Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 40 Hægt er að óska eftir því að hún sé gerð eftir á. Til að hægt sé að meta hvenær á að gera lögregluskýrslu þarf oft að bíða eftir að læknisskoðun hafi farið fram. Ef gerð er lögregluskýrsla á að upplýsa foreldra og rekstraraðila um það. 8.11.1 Slys á börnum sem gera skal lögregluskýrslu um: • Öll alvarleg slys t.d. áverkar á innri líffærum, drukknun, umferðarslys. • Höfuðhögg. Heilahristingur, brot, umtalsverð blæðing, bjúgur eða annar alvarlegur áverki. • Brunaslys. Ef meira en 8-10% af líkamanum er brenndur og sár eru djúp. • Öll beinbrot. Sama hversu lítil þau virðast vera. Komi í ljós að grunur um beinbrot er ekki réttur og barnið hefur aðeins tognað illa þá er óþarfi að gera lögregluskýrslu. • Tannáverkar. Alla áverka á tönnum þar sem staðfest er eða grunur er um að fullorðinstennur hafi skaddast. • Augnáverkar. Allir alvarlegir augnáverkar t.d. skert sjón. • Klemmuáverkar. T.d. fingur fer af eða hangir á húðpjötlu. 8.12 Endurskoðun öryggismála eftir slys Eftir slys er mikilvægt að fara vel yfir það sem gerðist og kanna hvort unnt hefði verið að fyrirbyggja það. Áður en farið er í slíka vinnu þarf að ganga úr skugga um að starfsfólk sem hlut á að máli eigi ekki um sárt að binda. Ef einhverjum starfsmönnum líður illa er mikilvægt að þeir fái viðhlítandi áfallahjálp áður en greiningarvinnan á sér stað. Æskilegt er að árlega sé gerð skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði í leikskólanum sem byggir á áhættumati. Við áhættumat þurfa starfsmenn að vera vakandi fyrir umhverfi sínu með tilliti til slysavarna og bregðast við með viðeigandi hætti til að fyrirbyggja slys. Mikilvægt er að starfsmenn upplýsi leikskólastjóra um atvik sem túlka má sem „næstum því slys“ til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Dæmi: Barn klifrar upp í bókahillu. Bókahillan fellur frá vegg með barninu áhangandi. Starfsmönnum tekst að grípa hilluna og forða því að hún falli yfir barnið og mögulega slasi það. Í mörgum tilvika alvarlegra slysa í leikskólum eru engin vitni og því liggja ekki alltaf fyrir upplýsingar um atburðinn. Til að koma í veg fyrir slíkt er mikilvægt að: • Gera áhættumat á öllum svæðum leikskólans bæði inni og úti. • Gera teikningu af lóðinni og gera áhættumat þar sem öll falin og hættuleg svæði eru skilgreind og merkt. • Tryggja að mönnun sé í samræmi við áhættumat og að starfsmenn hafi yfirlit yfir öll svæði skólans þar sem börn eru, bæði úti og inni. • Ef starfsmaður þarf að víkja frá því svæði sem hann einn hefur yfirsýn yfir gerir hann öðrum viðvart til að tryggja gæslu allra svæða. • Fara yfir allar aðstæður og verkferla þegar alvarleg atvik eiga sér stað og ræða ábyrgð starfsmanna. Ræða þarf hvað gerðist, hvernig var staðið að öryggismálum, t.d. hvers vegna ekki var starfsmaður á slysstað (ef við á) og ákveða hvernig verkferlum verði breytt til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. • Tryggja að allir starfsmenn þekki áhættumatið og verkferla því tengda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=