Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 22 matarborðum að börn geti ekki togað matarílát yfir sig. Mikilvægt er að setja reglur um öryggi í matmálstímum til að koma í veg fyrir brunaslys. Nota skal kalt vatn í fötu/íláti fyrir hnífapör. Ef boðið er upp á heitar súpur eða annan heitan vökva fyrir börn þarf að passa að það hellist ekki yfir þau eða geti brennt þau á annan hátt. 5.1.5 Heitir drykkir Heitir drykkir geta valdið alvarlegum bruna á börnum. Því ætti starfsfólk aldrei að fara með heita drykki inn í leikrými barna. Með leikrými barna er átt við öll svæði leikskólans úti og inni sem börn hafa aðgang að. 5.1.6 Húsgögn Bókaskápa og hillur, óháð hæð þeirra, á að festa við vegg. Algengt er að þessir innanstokksmunir séu notaðir til að afmarka leikrými í takmarkaðan tíma. Ganga þarf frá öryggi þeirra á viðeigandi hátt t.d. með því að setja festingar á skápana sem auðvelt er að losa. Sé um varanlega staðsetningu slíkra innanstokksmuna að ræða á að koma fyrir festingu á veggi. Slíkur frágangur er mikilvægur í tilvikum jarðskjálfta og ekki síst ef barn klifrar upp á skáp. Æskilegt er að velja skilrúm sem eru stöðug eða festa þau við vegg eða gólf. Öll húsgögn á hjólum geta verið varasöm en þau eru valtari en hefðbundin húsgögn þrátt fyrir þyngd þeirra. Húsgögn á hjólum eiga einnig að vera föst við vegg með festingum sem auðvelt er að losa og festa aftur. Ef notuð eru hljómtæki eða sjónvarpstæki á slíkum vögnum á að festa tækin niður á vagninn. Stólar og borð eiga að vera stöðug. Ef þau eru völt eða hlutar þeirra farnir að losna er mikilvægt að strax sé gert við þau til að koma í veg fyrir slys. Koma á í veg fyrir að hvöss horn á borðum og hillum geti skaðað börn. Mikilvægt er að beisli séu í öllum háum stólum við matarborð og að börn noti beisli í samræmi við þroska og aldur. Til að koma í veg fyrir köfnunarslys er mikilvægt að strax sé gert við eða skipt um áklæði á svampdýnum og sessum þegar það slitnar en börn plokka gjarnan svampinn og setja í munninn. 5.1.7 Hurðir, hurðapumpur og klemmuvarnir Mikil klemmuhætta fylgir útidyrahurðum í leikskólum. Ganga þarf úr skugga um að hurðapumpa sé á útidyrahurð. Hurðapumpur eru gerðar fyrir mismunandi þyngd hurða, því er mikilvægt að val á hurðapumpu sé í samræmi við þyngd og gerð hurðar. Í ákveðnum vindáttum getur vindstyrkur orðið mikill; kanna þarf hver eiginlegur vindstyrkur getur orðið og taka ákvörðun með tilliti til þess um það hversu sterk hurðapumpan þarf að vera. Vindstyrkur getur verið það mikill hér á landi í vissum áttum að sterkasta hurðapumpa ræður ekki við vindfangið. Í þeim tilfellum þarf að smíða skýli eða vindfang fyrir hurðina til að hún valdi ekki slysi á börnum. Hurðapumpur hafa mismunandi hreyfigetu. Gott eftirlit og viðhald þarf að vera með hurðapumpum þar sem þær afstillast með tímanum við mikla notkun. Rétt stillt hurðapumpa á að virka þannig að þegar hurð lokast hreyfist hún tiltölulega hratt fyrst en síðan lokast hún hægt síðustu 20-30 cm. Það er mikilvægt öryggisatriði ef hurðapumpa afstillist að hún sé lagfærð eins fljótt og hægt er. Ef nýstillt hurðapumpa afstillist fljótt þarf að kanna hvort hún henti fyrir hurðina. Klemmuvarnir eiga að vera á öllum hurðum þannig að börn geti ekki óvart stungið fingri í fals á hurð og lokað henni þannig að slys hljótist af. Til er mikið úrval af klemmuvörnum. Klemmuvarnir endast

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=