Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 18 4.2 Öryggisferlar og viðbragðsáætlanir Skriflegir og virkir öryggisferlar eiga að vera í öllum leikskólum og hanga uppi á áberandi stað/stöðum. Mikilvægt er að slíkt svæði sé tilgreint sem neyðarstöð. Allt starfsfólk á að kunna öryggisferla leikskólans og hafa auðveldan aðgang að skriflegum upplýsingum um þá. Kynna þarf verkferla viðbragðsáætlana fyrir nýju starfsfólki og afleysingastarfsfólki á fyrstu starfsdögum þess í leikskólanum. 4.2.1 Hlutverk og ábyrgð Skilgreina þarf ábyrgð starfsfólks í starfslýsingu og hlutverk þess í viðbragðsáætlun. Allt starfsfólk á að vita hvert hlutverk þess er ef upp kemur neyðarástand. Stjórnendur öryggismála (öryggisvörður og öryggistrúnaðarmaður) á vinnustað eiga að tryggja öryggi barna, eigið öryggi, öryggi starfsfólks, að unnið sé eftir viðbragðsáætlunum og gerð áhættumats. Áhættumat er áhrifarík aðferð við að tryggja hámarksöryggi barna í leikskólum. Áhættumat ætti að byggja á skráningu leikskóla á slysum þar sem áverkar eru flokkaðir á grundvelli alvarleika. Með því móti verður matið faglegt og hægt að fyrirbyggja að alvarlegir atburðir endurtaki sig. 4.2.2 Reglubundnar æfingar á viðbragðsáætlunum Mikilvægt er að viðbrögð við ólíkum aðstæðum, s.s. alvarlegum slysum, eldi eða náttúruvá séu æfð reglulega. Með því að æfa mismunandi viðbragðsáætlanir reglulega verður þekking og færni starfsfólks meiri og betri. Það eykur líkur á að unnt sé að bregðast fumlaust við mismunandi aðstæðum. Mikilvægt er að leikskólastjóri feli einum starfsmanni að fylgjast með æfingunni og skrá niður hvernig gengur þannig að ef upp koma vandamál sé skráning að æfingu lokinni sem farið er yfir, það sem miður fór er rætt og fundnar leiðir til úrbóta. Slíkt ferli er mjög lærdómsríkt og eykur öryggi starfsfólks. • Viðbragðsáætlanir vegna slyss og eldsvoða er mikilvægt að æfa tvisvar sinnum á ári. • Viðbragðsáætlun við vá er mikilvægt að æfa einu sinni á ári. 4.2.3 Tegundir viðbragðsáætlana Gera þarf hið minnsta þrjár tegundir neyðaráætlana sem taka mið af hættunni. Viðbrögð við slysi Viðbrögð við eldsvoða Viðbrögð við náttúruvá Meta þarf ástand hins slasaða út frá skyndihjálparþekkingu. Koma öllum út og safna saman á fyrirfram ákveðnum stað. Koma öllum í öruggt skjól og safna saman á fyrirfram ákveðnum stað. Hringja í 112 Hringja í 112 Hringja í 112 Tryggja öryggi á slysstað. Nafnakall Nafnakall Veita slösuðum aðhlynningu. Veita slösuðum aðhlynningu. Veita slösuðum aðhlynningu. 4.2.4 Grunnupplýsingar um barn vegna slysa og bráðaveikinda Mikilvægt er að leikskólinn hafi nauðsynlegar grunnupplýsingar um þau börn sem eru í skólanum. Upplýsingarnar þurfa að vera skriflegar og geymdar á aðgengilegan hátt þar sem allt starfsfólk leikskólans veit um þær og getur nálgast þær þegar þörf krefur, t.d. þar sem sjúkrakassinn er geymdur og aðrar upplýsingar um viðbrögð við eldsvoða, slysum eða náttúruvá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=