífsleiðinni getur einnig skilað góðum árangri, jafnvel þó komið sé fram á fullorðinsár. Máltækið „betra seint en aldrei“ á því sannarlega við hér. Hvar og hvernig er best að byrja að kenna TMT? Ef byrjað er að kenna barni TMT á fyrsta eða öðru aldursári, fer kennslan aðallega fram heima. Þegar barnið eldist bætast aðrir staðir við, svo sem dagvist, leikskóli, grunnskóli og jafnvel vinnustaður. Í byrjun sjá foreldrarnir að mestu um kennsluna. Mikilvægt er þó að öll fjölskyldan taki virkan þátt í henni, sé dugleg að nota táknin og hjálpist að við að gera TMT að eðlilegum þætti í daglegu lífi barnsins. Þegar talað er um fjölskylduna er átt við alla sem umgangast barnið, svo sem systkini, frændfólk, afa og ömmu og vinafólk. Það er örvandi fyrir bæði barn og foreldra að sjá sem flesta í umhverfinu nota tákn. Þá skiptir ekki meginmáli fjöldi táknanna sem notaður er heldur viðleitnin og jákvætt viðhorf. Börnin læra tákn í daglegu umhverfi sínu á sama hátt og þau læra að tala. Fólk táknar og talar um það sem því liggur á hjarta hvort heldur er heima eða heiman, t.d. í pössun hjá afa og ömmu. Þannig læra börnin táknin við eðlilegar aðstæður og að nota þau á mismunandi stöðum og með mismunandi persónum. Val tákna Aldur, áhugi og þroski barnsins ræður mestu um það hvaða tákn eru tekin fyrir. Mikilvægt er í byrjun að reyna að átta sig á hvaða tákn það eru sem barnið hefur mest gagn af og hvaða tákn gætu vakið áhuga þess. Einnig verða táknin að vera í samræmi við reynsluheim barnsins. Hreyfifærni þess hefur jafnframt áhrif á val tákna og mikilvægt er að einfalda og laga táknin að hverju barni. Barnið lærir táknin smám saman við að sjá þau aftur og aftur. Æskilegt er að þau lærist við eðlilegar aðstæður og tengist athöfnum daglegs lífs. Að borða, baða sig og sofa eru dæmi um athafnir sem gott er að byrja á að tákna. Sumar athafnirnar eru endurteknar oft á dag og táknin því líka ef þess er gætt að nota þau.

Í byrjun stjórna hinir fullorðnu því hvaða tákn eru kennd. Eftir því sem áhugi barnsins fyrir umhverfinu eykst hefur það sjálft meiri áhrif á val táknanna. Þá þarf að sýna barninu hvernig það getur tjáð hugmyndir sínar og óskir. Ef barnið veitir athygli bíl sem það heyrir í, gæti hinn fullorðni sagt og táknað um leið „sjáðu bílinn“, og á sama hátt ef barnið teygir sig í áttina að kexskálinni „viltu kex“? Mikilvægt er að vera vakandi fyrir óvæntum atvikum eða nýjum aðstæðum og nýta eins vel og kostur er í kennslunni. Á þann hátt er barninu kennt hvernig það getur tjáð sig og um leið er ýtt undir frumkvæði þess til tjáskipta. Fyrstu táknin Fyrstu táknin sem barnið lærir eru tákn sem tengjast daglegum athöfnum. Önnur tákn sem margir leggja áherslu á með ungum börnum eru: gráta, góður (aaaaa…, strjúka kinnina), bless (vinka), takk, detta, duglegur, stór, já, nei, týndur og allt búið. Ekki má gleyma táknunum fyrir mömmu og pabba og aðrar mikilvægar persónur í lífi barnsins. Þegar barnið fer að sýna leikföngum og öðrum hlutum áhuga bætast heiti þeirra í hópinn. Sími, bolti, bíll, dúkka, bók, kubbar og ýmis dýr eru dæmi um slík tákn. Fjöldi tákna Það er einstaklingsbundið hve ört ný tákn eru kynnt. Í sumum tilvikum getur verið gott að taka fyrir tiltekið tákn og æfa það markvisst við ólíkar aðstæður. Eftir vissan tíma er svo öðru tákni bætt við. Í öðrum tilvikum getur verið æskilegt að taka fyrir nokkur tákn í einu og þjálfa þau tiltekinn tíma áður en nýjum táknum er bætt við. Þessi aðferð þarf ekki að gera meiri kröfur til barnsins heldur sér það fleiri tákn í daglegri notkun. Oft getur liðið töluverður tími frá því að byrjað er að nota TMT þangað til barnið sjálft fer að nota tákn. Það er því mikilvægt að halda ótrauður áfram og gefast ekki upp of snemma þótt lítið virðist bóla á árangri. Raunhæf markmið Sumum vex í augum að byrja að nota TMT. Oftast virðist ástæðan vera sú að fólk telur aðferðina flóknari en hún er í raun og veru og sér jafnvel táknmál heyrnarlausra fyrir sér. Aðrir eru hreinlega feimnir. Það er hins vegar ástæðulaust að láta feimnina ná tökum á sér. Látbragð og bendingar eru ómissandi áhersluþættir sem skreyta tal og tjáningu fólks óháð því hvert tungumálið er. TMT er byggt á þessum grunni og er því ekki eins framandi og ætla mætti. 10 duglegur góður týndur detta

Til að gera byrjunina sem auðveldasta er nauðsynlegt að hver og einn setji sér markmið sem hann treystir sér til að fylgja. Gott er að byrja á því að binda notkun tákna við eina ákveðna athöfn. Matartíminn er ágætur til þess. Hægt er að byrja með táknið að borða, síðan að drekka, þá takk, búinn, meira, heitt og svo auðvitað heiti matarins. Þegar reynsla er komin á matartímann má bæta fleiri athöfnum við. Þannig fæst ákveðin og markviss stígandi í þjálfunina og enginn dagur líður án þess að TMT sé notað. Mikilvæg atriði Barn lærir ekki að nota TMT nema það sjái aðra gera það. Ótal dæmi eru um að börn tjái sig með TMT við þá sem nota tákn í daglegum samskiptum við það en láti það ógert við aðra. Nauðsynlegt er því að sem flestir í umhverfi barnsins noti TMT eigi það að verða eðlilegur þáttur í lífi þess. Börn þurfa að sjá táknin aftur og aftur áður en þau fara sjálf að mynda tákn. Töluverður tími getur liðið frá því að byrjað er að fást við TMT þangað til barnið fer sjálft að mynda sín fyrstu tákn. Oft þurfum við að hjálpa því af stað með því að stýra höndum þess. Mikilvægt er að gefast ekki upp á þessu stigi heldur halda markvisst áfram. Börn tala barnamál í táknum og táknin eru oft óskýr á sama hátt og framburður barns sem er að byrja að tala. Oftast verður myndun táknanna skýrari eftir því sem þroski og samhæfing eykst. Ekki er æskilegt að leiðrétta táknin á þessu stigi heldur vera góð fyrirmynd og gera sjálfur táknin skýrt og greinilega. Hluti barna mun alltaf nota sín persónulegu tákn, það er tákn sem eru verulega löguð að þörfum þeirra og getu. Börn ráða fyrst við einfaldar hreyfingar. Auðveldara er t.d. að gera tákn þar sem líkamshlutar snertast en tákn sem gerð eru í lausu lofti. Einnig virðist auðveldara fyrir þau að gera tákn þar sem þau sjá hvað hendurnar gera og tákn þar sem báðar hendur gera sömu hreyfingu. Samsett tákn, þ.e. tákn sem eru sett saman úr tveimur mismunandi táknum, reynast sumum börnum erfið og getur þá þurft að einfalda þau. Dæmi: 11 Það lærir barnið sem fyrir því er haft! Barn lærir ekki að nota TMT nema það sjái aðra nota tákn. Táknið fyrir jólasvein er samsett úr táknunum fyrir skegg og poka. Til einföldunar er hægt að nota eingöngu annað táknið. jólasveinn jólasveinn jólasveinn

Þegar sum börn byrja að læra TMT verða þau svo upptekin af hreyfingu táknanna að um tíma virðist draga úr hljóðmyndun og tali. Þetta er þó aðeins tímabundið ástand og ekki óalgengt að á meðan nýir hlutir lærast falli aðrir í skuggann. Sum fötluð börn eiga erfitt með að vinna úr hljóðum og táknum (hreyfingum) samtímis, það verður of ruglingslegt. Þá er mikilvægt að skilja þessa tvo þætti að. Þegar nota á TMT með þessum börnum er æskilegt að mynda táknið fyrst og segja svo orðið á eftir, eða öfugt þ.e. segja fyrst orðið sem á að tákna og mynda síðan táknið. Eftir að hafa notað TMT í nokkurn tíma fara mörg börn að segja sín fyrstu orð. Smátt og smátt eykst svo talið og tjáningin verður blanda af tali og táknum. Um tíma halda þau áfram að tákna orðin um leið og þau segja þau en fljótlega tákna þau eingöngu orðin sem þau geta ekki sagt skiljanlega. Í mörgum tilvikum tekur því talið smám saman við af táknunum. Þetta gerist á mislöngum tíma og misjafnt hvort, hvenær og hversu vel börnin geta nýtt sér talmál. Reynslan hefur sýnt að margir hafa tilhneigingu til að hætta að nota tákn með börnunum of snemma á þessu ferli. Það er sannarlega gleðilegt að barn geti sagt tíu skiljanleg orð en þau leiða til mun takmarkaðri tjáskipta en þau e.t.v. áttatíu tákn sem barnið notaði. Tjáskiptin mega ekki verða fátækari við það að barninu hafi farið fram í tali. Látið tal og tákn vinna saman. Barnið hættir í flestum tilvikum sjálfkrafa að nota þau tákn sem það hefur ekki þörf fyrir lengur. Við þurfum ekki að taka þá ákvörðun fyrir barnið. Notkun tákna í leikskóla/skóla Ef barn, sem notar TMT, er í leikskóla eða grunnskóla er mikilvægt að allir sem tengjast því þar séu færir um að nota TMT og að ábyrgðin dreifist á fleiri en einn aðila. Hlutverk starfsfólksins er veigamikið. Hversu vel tekst til með TMT kennsluna og yfirfærslu táknanna í daglega lífið er algjörlega undir kennurum og öðru starfsfólki komið. Starfsfólkið er fyrirmynd barnanna í því hvernig TMT er notað, frumkvæði og kennsla er algjörlega í þeirra höndum. Ef starfsfólk leikskólans eða skólans notar ekki TMT hættir málhamlaða barnið fljótlega að nota það. Barnið notar ekki TMT nema það sjái aðra gera það. Það er mikill stuðningur við barn sem notar tákn ef TMT er gert að eðlilegum þætti í leik- og grunnskólastarfinu. Stór þáttur í því er m.a. að sjá hin börnin í hópnum nota tákn. Það eykur sjálfstraust og áræðni barnsins og það fær frekar samkennd með 12 Verum óhrædd að sýna sveigjanleika við myndun tákna og virðum allar tilraunir barnsins til tjáskipta.

hinum börnunum. Börn á leikskóla- og skólaaldri hafa yfirleitt áhuga á að læra tákn og finnst það bæði spennandi og skemmtilegt. Þegar áhugi þeirra er vakinn fara þau að spyrja um tákn yfir hitt og þetta. Yfirleitt eru börnin fljótari en fullorðna fólkið að skilja málhamlaða barnið og gera sig skiljanleg við það. Með því að virkja hópinn eignast starfsfólkið trygga og góða bandamenn í TMT-kennslunni. Í leikskólahópum eru oft börn sem eru skammt á veg komin í málþroska og geta haft verulegt gagn af að vera í markvissu TMT-umhverfi þótt þau noti aldrei tákn sjálf. Í slíku umhverfi er markvisst fengist við málörvun og tjáningu. Lögð er áhersla á að tala í stuttum og skýrum setningum um leið og lykilorð hverrar setningar er dregið fram með því að tákna það. Þessir áhersluþættir eru tengdir allri vinnu og daglegum athöfnum sem fara fram með viðkomandi börnum í leikskólanum. Í stórum dráttum er TMT notað á sama hátt í leik- og grunnskólanum og heima en skipan dagsins er auðvitað ólík og áherslurnar líka. Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir um notkun TMT í leik- og grunnskóla en að sjálfsögðu geta þær einnig nýst á öðrum stöðum. Veggspjöld Til að minna þá sem umgangast barnið á táknin og örva þá í notkun þeirra er æskilegt að setja upp veggspjöld með viðeigandi táknum á mismunandi staði. Í matarkróknum má hengja upp töflu með táknum yfir mat og fleira sem tengist matartíma og í fataklefanum tákn yfir föt og útivist. Í skólanum má setja upp spjöld með völdum táknum, til dæmis í sérgreinastofum, svo sem í matreiðslu, tónmennt, handmennt, myndmennt og leikfimi. Þessi veggspjöld vekja iðulega áhuga hinna barnanna í hópnum á táknum, börnin fara að spyrja um þau og hugleiða hvernig þau eru notuð. Sjá hugmyndir að nokkrum veggspjöldum, sem hægt er að styðjast við, á bls. 19–22. 13 18 Við matborðið

Söngvar Söngvar eru góð leið til að kenna börnunum tákn. Flestum börnum finnst gaman að syngja og hreyfisöngvar höfða sérstaklega til þeirra. Foreldrar málhamlaðra barna hafa lýst því hvernig barn þeirra virðist syngja „hástöfum“ með táknum þótt það gefi ekki frá sér eitt einasta hljóð. Auðvelt er að setja tákn við hvaða texta sem er, bæði barna- og dægurlög, en varast ber að tákna of mörg orð. Það getur verið nóg að tákna eitt eða tvö orð í laglínu eða jafnvel eitt eða tvö orð í laginu öllu. Það á að vera gaman að syngja með táknum. Gefa má söngvunum táknheiti svo barnið geti valið eða beðið um lag, sjá dæmi bls. 23–25. Námsgagnastofnun gaf á sínum tíma út bókina „Syngjum með táknum“ sem Sigurborg I. Sigurðardóttir tók saman. Í bókinnni eru nokkur vinsæl barnalög með táknum sem nýtast börnum sem nota TMT. Tekið er fram í formála bókarinnar að táknin og fjöldi táknaðra orða í hverju lagi skuli lagaður að þörfum barnsins ef með þarf. Samverustundir Samverustundir eru ákjósanlegur vettvangur til að örva notkun TMT og bæta við nýjum táknum á markvissan hátt. Ef stundirnar eru notaðar til að fjalla um ákveðið viðfangsefni og hugtök sem tengjast því er þetta sérstaklega árangursríkt. Oft reynist gott að virkja hópinn í heild í samverustundinni og leyfa málhamlaða barninu að njóta sín. Bækur Nauðsynlegt er að kynna sér vel bók sem á að tákna og draga út lykilorðin, áður en hún er lesin fyrir börnin. Hentugt getur verið að strika undir þau orð sem á að tákna og jafnvel líma táknmyndir í bókina. Þessi undirbúningsvinna nýtist öllum þeim sem koma til með að lesa viðkomandi bók fyrir börnin og samræmir um leið táknanotkunina. Hver bók getur haft táknheiti svo að barnið geti valið hana eða talað um hana með nafni. Þægilegast er að hafa báðar hendur frjálsar við lestur bókarinnar til að geta táknað að vild. Til að 14 Ein ég sit og sauma inni í litlu húsi, enginn kemur sjá mig nema litla músin.

komast hjá því að halda á bókinni má nota t.d. nótnastatíf eða annan einfaldan stand fyrir bækur. Spil Ýmiss konar spil eru ákjósanleg til málörvunar. Lottó-spil eru mikið notuð á leikskólum og börnin verða snemma leikin í að nota þau. Það er bæði lærdómsríkt og spennandi tilbreyting fyrir hin börnin í hópnum að tengja tákn við þennan leik og gefur málhamlaða barninu tækifæri til að spila á svipuðum forsendum og þau. Þá er hægt að þjálfa ákveðin setningaform með því að kenna barninu að spyrja og svara á ákveðinn hátt, ýmist með einu orði eða heilli setningu. Hver á kisu? Ég á kisu. Nöfn Börnunum í hópnum þykir gaman að eiga sitt eigið tákn. Það gefur málhamlaða barninu færi á að tala við og tala um aðra með nöfnum. Þá er um að gera að nota hugmyndaflugið. Táknin geta höfðað til útlits (jákvæðra atriða) og áhugamála viðkomandi eða verið úr lausu lofti gripin. Gott er að fá börnin til að taka þátt í að búa til tákn því að þau eru ekki síður hugmyndarík en fullorðnir. Sumstaðar hefur starfsfólk sett teikningu eða skriflega lýsingu á tákni hvers barns upp í fataklefanum. Þetta hefur m.a. vakið eftirtekt og áhuga foreldra og ýtt undir forvitni og frekari umræðu um TMT. Algengar setningar Æskilegt er að taka saman yfirlit yfir setningar sem notaðar eru í daglegum samskiptum við málhamlaða barnið. Um er að ræða grunnsetningar sem tengjast daglegu starfi, heima, í leikskólanum og skólanum. Nauðsynlegt er að þeir sem sinna barninu mest komi sér saman um setningar sem ber að leggja áherslu á og hvernig þær séu táknaðar. Á þann hátt má samræma notkun táknanna og hjálpa málhamlaða barninu að átta sig á athöfnum dagsins. Þetta er einnig góð leið til að virkja þá sem umgangast barnið í að nota TMT. Að heilsast og kveðjast á ákveðinn hátt, bjóða til sætis og þakka fyrir matinn eru dæmi um algengar athafnir sem heppilegt er að taka fyrir í þessum tilgangi. Dæmi um setningar eru: Góðan dag, 15 Dæmi um hvernig hægt er að laga TMT að mismunandi þörfum. Táknið fyrir sælgæti er notað fyrir Óla. Ör er tekin burtu og staðsetning fingursins vísar nú á spékoppinn hans Óla. Óli

bless og takk fyrir daginn, það er gaman að sjá þig, hvað heitir þú? hvað viltu? gjörið þið svo vel, takk fyrir matinn, til hamingju með afmælið. Góðan dag! Takk fyrir matinn. Orðabók Algengt er að útbúa sérstaka orðabók fyrir hvert barn. Í hana er safnað táknum sem barnið kann eða er að læra. Ætlast er til að bókin fylgi barninu milli staða svo að hægt sé að fletta upp í henni og fylgjast með hvaða tákn það á að kunna og hvernig barnið sjálft gerir táknin. Oftast eru börnin stolt af bókinni sinni og hafa gaman af að sýna öðrum hvað þau kunna. Þessa bók má útbúa á ýmsa vegu og fer það gjarna eftir getu barnsins hvernig bókin er gerð. Til dæmis er hægt að ljósrita táknin úr TMT orðabókinni og setja mynd við ásamt nánari lýsingu á því hvernig barnið útfærir táknið ef með þarf. Á svipaðan hátt er hægt að útbúa vinnubók með verkefnum og þeim setningum sem verið er að kenna. Þá má hugsa sér úrklippur, ljósmyndir eða annars konar myndir sem límdar eru í bókina og viðeigandi tákn sett við. Þannig er hægt að taka sérstaklega fyrir ákveðnar setningar eða ákveðin hugtök sjá bls. 26–28. Samvinna Til að kennsla og þjálfun í TMT fari fram á markvissan hátt er nauðsynlegt að þeir sem tengjast barninu hafi samvinnu sín á milli. Æskilegt er að einn ákveðinn aðili hafi umsjón með henni. Ef barnið er í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er eðlilegt að einhver þar sinni því hlutverki. Auk reglulegra samráðsfunda getur samskiptabók milli heimilis og skóla komið sér vel. Í bókina má skrifa helstu atburði sem barnið upplifir yfir daginn. Þannig aukast líkur á að tilraunir barnsins til að segja frá þeim skiljist. 16 Dæmi um blaðsíðu úr orðabók. Til að byrja með er æskilegt að aðeins eitt tákn sé á hverri blaðsíðu. Dæmi um blaðsíður í vinnubók. Hér eru æfðar þriggja orða setningar, kennari og barn spyrja og svara til skiptis.

Mikilvægt er að samvinna og samræmd vinnubrögð í notkun TMT ríki innan stofnunar sem barnið eða einstaklingurinn sækir, hvort heldur það er leik-, grunn- eða framhaldsskóli eða vinnustaður. Aðstæður á hverjum stað eru misjafnar og því þarf að skipuleggja og framkvæma slíka samvinnu eins og best verður við komið í hverju tilfelli. Samvinnan getur miðast við stofnunina í heild, einskorðast við tiltekna deild eða deildir eða verið á milli deilda. Brýnast er að tryggja að ábyrgðin deilist á sem flesta og að skilgreina vel hlutverk hvers og eins. Setja þarf sameiginleg markmið og samræma áherslur í kennslu og notkun táknanna. Helst ættu allir, sem hlut eiga að máli, að vera með í að ákveða táknin sem leggja á áherslu á hverju sinni og fylgjast með hvort stígandi haldist í notkun þeirra. Mikils er um vert að finna samstarfinu traustan farveg, halda t.d. sérstaka TMT fundi eða festa hluta af almennum skipulagsfundum fyrir TMT. Slíkan tíma má nota til að rifja upp tákn og bæta nýjum við. Skemmtileg hugmynd til að virkja og viðhalda áhuga manna getur til dæmis verið að draga setningu úr hatti og tákna hana. Einnig má syngja eitt eða tvö lög og tákna um leið. Algengt er að velja eitt tákn, svokallað tákn vikunnar, sem allir á staðnum eiga að læra. Þá er fengist við táknið á fjölbreyttan hátt og séð til þess að foreldrar og aðrir sem tengjast staðnum fylgist með. Þetta er góð leið til að gera TMT sýnilegra en ella og skapa umræður. Tákn vikunnar er auðvitað ekki eina táknið sem kennt er heldur er kastljósinu beint að því þá stundina. Skipuleg og samræmd vinnubrögð, ásamt skapandi og líflegu starfi, tryggja að TMT verði eðlilegur þáttur í daglegu lífi, leik og starfi. Lokaorð Táknin í bókinni eru góður grunnur til að byggja á en mikilvægt er að laga þau að þörfum hvers notanda. Verum óhrædd að sýna sveigjanleika og nota hugmyndaflugið til að mynda ný tákn. Ef barnið hefur sjálft búið til tákn, „persónuleg tákn“, þá virðum við það. Við megum aldrei gleyma því að meginmarkmiðið með TMT er að auðvelda barninu tjáskipti eins og kostur er. Við reynum að auka tjáskiptahæfni barnsins með því að bæta við það sem barnið þegar getur. Við fögnum hverri tilraun barnsins til að tjá sig og reynum eftir bestu getu að ýta undir frumkvæði þess. Verum ekki of fljót að grípa inn í, gefum barninu tíma, tölum það ekki í kaf. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum eða ráðgjöf um TMT má m.a. leita til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins í Kópavogi, sérhæfðra talmeinafræðinga, sérfræðinga hjá ráðgjafarþjónustum sveitarfélaga og Öskjuhlíðarskóla í Reykjvík. 17

18 Heimildir og ábendingar um lesefni Eyrún Gísladóttir. 1985. Tákn með tali. Reykjavík. Námsgagnastofnun. Eyrún Gísladóttir. 2001. Tákn með tali í víðara samhengi. Talfræðingurinn – Tímarit Félags talkennara og talmeinafræðinga. 15. árg., 1. tbl. Hafdís Gísladóttir og Margrét Gígja Þórðardóttir. 2002. Upp með hendur. Verkefnabók í táknmáli. Reykjavík. Félag heyrnarlausra. Harald Mart og Nrit Eli Siverts. 1990. Tegntrening og kommunikasjon. Ósló. Universitetsforlaget. Joe Reichle, Jennifer York and Jeff Sigafoos. 1991. Implementing Augmentative and Alternative Communication – Strategies for Learners with Severe Disabilities. Paul H. Brooks Publishing Co. Johansson, I. 1988. Språkutveckling hos handikappade barn. Lund. Studentlitteratur. Johansson, I. 1990. Språkutveckling hos handikappade barn 2 – Ordstadium – Textbok. Lund. Studentlitteratur. Jórunn Elídóttir og Signý Einarsdóttir. 1995. Tákn með tali. Talfræðingurinn – Tímarit Félags talkennara og talmeinafræðinga. 12. árg., 1. tbl. Lena Söderberg. 1993. Livs Tecken. Stokkhólmur. Ma. Riksföreningen Autism. Ma. Gerd Andén og Jane Beodin. Min kropp – mina ord. Stokkhólmur. Ma. Rikisförbundet. Malene Riise. 1990. Total Kommunikation tegn til tale. Kaupmannahöfn. Døves Center For Total Komm. Nina Braadland. 1993. Tegn til tale. Ósló. Universitetsforlaget. Sharon L. Glennen, Denise C. DeCoste. 1996. Handbook of Augmentative and Alternative Communication. Singular Publishing Group, Inc. Sigrún Grendal Magnúsdóttir og Jónína G. Ingólfsdóttir. 1994. Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir – hvað er það? Tímaritið þroskahjálp. 16. árg., 3. tbl. Stephen von Tetz og Harald Mart. 1991. Språk og funksjonshemning. Ósló. Gyldendal Norsk Forlag. Stepen von Tetzener og Mogens Hygum Jensen. 1996. Augmentative and Alternative Communication – European perspectives. Whurr Publishers Ltd. Tákn með tali – íslensk vefsíða um TMT. Vefstjóri Inga V. Einarsdóttir. http://www.tmt.is (28.06.2005). Upp með hendur. Verkefnabók í táknmáli. http://www.namsgagnastofnun.is/taknmal/index.htm (28.06.2005)

Verkefni og hugmyndir

19

20 Búðarleikur

21 Dúkkukrókur

22 Leikfimi

23 Dæmi um táknheiti söngva

24 Söngvar Hér er sýnt hvernig hægt er að minna á orðin sem á að tákna. Hér er strikað undir þau orð sem skal tákna og viðkomandi táknum komið fyrir annars staðar á blaðsíðunni.

25 Söngvar Hvernig hægt er að minna á þau orð sem skulu táknuð. Hér er einfaldlega strikað undir orðin sem skal tákna.

26

27 LÉTTMJÓLK S A G B V J L F K H O D Y L

28 Stór – lítill mismunandi mörg orð táknuð

Orðalisti, stafrófsröð/efnisflokkar

29 að 624.1 aðstoða (sjá hjálpa 720) aðventa 451.1 aðventukrans (sjá aðventa 451.1) af hverju 624.2 af hverju (sjá hvað 609) afgreiðslumaður 333 afi 316 afmæli 429 afmælisdagur (sjá afmæli 429) afsakið 792.1 aftur 624.3 agúrka 217 aka (sjá keyra 726) aldur 591 allir 601 allt í lagi 792.2 allt (sjá allir 601) alþingishús 508 amma 317 andlitskrem 149.1 api 1 apótek 509 appelsína 218 appelsínugulur 625 apríl 416 armband 289 Askasleikir 371.1 asni 2 auga 791.1 augabrúnir 791.2 augnskuggi 149.2 aumur 682.1 axlabönd 60 á eftir 430 á morgun 431 ágúst 420 álegg 247 álfur 360 ánægður (sjá glaður 649) ánægður (sjá glaður 650) ár 432 ávaxtasafi (sjá djús 237) ávextir 219 baða 683 baðkar 131 baka 684 bakaraofn 182.1 bakari 334 bakpoki 291 bakvið (sjá fyrir aftan 607) ball 484 ballett 485 banani 220 band (sjá garn 563) bangsi 3 bangsi 183 banka 790.1 banki 510 banna 685 bannað (sjá banna 685) Barbie 371.2 barn (sjá ungbarn 329) barnapía 371.3 barnavagn 41 Batman 371.4 baukur 600.1 baunir 221 bál (sjá eldur 535) bátur 42 bátur 184 bekkur (í skóla) 405.1 belja (sjá kýr 24) belti 61 benda 790.2 bensín 592 ber 222 ber 235.1 biblía 494 biðja (sjá bæn 495) bikiní 62 bilaður 638 bindi (sjá hálsbindi 63) bingó 216.1 bingó (sjá spil 215) bíða 686 bílaleikur 476 bíll 43 bíll 185 bíó 486 bíta 790.3 bjór 236 Bjúgnakrækir 371.5 björn 4 blað 372 blað (sjá dagblað 294) blaðra 186 blak 452 blautur 639 blár 627 bleia 64 bleikur 626 bless 792.3 blokk 532.1 blóð 600.2 blóm 533 blómavasi 166 blómkál 223 blýantur 373 blæðingar 600.3 bocchía 453 bodylotion (sjá krem 149.5) bolla 248 bolli 108 bolludagur 433 bolti 187 bolur 99.1 bolur (sjá peysa 80) bora (sjá borvél 562) borð 123 borða 687 borðdúkur (sjá dúkur 110) borga 688 borvél 562 box 475.1 bófi 361 bók 188 bók 290 bók 374 bókasafn 512 bóndi 335 bragðgott 682.2 brauð 249 bráðum 434 brjóstahaldari 65 broddgöltur 40.1 brosa 689 brotinn (sjá bilaður 638) bróðir 318 brunabíll 44 brú 513 brúnn 628 budda 292 buxur 66 búa 690 búa til 691 búa um rúm 790.4 búð 514 búðamaður (sjá afgreiðslu- maður 333) búið 602 búið 603 byggja 692 byrja 693 byssa 189 byssa 293 bæn 495 börn 319 dagblað 294 dagur 435 dalur 534 dans 454 dansa 694 dansleikur (sjá ball 484) dapur (sjá leiður 662) dáinn (sjá deyja 696) desember 424 desilítramál 122.1 detta 695 deyja 696 diskur 109 djús 237 dós 122.2 dót (sjá leikfang 199) Orðalisti með táknunum eftir stafrófsröð – Tákn með tali Stafrófsröð Nr. Stafrófsröð Nr. Stafrófsröð Nr.

draga (sjá toga 790.31) dráttarvél 45 drekka 697 dreyma 790.5 drottning 336 drottning 362 drykkur 238 duglegur 640 dúkka 190 dúkka 191 dúkkuleikur 477 dúkkuleikur (sjá dúkka 191) dúkkuvagn (sjá kerra 196) dúkur 110 dyr 167 dýr 5 dökkblár 629 dömubindi 149.3 eða 624.4 eðla 40.2 egg 251 eiga heima (sjá búa 690) eiga 698 eins 604 ekkert (sjá ekki 605) ekki 605 elda 699 elda 700 eldavél 150 eldflaug 59.1 eldhús 532.2 elding 561.1 eldspýtur 295 eldur 535 elska 701 eltingaleikur 478 engill 496 enginn (sjá ekki 605) epli 224 er (að vera) (sjá vera 790.34) er (að vera) (sjá vera 786) erfiður 641 eyðileggja (sjá skemma 766) eyra 791.3 eyrnaband 67 eyrnalokkur 99.2 ég skil ekki (sjá ég veit það ekki 792.4) ég vann (sjá sigra 760) ég veit það ekki 792.4 ég 320 faðma 790.6 fallegur 642 fangelsi 532.3 fara í bæinn (sjá miðbær 526) fara 702 fat (sjá diskur 109) fata 192 fataklefi 395 fatnaður (sjá föt 69) fáni 593 febrúar 414 feitur 682.3 fela 703 fela 704 feluleikur 479 feluleikur 480 ferðalag 487 ferming 497 félagsmiðstöð 493.1 fiðla 100 fiðrildi 6 fimmtudagur 410 fimmtudagur 412.5 fiskibolla 268.1 fiskur 7 fiskur 252 fíll 8 fínn (sjá fallegur 642) fjall 536 fjara 537 fjólublár 630 fjölskylda 321 flagg (sjá fáni 593) flaska 111 flauta 101 flauta 790.7 fléttur 791.4 fljótur 643 fljúga 705 fljúga 706 flottur (sjá fallegur 642) flóðhestur 40.3 fluga 9 flugvél 46 flýta sér (sjá fljótur 643) forseti 337 foss 538 fólk 332.1 fótbolti 455 frakki 68 franskar kartöflur 253 frábært 682.4 freknur 791.5 frekur 644 fremstur 606 fréttir 594 frí 436 frímínútur 396 frímínútur (sjá skólabjalla 403) froskur 40.4 frægur 645 frændi (sjá frænka 322) frændsystkini (sjá frænka 322) frænka 322 fugl 10 fugl 11 fullorðinn 332.2 fullur 646 fundur 405.2 fyndinn 682.5 fyrir aftan 607 fyrir framan 608 fyrirgefðu 792.5 fyrstur (sjá fremstur 606) fægiskúffa 168 föndra (sjá búa til 691) föndur (sjá búa til 691) föstudagur 411 föstudagur 412.6 föt 69 gabba (sjá apríl 416) gaffall 112 galdra (sjá töframaður 371.28) galli (sjá útigalli 70) gamall 647 gaman 648 gamlársdagur 437 ganga 707 gangbraut 515 gangi þér vel 792.6 gardínur (sjá gluggatjöld 170) garðslanga (sjá slanga 583) garn 563 gata 516 Gáttaþefur 371.6 gefa 708 gefðu mér fimm 792.7 geimfari (sjá geimskip 59.2) geimskip 59.2 geisladiskur 169 geisladiskur 182.2 geislaspilari 151 geit 12 ger 254 gera 709 gerðu það 792.8 gestur 363 geta 710 geta 790.8 geyma 711 gifting 498 Giljagaur 371.7 girðing 517 gíraffi 13 gítar 102 gjörðu svo vel 712 gjörið þið svo vel 792.9 glaður 649 glaður 650 glas 113 gleðileg jól 792.10 gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla 792.11 gleraugu 296 gleyma 713 glimmer 637.1 Orðalisti með táknunum eftir stafrófsröð – Tákn með tali Stafrófsröð Nr. Stafrófsröð Nr. Stafrófsröð Nr. 30

Gluggagægir 371.8 gluggatjöld 170 golf 456 gosbrunnur (í hári) 791.6 gosdrykkur 239 gott kvöld 792.12 góða helgi 792.13 góða nótt 792.14 góðan dag 792.15 góður 651 grafa (sjá skurðgrafa 47) gras 539 grautur 255 grár 631 gráta 714 greiða sér 715 greiða 132 grill 182.3 grilla (sjá grill 182.3) grilla (sjá steikja 773) gríma (sjá grímubúningur 99.3) grímubúningur 99.3 grínast (sjá fyndinn 682.5) grís (sjá svín 37) grjót (sjá steinn 551) grúfa (sjá fela 703) grýla 364 grænmeti 225 grænn 632 gubba (sjá ógeðslegur 682.13) guð hjálpi þér 792.16 Guð 499 gull 637.2 gulrófa 231 gulrót 226 gulur 633 gönguferð 488 göngustafur 297 haka 791.7 halda (eitthvað) 790.9 halló 792.17 hamar 564 hamborgari 256 hamstur 14 handbolti 457 handklæði 133 handlaug 134 handmennt/saumar 384 handmennt/smíði 385 hani (sjá hænsn 15) hanskar 71 harður 652 Harry Potter 371.9 hattur 72 haust 425 hálfur 653 háls 791.8 hálsbindi 63 hálsfesti 298 hár 791.9 hárbursti (sjá greiða 132) hárþurrka 135 hástökk 458 hefill 565 heima 518 heimili (sjá heima 518) heimilisfræði 386 heimsókn (sjá heimsækja 716) heimsækja 716 heimur 555.1 heita 718 heitur 654 heitur (sjá sumar 426) hekla (sjá heklunál 566) heklunál 566 helgi (sjá frí 436) helgi 451.2 hella (sjá kanna 115) hellir 540 henda 717 hengja upp 790.10 herbergi 171 hermaður 338 hestur 16 heyra 719 heyrnartól 182.4 heyrnartæki 299 hilla 124 himinn 541 hissa 655 hjálmur 73 hjálpa 720 hjól (sjá reiðhjól 48) hjóla 721 hjólabretti 459 hjólastóll 49 hjólbörur 195 hjólbörur 567 hjúkrunarfræðingur 371.10 hlakka til (sjá spenntur 682.17) hlaupa 722 hlaupahjól 59.3 hljómplata (sjá geisladiskur 169) hljómsveit 107.1 hljótt 682.6 hlusta (sjá heyra 719) hlustunarpípa 568 hlæja 790.11 hnetur 268.2 hnífur 114 hnoða (sjá baka 684) hollur 656 hoppa 723 horfa (sjá sjá 764) hóll 542 hósta 724 hótel 519 hraustur (sjá hollur 656) hreindýr 17 hreinn 657 hringur 300 hristur 103 hrífa 569 hrísgrjón 257 hrópa (sjá kalla 790.14) hræddur 658 hrærivél 152 hrökkbrauð 268.3 hugga 790.12 hundur 18 hurð (sjá dyr 167) Hurðaskellir 371.12 húfa 74 hús 520 húsdýragarðurinn 532.4 húsvörður 339 hvað ert þú gamall/gömul 591 hvað segirðu gott? 792.18 hvað 609 hvað 624.5 hvalur 40.5 hvar 624.6 hvar (sjá hvað 609) hveiti 258 hver 624.7 hver (sjá hvað 609) hvernig 624.8 hvernig (sjá hvað 609) hvers vegna (sjá hvað 609) hvísla 790.13 hvítur 634 hæ (sjá halló 792.17) hæna (sjá hænsn 15) hænsn 15 hætta (sjá stoppa 790.28) hættulegt 682.7 hökuskarð 791.10 höll 521 iðjuþjálfi 340 ilmvatn 136 indjáni 371.11 inn (sjá í 610) í dag 438 í gær 439 í 610 í 624.9 ís 259 Ísland 555.2 ísskápur 153 ísskápur 154 íþróttaálfurinn 371.14 jakki 75 janúar 413 jarða (sjá jarðaför 500) Orðalisti með táknunum eftir stafrófsröð – Tákn með tali Stafrófsröð Nr. Stafrófsröð Nr. Stafrófsröð Nr. 31

jarðarber 235.2 jarðarför 500 jarðýta 58 já 611 járnbrautarlest 51 járnbrautarlest 201 jeppi 59.4 Jesús 501 jógúrt 260 jól 440 jól 502 jólasveinn 365 jólatré 543 júdó 475.2 júlí 419 júní 418 júní 424.1 kafari 371.13 kaffi 240 kaffi 241 kaffihús 532.5 kaffivél 155 kaka 261 kakó 242 kaldur 659 kaldur (sjá vetur 427) kalla 790.14 kanína 19 kanna 115 karate 475.3 karl (sjá maður 324) kartöflumús 262 kartöflur 227 kassi 595 kasta (sjá henda 717) kastali (sjá höll 521) kaupa 725 kál 228 kápa (sjá frakki 68) keila 460 keisari 366 kenna (sjá kennari 341) kennari 341 kennari 397 keppa (sjá keppni 461) keppni 461 kerra (sjá barnavagn 41) kerra 196 Kertasníkir 371.15 kerti 172 ketill (sjá kanna 115) kex 263 keyra 726 kind 20 kind 21 kinn 791.11 kinnalitur 149.4 kirkja 503 kirkja 522 kisa (sjá köttur 26 og 27) kíkir (sjá sjónauki 309) kíkja (sjá sjá 764) kíví 235.3 kjánalegur 682.8 kjóll 76 kjúklingur 264 kjöt 265 kjötbolla 268.5 Kjötkrókur 371.16 klappa saman lófunum 790.15 kleinur 268.6 klifra 727 klifurgrind 197 klippa 728 klóra 790.16 klósett (táknið ekki notað lengur) 137 klósett 138 klukka 312 klukka 156 klúbbastarf 493.2 klútur (sjá slæða 86) klæða úr 729 koddi (sjá púði 178) kokkur 342 koma 730 kommóða 125 kona 323 koppur 139 koss (sjá kyssa 733) kóngur (sjá drottning 336) kór 489 krabbi 22 krakkar (sjá börn 319) kranabíll 59.5 krani 140 krem (á köku) 268.4 krem (á líkama) 149.5 Kringlan 523 kringlukast 462 kristinfræði 387 kross 504 krókódíll 23 krukka 122.3 krullur 791.12 kubba 731 kubbar 198 kunna (sjá vita 788) kúka 732 kúlupenni 375 kúluvarp 463 kúreki 371.17 kústur 173 kústur 570 kveikjari 301 kvikmyndahús 511 kvöld 441 kyssa 733 kýr 24 kæfa (sjá smurálegg 282) kæliskápur (sjá ísskápur 153 og 154) kærasta 332.3 kærasti (sjá kærasta 332.3) kökukefli 116 könguló 25 köngulóarmaðurinn (sjá spiderman 371.24) körfubolti 464 köttur 26 köttur 27 labba (sjá ganga 707) lakkrís 268.8 lamb (sjá kind 21) lampi 126 land 544 landafræði 388 langa (í eitthvað) 790.17 langstökk 465 langt frá 682.9 lasinn (sjá veikur 678) latur 660 laufblað 545 laugardagur 412 laugardagur 412.7 laukur 229 láttu mig vera 792.19 leggja á borð 790.18 leiðinlegur 661 leiður 662 leigubíll 50 leika sér 734 leikari 343 leikfang 199 leikfimi 389 leikfimi 466 leikhús 524 leiklist 490 leikskólakennari (sjá kennari 341) leikskólastjóri (sjá skólastjóri 354) leikskóli 398 leikskóli 525 leikur 481 leir 200 leira 735 lemja 790.19 lengi 682.10 Leppalúði 371.18 lesa 736 lest (sjá járnbrautarlest 51) lestur 390 léttur 663 lið 475.4 liggja 737 Orðalisti með táknunum eftir stafrófsröð – Tákn með tali Stafrófsröð Nr. Stafrófsröð Nr. Stafrófsröð Nr. 32

linur (sjá mjúkur 669) listi (sjá minnislisti 600.4) lita 738 litur (sjá blýantur 373) litur (á litinn) 637.3 litur 202 líka 612 lím 203 lím 376 líma 739 Lína langsokkur 371.19 línuskautar 59.6 lítill 664 lítill 665 ljón 28 ljós (sjá lampi 126) ljósblár 635 ljósritunarvél 405.3 ljótur 666 ljúfur (sjá góður 651) loka 740 lottó (sjá spil 215) lóð (til að lyfta) 475.5 lúður 104 lúlla (sjá sofa 761) lyf (sjá meðal 267) lyfta 174 lyftiduft (sjá ger 254) lyftingar 475.6 lykill 175 lykill 302 læðast 741 læknir 344 lækur 546 læra 742 lögga (sjá lögregla 345) lögregla 345 lögreglubíll 52 maður 324 maí 417 mamma 325 mandarína 235.4 margir/mikið 613 margir/mikið 667 mark 475.7 mars 415 matarolía 268.7 matsölustaður 532.6 matur 266 maurar 40.6 má ekki (sjá banna 685) mála 743 málari 346 málband 571 málning 377 málning 572 mánudagur 407 mánudagur 412.2 mánuður 442 með 624.10 meðal 267 meiða sig 744 meira 668 melóna 235.5 miðbær 526 miðstöðvarofn 176 miðvikudagur 409 miðvikudagur 412.4 mikið (sjá margir 613 og 667) mikið (sjá margir 613) milli 614 minnislisti 600.4 missa 745 mjólk 243 mjór 682.11 mjúkur 669 moka 746 morgunkorn 250 morgunn 443 mótorhjól 53 muna 747 munnur 791.13 múrari 347 mús 29 mynd 177 myndavél 303 myndbandsupptökuvél 182.5 mysingur (sjá smurálegg 282) mömmuleikur 482 nafn (sjá heita 718) naglalakk 149.6 naglbítur 574 nagli 573 nammi (sjá sælgæti 268) nashyrningur 40.7 naut 30 ná í 748 nál 575 náttföt 77 náttföt 78 náttúrufræði 394.1 nef 791.14 negla (sjá hamar 564) nei sko! (sjá (sjá 764) nei 615 nesti (sjá nestistími 399) nesti (sjá matur 266) nestistími 399 nótt 444 nóvember 423 núna 445 nýr 670 nærbuxur 79 ofan á 616 ofan í (sjá í 610) og 617 október 422 olía (sjá matarolía 268.7) opna 749 ormur 31 ostahnífur 117 ostur 269 ófrísk 682.12 ógeðslegur 682.13 óhreinn 682.14 ókei 792.20 ónýtur (sjá bilaður 638) óska 790.20 óþekkur 671 pabbi 326 pakki 304 panna 118 pappír 204 pappír (sjá blað 372) paprika 235.6 parís 483 parísarhjól (sjá tívólí 532.10) partý 491 passa sig 790.21 passi (sjá vegabréf 315) pasta 270 páfagaukur 32 páskar 446 páskar 505 peli 596 peningar 305 peningaveski (sjá budda 292) penni (sjá kúlupenni 375) pensill 576 pepperóní 268.9 pera 230 perla (sjá púsla 752) Perlan 527 perlufesti (sjá hálsfesti 298) peysa 80 pillur 271 pils 81 pinna (sjá púsla 752) pipar 272 pissa 750 píanó 105 píta 268.10 pítsa 273 plata 790.22 plata (sjá geisladiskur 169) plata (sjá apríl 416) playmó 216.2 plástur 597 plötuspilari (sjá geislaspilari 151) poki 598 poppkorn 274 Pottasleikir 371.20 pottur 119 pósthús 528 Orðalisti með táknunum eftir stafrófsröð – Tákn með tali Stafrófsröð Nr. Stafrófsröð Nr. Stafrófsröð Nr. 33

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=