Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 19 Foreldrar bera fyrst og fremst ábyrgð á að grunnupplýsingar séu réttar. Í byrjun hvers skólaárs er mikilvægt að leikskólinn hafi frumkvæði að því að yfirfara upplýsingarnar í samráði við foreldra og fái ávallt upplýsingar um breytingar. Nauðsynlegar grunnupplýsingar um barn vegna slysa og bráðaveikinda • Nafn barns. • Kennitala barns. • Er barn með ofnæmi, nauðsynlegt að skrá öll þekkt ofnæmi. • Er barnið með greindan sjúkdóm, mikilvægt að skrá heiti sjúkdóms og læknis sem annast barnið. • Tekur barnið lyf að staðaldri, mikilvægt að skrá heiti lyfs, magn og tímasetningu inntöku. • Nöfn foreldra, heimilisfang, heimasími, farsími, vinnusími og vinnustaður (nauðsynlegt að skrá heiti hans, deild ef um stóran vinnustað er að ræða og heimilisfang). • Nafn á þeim sem hægt er að hafa samband við ef ekki næst í foreldra, heimilisfang, heimanúmer, farsími, vinnusími og vinnustaður. • Taka þarf fram ef foreldrar eiga erfitt með að skilja eða tala íslensku og tilgreina móðurmál þeirra. 4.3 Sjúkrakassi Í sjúkrakassa á aðeins að vera sá búnaður sem talinn er upp í lista yfir innihald sjúkrakassa hér að neðan. Annað getur tafið starfsfólk við að finna það sem leitað er að. Allir starfsmenn leikskólans verða að kunna að nota fumlaust þann búnað sem er í sjúkrakassanum. 4.3.1 Notkunarreglur sjúkrakassa Mikilvægt er að leikskólastjóri feli einum starfsmanni ábyrgð á sjúkrakassa. Ábyrgðarmaður sjúkrakassa sér um að í honum sé ávallt sá búnaður sem þar á að vera. Eftir notkun á sjúkrakassa þarf ábyrgðarmaður að fara yfir innihald hans. Ef einhvern búnað vantar í kassann á að gera tafarlausar úrbætur á því. Fjöldi sjúkrakassa í hverjum leikskóla fer eftir stærð og gerð húsnæðis. Mikilvægt er að sjúkrakassinn sé ávallt aðgengilegur og að allir starfsmenn viti um staðsetningu hans. • Í sjúkrakassanum á að vera listi yfir innihald. • Sjúkrakassi þarf að vera aðgengilegur og auðveldur í flutningum. • Mikilvægt er að notandi kynni sér innihald kassans og viti hvernig á að nota innihald hans. • Æskilegt er að í leikskólanum sé til fyrstu hjálpar bakpoki til að taka með í lengri vettvangsferðir. • Handþvottur er mikilvægur áður en átt er við sár. • Nota skal einnota hanska þegar blóð er meðhöndlað. • Dauðhreinsað innihald kassans hefur takmarkaðan endingartíma. Útrunnum búnaði þarf að skipta út fyrir nýjan. • Ekki geyma lyf í sjúkrakassanum. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 skulu lyf geymd í læstum hirslum. • Mikilvægt er að fara yfir kassann reglulega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=