Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 25 að barn detti fram af því. Ef notuð er plastdýna (skiptiborðsdýna) ber að skipta henni út ef hún er farin að rifna þar sem hætta er á að barn komist í svampinn innan í henni og kafni. Þar sem tröppur eru upp á skiptiborð þarf að tryggja að börn komist ekki í þær án eftirlits. 5.1.18 Speglar og myndir Allir speglar í leikskólum skulu vera festir á ramma en ekki klemmur. Speglar eiga að vera úr óbrjótanlegu gleri eða límdir á spjald þannig að ef þeir brotna kemur í þá sprunga en glerbrotin frá þeim detta ekki yfir börnin. Einnig er til öryggisplast sem hægt er að líma á spegla þannig að ef þeir brotna haldast glerbrotin föst við plastið og falla ekki yfir börnin. Þegar myndarammar með gleri eru festir á veggi leikskóla skal tryggja sama frágang og á við um spegla. 5.1.19 Eldhús Í eldhúsum er mikið af hættulegum hlutum s.s. ýmis tæki til matreiðslu, beittir hnífar, skæri, plastfilmur og pokar og því þarf að vera hægt að loka eldhúsinu. Í leikskólum þar sem opið er inn í eldhús eða börn eiga þangað erindi vegna náms síns, á að ganga þannig frá tækjum og tólum að börn geti ekki skaðast af þeim. Tæki s.s. eldavélar geta hitnað mikið að utan þannig að börn geta brennt sig alvarlega. 5.1.20 Eiturefni og eitraðar plöntur Öll eiturefni og önnur hættuleg efni eiga að vera í læstri geymslu og ganga þarf þannig frá að börn hafi ekki aðgang að þeim. Tryggja þarf að börn komist ekki í handspritt. Mikilvægt er að starfsfólk þekki varnaðarmerkingar á umbúðum. Ef plöntur eru í leikskólanum ber að ganga úr skugga um að þær séu ekki eitraðar. Hér má finna lista yfir eitraðar plöntur. 5.1.21 Rafmagnsöryggi Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 skulu vera lekastraumsrofar (lekaleiðar) í öllum byggingum. Lekastraumsrofi er öryggisbúnaður sem kemur í veg fyrir rafmagnsslys. Rík krafa er gerð til rafmagnstækja og öryggis þeirra. Ef tækin brotna eða rafmagnssnúrur þeirra trosna er mikilvægt að slíkt sé lagað. Flestar innstungur eru með öryggislæsingu sem kemur í veg fyrir að börn geti stungið hlutum inn í þær og komist þannig í snertingu við rafmagn. Slíkar innstungur þurfa ekki frekari öryggisbúnað. Aðrar innstungur og fjöltengi þurfa öryggisbúnað sem eru einskonar tappar eða skífur sem settar eru inn í innstunguna. Ef innstungur brotna eða losna frá vegg er nauðsynlegt að gera við þær strax. Fjöltengi geta verið varasöm. Ekki má nota brotin fjöltengi eða fjöltengi þar sem rafmagnssnúran eða klóin er farin að skemmast. 5.1.22 Kerti og eldfim efni Fara skal þannig með eld, eldfim og önnur hættuleg efni að sem allra minnst hætta sé á því að eldsvoði eða tjón af völdum mengunar geti hlotist af þeim. Æskilegt er að banna alla notkun kerta í skólum. Öll umgengni við opinn eld skal vera varfærnisleg og ekki skal skilja logandi kerti eftir eftirlitslaust eða á meðan starfsmaður víkur frá. Kveikjara og eldspýtur skal geyma í læstum hirslum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=