

38
við þau samræði eða kynferðisleg samskipti á annan hátt. Sett hafa verið
lagaákvæði um að þetta sé saknæmt (Almenn hegningarlög, nr.19/ 1940
m. síðari breytingum).
Börn eiga til að ánetjast tölvunotkun og þróa með sér tölvufíkn, oftast
er um drengi að ræða, en þó er vandinn þekktur hjá báðum kynjum.
Almennt er álitið að tölvufíkn sé annars stigs vandamál sem merkir að
annar undirliggjandi vandi sé til staðar hjá einstaklingnum, t.d. kvíði eða
þunglyndi. Nánar má lesa um tölvuleikjafíkn á heimasíðu SAFT
(saft.is).
Svo virðist sem börn og ungmenni (og reyndar fullorðið fólk líka) átti sig
ekki alltaf á þeim skaða sem þau geta valdið með því að birta ósæmilegt
efni um annan einstakling eða hafa í hótunum við aðra á netinu eða
með SMS-skilaboðum. Mikilvægt er að allir átti sig á því að þeir njóta
tjáningarfrelsis en eru jafnframt ábyrgir orða sinna. Rétturinn til að tjá
sig takmarkast af rétti annarra til að njóta friðhelgi einkalífs. Oft tengjast
niðrandi ummæli og hótanir á netinu eða með SMS-skilaboðum einelti.
Ef báðir aðilar eru nemendur er hægt að taka á málinu í samræmi við
eineltisáætlun viðkomandi skóla. Þegar einelti og hótanir eru alvarlegri
en svo að skólinn og foreldrar geti tekist á við það án utanaðkomandi
aðstoðar skal hafa samband við lögreglu. Félagsmiðstöðvar og félags-
þjónusta geta líka komið að þessum málum.
Nokkuð algengt er að börn og ungmenni framleiði ögrandi myndefni
og sendi sín á milli eða deili í gegnum snjallsíma eða önnur snjalltæki á
samfélagsmiðlum og gengur það öllu jafna undir enska heitinu „sexting“.
Um er að ræða nektarmyndir, myndskeið eða beina útsendingu. Ástæð-
urnar fyrir því að börn og ungmenni taka þátt geta verið margvíslegar,
oft liggur að baki þörf fyrir félagslega viðurkenningu, eða þau geta
verið að daðra, sýna staðfestu í sambandi eða gert það upp á grín. Einnig
þekkist það að börn finni fyrir félagslegum þrýstingi að senda af sér
slíkar myndir. Vart þarf að taka fram að mjög auðvelt er að missa stjórn
á aðstæðum þegar viðkvæmt myndefni og netið eru annars vegar; mynd
sem aðeins er ætluð einum ákveðnum aðila getur auðveldlega farið í
víðtæka dreifingu ef óvarlega er farið með hana. Það getur reynst ógern-
ingur að eyða myndefni af netinu þegar það hefur verið birt einu sinni.
Af þeim sökum er afar mikilvægt að ræða hætturnar sem fylgja birtingu
myndefnis á netinu við börn og ungmenni. Sjá nánar á
http://www.saft. is/haettur/#myndbirting.Mjög auðvelt er
að missa stjórn
á aðstæðum þegar
viðkvæmt mynd
efni og netið eru
annars vegar