Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 42 8.14.3 Tilkynningar til tryggingafélaga Mikilvægt er að leikskólastjóri hafi upplýsingar um hvar leikskólinn er tryggður og yfirlit yfir þær tryggingar sem samningar liggja fyrir um. Sérstaklega er það mikilvægt þegar kemur að slysatryggingum barna. Í þeim tilfellum þar sem slys á barni er þess eðlis að gera þarf lögregluskýrslu þarf að tilkynna slysið til viðkomandi tryggingafélags. Um er að ræða þau tilfelli þar sem eftirmál geta orðið vegna slyssins og því nauðsynlegt að slysatilkynning sé skilvirk til að réttindi barns séu tryggð síðar. Einnig getur þurft að tilkynna til tryggingafélags af öðrum ástæðum. Dæmi: Barn er flutt með sjúkrabíl vegna gruns um fótbrot. Í ljós kemur að barnið hefur tognað og því ekki um alvarlega áverka að ræða og því ekki nauðsynlegt að gera lögregluskýrslu. Nauðsynlegt getur verið í þessu tilfelli að tilkynna atvikið til tryggingarfélagsins vegna tryggingarmála.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=