Tákn með tali

Inngangur Tákn með tali 2 er endurskoðuð útgáfa af orðabókinni Tákn með tali sem kom út hjá Námsgagnastofnun 1998. Í þeirri útgáfu var stuðst við efnið Íslenskar táknmyndir og Táknmyndir, flokkur A og B, sem Námsgagnastofnun gaf út 1984 og hafði til hliðsjónar danskt efni. Tákn með tali 2 skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er sagt frá uppbyggingu og tilgangi TMT og fjallað í örstuttu máli um innlögn og þjálfun. Þar má einnig finna dæmi um verkefni og tvenns konar orðalista yfir táknin. Annars vegar er táknunum raðað eftir stafrófsröð, hins vegar eftir efnisflokkum t.d. dýr, farartæki, föt o.s.frv. Öll táknin eru númeruð svo að auðvelt er að finna tiltekið tákn og til að auðvelda leit enn frekar er í mörgum tilvikum vísað á samheiti orða sem ekki var áður. Í Tákn með tali 2 hafa bæst við 274 tákn svo að samtals eru táknin nú 1064. Viðbótartáknunum er bætt aftast í efnisflokkana. Þá hefur verið bætt við tveimur efnisflokkum, þ.e. táknum yfir líkamsheiti og hugtök tengd líkamanum, en slík tákn eru iðulega notuð til að tákna nöfn á fólki. Í hinum flokknum eru tákn yfir algeng orðasambönd. Í seinni hlutanum er táknmyndasafnið. Ljóst er að bók sem þessi getur aldrei orðið tæmandi listi yfir öll tákn sem eru notuð heldur verður hún fyrst og fremst gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Við val á táknum í báðar bækurnar var stuðst við ábendingar og óskir frá fagfólki og foreldrum barna sem nota TMT. Kannað var hvaða tákn brýnast var að hafa með og reynt að bregðast við óskum eftir því sem kostur er. Aldrei verður samt hægt að komast hjá því að laga þurfi ýmis tákn og notkun kerfisins að þörfum ólíkra einstaklinga. Því er mikilvægt er að þeir sem kenna TMT kynni sér vel hugmyndafræðina sem liggur að baki. Orðabókin Tákn með tali 2 er einkum ætluð fagfólki, foreldrum og fjölskyldum þeirra sem nota TMT svo og öðrum sem hafa áhuga á að kynna sér óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Bókin er eins konar uppsláttarrit þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um TMT, hverjir geti einkum nýtt sér það og hvernig það 5 Fyrsta útgáfa orðabókarinnar Tákn með tali kom út árið 1998. Þær framúrskarandi móttökur sem bókin fékk sýndu greinilega þörfina á slíku efni. Tákn með tali, TMT, er í stöðugri þróun sem óhefðbundin tjáskiptaleið og er orðin eðlilegur þáttur í daglegu lífi margra einstaklinga, fjölskyldna þeirra og stofnana. Þessi þróun kallar á stöðugt endurmat og endurbætur á því efni sem til er um TMT. Fljótlega kom fram eftirspurn um viðbót við fyrstu útgáfu orðabókarinnar. Okkur til mikillar ánægju ákvað Námsgagnastofnun að bregðast við þeim ábendingum og var hafist handa um að safna hugmyndum að táknum sem vantaði meðal fagfólks og fjölskyldna sem nota TMT. Undirtektir voru góðar og viljum við undirritaðar þakka öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við gerð þessarar bókar. Það er von okkar að bókin verði áfram sá gagnagrunnur sem notendur TMT geta treyst og leitað í bæði til fróðleiks um myndun einstakra tákna og einnig sem uppsláttarrit um hugmyndir og vinnubrögð sem henta í tengslum við TMT. Viðbótartáknin í bókinni eru flest fengin frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Í samráði við sérfræðinga þar eru sum táknin einfölduð og löguð að getu og þörfum þeirra er nota TMT. Sérstakar þakkir fyrir gott samstarf viljum við færa sérfræðingum á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Sigurborgu I. Sigurðardóttur, sem teiknaði öll táknin. Sigrún og Björk

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=