Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 46 10 Áhugavert lesefni og viðaukar 10.1 Áhugavert lesefni Handbók um einelti og vináttufærni – forvarnir og viðbrögð. Útgefin af Heimili og skóla í nóvember 2017. Skv. fréttatilkynningu Heimilis og skóla í kjölfar útgáfu handbókarinnar segir að henni sé ætlað að verða viðbót við fyrri útgáfu bæklings um einelti sem Heimili og skóli gáfu út 2009. Megináhersla handbókarinnar er á forvarnir, fróðleik og hagnýt ráð. Handbókin hentar foreldrum, fagfólki sem vinnur með börnum sem og börnunum sjálfum. Ofbeldi gegn börnum, hlutverk skóla. Höfundar: Guðrún Kristinsdóttir og Nanna Kristín Christiansen. Ofbeldi á heimili með augum barna er framlag til rannsókna á heimilisofbeldi, vanrækslu og misbeitingu gagnvart börnum og mæðrum og jafnframt innlegg í baráttu gegn þessu alvarlega þjóðfélagsmeini, eins og segir á bakhlið bókarkápunnar. Bókin byggir á rannsókinni „Þekking barna á ofbeldi á heimilum“ sem unnin var hér á landi á árunum 2006-2013. Ritstjóri bókarinnar er Guðrún Kristinsdóttir auk hennar voru í rannsóknarhópnum Ingibjörg H. Harðardóttir, Margrét Ólafsdóttir, Margrét Sveinsdóttir, Nanna Þ. Andrésdóttir og Steinunn Gestsdóttir. Umfjöllun um báðar bækurnar má sjá hér á vefsíðu Krítarinnar. 10.2 Viðaukar Viðaukar sem fara hér á eftir eru hugsaðir sem tillaga eða grunnur að vinnuferlum skóla, skráningarblöðum eða spurningalistum. Hver skóli vinnur sína eigin vinnuferla, skráningarblöð og spurningalista út frá þörfum skólans og þeim aðstæðum sem ríkja í umhverfi hans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=