Previous Page  2 / 6 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 2 / 6 Next Page
Page Background

Nýtt námsmat við lok grunnskóla og

innritun í framhaldsskóla

Frá og með vori 2016 eiga nemendur sem ljúka grunnskóla að fá vitnisburð

sinn í bókstöfum í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla. Meginrök

fyrir nýjum einkunnakvarða eru að með nýrri aðalnámskrá er aukin áhersla

lögð á hæfni og sett eru fram ný viðmið fyrir námsmat. Er það í samræmi

við áherslubreytingar í menntun hér á landi og í nágrannalöndunum. Skólum

er nú gert að gefa nemendum einkunnir í bókstöfum í eftirtöldum

námsgreinum og sviðum: íslensku, ensku, stærðfræði, Norðurlandamáli,

listgreinum, verkgreinum, náttúrugreinum, upplýsinga- og tæknimennt,

skólaíþróttum og samfélagsgreinum.

Hæfnimiðað námsmat við lok grunnskóla

lýsir framúrskarandi hæfni.

lýsir góðri hæfni.

lýsir sæmilegri hæfni.

hæfni sem ekki nær viðmiðum sem lýst er í C.

Í aðalnámskrá grunnskóla eru birt hæfni- og matsviðmið sem lýsa þeirri

hæfni sem liggur að baki hverri einkunn. Hæfni felur í sér yfirsýn og getu til

að hagnýta þekkingu og leikni. Mat á hæfni byggir því ekki eingöngu á mati

á þekkingu nemandans eða leikni til að framkvæma, heldur getu hans til að

skipuleggja, útskýra og nota hugtök um efni viðkomandi námsgreinar eða

námssviðs. Við einkunnagjöf er notaður kvarðinn A, B+, B, C+, C og D.

A

B

C

D