Table of Contents Table of Contents
Previous Page  34 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 34 / 92 Next Page
Page Background

32

Hvað segja rannsóknir? Ef við tökum fyrir heimilisofbeldi sýndi bresk

rannsókn á skólafræðslu til barna um þetta efni að tilhögunin skipti

sköpum um árangur. Bestur varð hann ef forvarnir voru hluti af skóla-

námskrá og ef samhent þverfaglegt teymi annaðist þær (Ellis, Stanley

og Bell, 2006). Höfundar mæla með að kennarar annist fræðsluna og að

þeir séu ómyrkir í máli um að heimilisofbeldi byggist á kynjamisrétti.

Ýmsum forvarnarverkefnum er fyrst og fremst ætlað að berjast gegn

einelti en summiða að forvörnum gegn hvers kyns mismunun og að því

að bæta og styrkja vellíðan, heilsufar og sjálfsmynd barna. Sænsk úttekt á

slíku starfi sýndi að ekkert eitt þeirra verkefna sem athuguð voru virtist

betra en annað (Skolverket, 2011). Sumt þessa starfs, semmetið var, hefur

verið notað hér á landi, svo sem Olweusar-verkefnið, vinaverkefni og

Lions Quest. Í ljósi niðurstaðnanna mæla sænsku skólayfirvöldin með

því að skólar fylgi almennum ráðleggingum þeirra og sníði verkefni sín

að eigin þörfum, fremur en að kaupa námskeiðspakka.

Samkvæmt breskum þróunarverkefnum gafst

leikræn framsetning efnis vel. Það hefur líka sýnt

sig hér á landi að kennarar eru meðvitaðri um

hvernig þeir eigi að bregðast við ef upp kemst um

ofbeldi í kjölfar fræðslusýninganna

Krakkarnir

í hverfinu

(Guðrún E. Bjarnadóttir, 2014). Þær

hafa verið í boði fyrir alla 2. bekki grunnskóla á

vegum Vitundarvakningar frá 2012 en eiga sér

mun lengri sögu.

2

Skólafólk ætti að vinna eftir áætlunum fyrir börn

sem búa við ofbeldi á heimili sínu til jafns við

aðgerðaáætlanir vegna eineltis og áfalla. Hluti af því er að skólar veiti

kennurum kost á fræðslu og þjálfun í að ræða um fjölmörg viðkvæm

samtalsefni nútímans, svo sem tiltölulega algeng áföll í daglegu lífi,

t.d. hjónaskilnaði og alvarleg veikindi svo og víðtækari efni eins og

hungursneyð og styrjaldir.

Sjá lista yfir aðgengilegt efni á íslensku í 10. kafla.

2 Sjá nánar um sýningar Hallveigar Thorlacíusar og Helgu Arnalds, Brúðuleikhús:

Krakkarnir í hverfinu

http://www.velferdarraduneyti.is/vitundarvakning/krakk- arnir-

i-hverfinu/