Background Image
Previous Page  98 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 98 / 140 Next Page
Page Background

Skali 1B

96

Stæður með sviga

Margfeldi

tveggja talna, til dæmis 5

·

4, má

lýsa með rétthyrningi sem í eru 5 reitir á

annan veginn og 4 reitir á hinn veginn.

Fjöldi reita í rétthyrningnum samsvarar

svarinu við margföldunardæminu.

Margföldunardæmið (4 + 3) · 5 má sýna

með rétthyrningi á tvo vegu:

1

Rétthyrningur með 7 reitum á annan veginn

og 5 reitum á hinn veginn:

(4 + 3) · 5 = 7 · 5 = 35

2

Rétthyrningur samsettur úr tveimur minni rétthyrningum,

annar með 4 · 5 reitum og hinn með 3 · 5 reitum.

(4 + 3) · 5 = 4 · 5 + 3 · 5 = 20 + 15 = 35

5.47

Teiknaðu rétthyrninga við margföldunardæmin eins og hér á undan.

a

(1 + 3) · 4

b

5 · (2 + 4)

c

3 · (2 + 5)

4 · 5

3 · 5 5

4 + 3

4

3

5

5

4 + 3 = 7

Margfeldi

Svarið við

margföldunardæmi.

5 · 4 = 20

5

4