Tákn með tali

Tákn með tali Tákn með tali er endurskoðuð útgáfa af orðabókinni Tákn með tali sem kom út hjá Námsgagnastofnun 1998. Bæst hafa við 274 tákn, táknin eru því samtals 1064 í rafbókinni. Tákn með tali er einkum ætluð fagfólki en einnig fjölskyldum þeirra sem hagnýta sér TMT, tjáskiptaaðferð sem notuð er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk, aðallega börn, með málþroskaröskun. Bókin nýtist einnig öðrum sem hafa áhuga á að kynna sér óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Hún er eins konar uppsláttarrit þar sem fletta má upp einstökum táknum, sjá myndun þeirra, og nálgast frekari upplýsingar um TMT. Táknin eru einnig gefin út á vef. Höfundar efnisins eru: Sigrún Grendal talmeinafræðingur og Björk Alfreðsdóttir leikskólakennari. Sigurborg Sigurðardóttir sérkennari teiknaði táknin. 40177

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=