Tákn með tali

hinum börnunum. Börn á leikskóla- og skólaaldri hafa yfirleitt áhuga á að læra tákn og finnst það bæði spennandi og skemmtilegt. Þegar áhugi þeirra er vakinn fara þau að spyrja um tákn yfir hitt og þetta. Yfirleitt eru börnin fljótari en fullorðna fólkið að skilja málhamlaða barnið og gera sig skiljanleg við það. Með því að virkja hópinn eignast starfsfólkið trygga og góða bandamenn í TMT-kennslunni. Í leikskólahópum eru oft börn sem eru skammt á veg komin í málþroska og geta haft verulegt gagn af að vera í markvissu TMT-umhverfi þótt þau noti aldrei tákn sjálf. Í slíku umhverfi er markvisst fengist við málörvun og tjáningu. Lögð er áhersla á að tala í stuttum og skýrum setningum um leið og lykilorð hverrar setningar er dregið fram með því að tákna það. Þessir áhersluþættir eru tengdir allri vinnu og daglegum athöfnum sem fara fram með viðkomandi börnum í leikskólanum. Í stórum dráttum er TMT notað á sama hátt í leik- og grunnskólanum og heima en skipan dagsins er auðvitað ólík og áherslurnar líka. Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir um notkun TMT í leik- og grunnskóla en að sjálfsögðu geta þær einnig nýst á öðrum stöðum. Veggspjöld Til að minna þá sem umgangast barnið á táknin og örva þá í notkun þeirra er æskilegt að setja upp veggspjöld með viðeigandi táknum á mismunandi staði. Í matarkróknum má hengja upp töflu með táknum yfir mat og fleira sem tengist matartíma og í fataklefanum tákn yfir föt og útivist. Í skólanum má setja upp spjöld með völdum táknum, til dæmis í sérgreinastofum, svo sem í matreiðslu, tónmennt, handmennt, myndmennt og leikfimi. Þessi veggspjöld vekja iðulega áhuga hinna barnanna í hópnum á táknum, börnin fara að spyrja um þau og hugleiða hvernig þau eru notuð. Sjá hugmyndir að nokkrum veggspjöldum, sem hægt er að styðjast við, á bls. 19–22. 13 18 Við matborðið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=