GARÐAR GÍSLASON Á ferð um samfélagið ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI
Á ferð um samfélagið Þjóðfélagsfræði ISBN: 978-9979-0-2235-0 © 2016 Garðar Gíslason © 2016 teikningar: Heiða Rafnsdóttir Rétthafar ljósmynda og annars myndefnis eru tilgreindir í myndaskrá aftast í bókinni. Ritsjórn: Aldís Yngvadóttir og Sigrún Sóley Jökulsdóttir Faglestur: Hannes Ísberg Ólafsson félagsfræðingur, Hjálmar Bogi Hafliðason og Sigríður Valdimarsdóttir, gunnskólakennarar Málfarslestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2016 2. útgáfa 2018 önnur prentun 2021 þriðja prentun 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Umbrot og útlit: Menntamálastofnun Prentun: Prentmet – Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja Kæri nemandi Allir námsmenn þurfa að temja sér góðar námsvenjur. Hér eru góð ráð sem gætu hjálpað þér við lestur. Lestrarráð! Áður en þú byrjar lesturinn . Skoðaðu bókina vel, myndir, kort og gröf. . Lestu efnisyfirlit og kaflaheiti. . Um hvað fjallar bókin? . Hvað veist þú um efnið? Á meðan þú lest . Finndu aðalatriðin. . Skrifaðu hjá þér minnispunkta. . Gott er að gera skýringarmyndir eða hugarkort. . Spurðu um það sem þú skilur ekki, t.d. orð og orðasambönd. Eftir lesturinn . Rifjaðu upp það sem þú last. . Veltu fyrir þér hvað eru aðalatriði og hvaða atriði skipta minna máli. . Hugsaðu um það sem þú hefur lært og tengdu við það sem þú vissir áður. . Reyndu að endursegja textann með eigin orðum.
ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI Á ferð um samfélagið Garðar Gíslason
2 1. Hvað er samfélag? . . . . . . . . .......... . 4–21 Hvernig mótar þú samfélagið? . . . . . . . . . . . . 9 Samfélagið mótar þig . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Lífið í sveitinni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Hve glöð er vor æska – börn á 19. öld . . . . . 13 Um konur og karla á 19. öld . . . . . . . . . . . . . . 15 Helstu hlutverk samfélaga . . . . . . . . . . . . . . . 18 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 2. Sinn er siður . . . . . . . . . . . ............. 22–35 Skráð viðmið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Óskráðviðmið........................ ... 24 Meira um skráð og óskráð viðmið . . . . . . . . 25 Undarleg tilraun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Viðmið og hreinlæti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Félagslegttaumhald.................. ... 29 Ferðasaga úr regnskógum . . . . . . . . . . . . . . . 30 Fólkið er nánast nakið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34 3. Félagsmótun . . . . . . . . . . . ............ 36–49 Staða og hlutverk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39 Hvað þarf til? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Frummótun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Síðmótun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Félagsmótunaraðilar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Fjölmiðlar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Gerðir fjölmiðla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar? . . . . . . . 45 Fjórða valdið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Hættulegir bókstafir – orð eru líka vald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 4. Menning og samfélag . . . . . . . ........ 50–65 Hvað mótar samfélag og menningu? . . . . . 54 Þróunarlönd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57 Neyslusamfélag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Að skilgreina það íslenska . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Er eitthvað sem einkennir Íslendinga umfram aðra? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Kynhlutverk og jafnrétti . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Uppeldi og menntun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 5. Fjölskyldan . . . . . . . . . . . . ............. 66–79 Tveggja kynslóða fjölskyldan . . . . . . . . . . . . . 68 Kjarnafjölskyldur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69 Stórfjölskyldan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 Skilnaðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71 Hlutverk fjölskyldunnar .. . . . . . . . . . . . . . . . . . 73 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 6. Gaman saman . . . . . . . . . . ............ 80–97 Að vera ástfangin(n) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82 Kysstu mig . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84 „Love hurts“ – ástin særir . . . . . . . . . . . . . . . . . 84 Tilbúin, viðbúin, bíða? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84 Menningarlegurmunur .. . . . . . . . . . . . . . . . . . 86 Áreitni og misnotkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87 Hvaðsegjalögin?......................... 88 Frægasta par í heimi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 89 Frjálst val . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 90 Breyttir tímar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91 Áhrif skilnaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 93 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 Efnisyfirlit
ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 3 7. Vinna og framleiðsla . . . . . . . ......... 98–113 Sérhæfður vinnumarkaður . . . . . . . . . . . . . . . 1 03 Íslenska bændasamfélagið . . . . . . . . . . . . . . . 104 Samfélag með litla verkaskiptingu . . . . . . . 106 Og hvað starfar þú svo við? . . . . . . . . . . . . . . 107 Frumvinnslu-, úrvinnslu og þjónustugreinar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 108 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 112 8. Stjórnmál . . . . . . . . . . . . . .............. 114–129 Hvaðan kemur lýðræði? . . . . . . . . . . . . . . . . 116 Lýðræði er vandmeðfarið . . . . . . . . . . . . . . . 117 Þjóðríki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 118 Þrígreining ríkisvaldsins . . . . . . . . . . . . . . . . 118 Meira um lýðræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 119 Stjórnkerfiðá19.öld .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122 Lýðurinn ræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122 Stjórnarskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 123 Sveitarstjórnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 124 Landsmálapólitík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 126 Stjórnmálaflokkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 126 Þingræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 127 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 128 9. Trúarbrögð . . . . . . . . . . . . ............. 130–139 Siðaboðskapur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 133 Útbreiðsla trúarbragða . . . . . . . . . . . . . . . . . . 134 Átök og spenna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 135 Tilbeiðsla................................ 136 Eru Íslendingar trúaðir? . . . . . . . . . . . . . . . . . . 137 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 138 10. Viðmið og frávik . . . . . . . . . ........... 140–153 Frávik . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 142 Hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt? . . . . . . 143 Kostiroggallarviðfrávik .. . . . . . . . . . . . . . . . . . 143 Afbrot..................................... 144 Réttarkerfið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 145 Dómstólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 145 Afbrot á Íslandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 147 Sakhæfisaldur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 147 Viðhorf til afbrota . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 148 Fangelsi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 149 Staðreyndir um dauðarefsingu . . . . . . . . . . . . . 150 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 152 11. Alþjóðasamfélagið og mannréttindi . . . . . . . . . . . ............ 154–171 Sameinuðu þjóðirnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 156 Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 160 Mannréttindasáttmáli Evrópu . . . . . . . . . . . . . . 161 Hvað gerist þegar mannréttindi eru brotin? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 161 Hverjir geta stöðvað mannréttindabrot? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 162 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna . . . . . . . 163 Réttindi og skyldur barna og unglinga á Íslandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 165 Tjáningarfrelsi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 168 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 170 Heimildaskrá . . . . . . . . . . . . . . . ................ 172 Atriðisorðaskrá . . . . . . . . . . . . . . ............... 174
4 1. Hvað er samfélag? Samfélagið er eins og skip þar sem allir um borð hjálpast að við að stýra. Nú á dögum skiptist mannkynið upp í ótal mörg samfélög og mörg þúsund ólíka menningarheima. En hvað er samfélag? Í þessum kafla munt þú kynnast muninum á samfélagi og þjóðfélagi. Við veltum fyrir okkur sjálfsmyndinni og hvernig þú hefur áhrif á samfélagið og það á þig. Í kaflanum er einnig fjallað um helstu hlutverk sem samfélög þurfa að uppfylla til að geta lifað af. Við munum skoða hvernig lífið var annars vegar hér á landi á 19. öld og hins vegar meðal Yanómama-fólksins í regnskógum Suður- Ameríku.
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 5
6 Þú hefur eflaust heyrt minnst á sam- félagsfræði einhverntíma án þess að gera þér fulla grein fyrir hvað hugtakið þýðir. Sumum finnst eins og samfélagsfræðin fjalli bókstaflega um allt í öllum heiminum. Fullyrðingin er ekki svo fráleit því samfélagsgreinar fjalla um allt sem fólk er að gera. Samfélagsgreinar, sem á fræðimáli kallast félagsvísindi fjalla um manninn og samskipti milli manna. Helstu greinar félagsvísindanna eru: • félagsfræði • mannfræði • stjórnmálafræði • sálfræði • hagfræði • landafræði • kynjafræði • fjölmiðlafræði Þegar við tölum um samfélagið okkar erum við oft að meina landið sem við búum í. Það er næstum eins og „samfélag“ og „land eða ríki“ þýði nákvæmlega það sama. En þannig er það ekki, því við erum hluti af ólíkum gerðum samfélaga. Sum eru stærri en ríkið eða landið sem við búum í en önnur minni. Dæmi um samfélag sem við tilheyrum og er stærra en ríkið eru Norðurlöndin eða Evrópska efnahagssvæðið en við tilheyrum báðum Hvað er samfélag? Hljómsveitarmeðlimir eru dæmi um lítið samfélag. Áhangendur tónlistarmanna eða íþróttaliða geta stundum myndað afar stór samfélög.
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 7 HUGTAK þessum samfélögum. Annað samfélag sem eru minna en landið eða ríkið sem þú býrð í er fjölskyldan. Við höfum sterka tilfinningu fyrir að tilheyra fjölskyldu því hún hefur svo mikil áhrif á allt líf okkar. Af öðrum smærri samfélögum sem skapa tilfinningu fyrir að tilheyra einhverjum hópi er byggðarlagið sem við búum í, bekkurinn eða skólinn. Svo eru einnig til samfélög sem eru ekki tengd við ákveðinn stað en okkur finnst við samt tilheyra. Þú gætir verið æstur aðdáandi Bítlanna og átt á mörgum sviðum meira sameiginlegt með öðrum Bítlaaðdáendum en mörgum Íslendingum. Þótt það séu til ýmsar gerðir af samfélögum, þá hugsum við oftast um þjóðina eða ríkið þegar við tölum um samfélag. Ríkið eða þjóðin er ógnarstórt og flókið „samfélag“. Það inniheldur mörg hundruð þúsund einstaklinga, marga þar á meðal sem þú kemur aldrei til með að heyra svo mikið sem nefnda á nafn hvað þá að hitta. Og hér eru staðir og hópar sem við komum aldrei til með að kynnast. Samt er eitthvað sem tengir okkur saman í „ímynduðum félagsskap“ og gefur okkur samkennd. Hvort sem tilfinningin fyrir að tilheyra þessum félagsskap er sterk eða veik þá er mjög erfitt að losna algjörlega undan henni. Samfélag eða þjóðfélag? Venja er að greina á milli hugtakanna samfélags og þjóðfélags. Samkvæmt skilgreiningu er samfélag hópur fólks í skipulögðum félagsskap sem hefur samskipti hvert við annað. Íbúar samfélagsins fylgja að mestu sömu reglum og lögum og þeir hafa tilfinningu fyrir að tilheyra sama samfélagi. Samfélög geta verið bæði agnarsmá og risastór. Dæmi um lítil samfélög eru fjölskyldan eða skólinn. Af stærri samfélögum má nefna sveitarfélög, landsfjórðunga, Ísland, Evrópu og loks alþjóðasamfélagið sem allir íbúar jarðar eru hluti af. Þjóðfélag er hins vegar skilgreint sem hópur fólks sem lifir saman í skipulögðu ríki, með sameiginlegu stjórnkerfi og gjaldmiðli. Þjóðfélag er þrengra hugtak en samfélag, en með því er yfirleitt átt við ríki sem hefur landamæri, sameiginleg lög, gjaldmiðil og ríkisstjórn. Íslenska ríkið er dæmi um þjóðfélag sem hefur þar fyrir utan sameiginlega sögu, menningu og tungumál.
8 Hugsanlega hefur þú einhverntíma heyrt talað um að enginn sé eyland. Með því er átt við að við séum ekki bara samsafn einstaklinga sem lifa eigin lífi óháð öllum öðrum. Að við þurfum félagsskap við annað fólk. Alla tíð hefur maðurinn myndað hópa því að lífsbaráttan er of hörð til að við gætum lifað af án samskipta við annað fólk. Frá því að þú fæddist hefur þú haft fólk í kringum þig, fólk sem hefur kennt þér hvernig þú eigir að hegða þér við ólíkar aðstæður. Sums staðar læra börn að borða með prjónum, annars staðar með fingrunum eða hnífapörum. Börn læra líka hvernig fötum þau eigi að klæðast og hvernig þeim beri að umgangast aðra. Allt fer þetta eftir því í hvaða samfélagi börn alast upp. Það skiptir líka máli á hvaða tíma þú fæddist því samfélög eru ólík frá einum tíma til annars. Þess vegna er mikið um samanburð í þessari bók. Við munum skoða íslenskt nútímasamfélag og bera það annars vegar saman við Ísland eins og það var á 19. öld og hins vegar við samfélag Yanómama-þjóðflokksins sem býr í regnskógum Suður-Ameríku. Það er einmitt svona atriði og önnur þeim lík sem félagsvísindi fjalla um. Í okkar tilfelli myndu félagsfræðingar skoða og lýsa nútíma samfélögum, sagnfræðingar myndu lýsa aðstæðum á 19. öld og mannfræðingar fást við framandi samfélög á borð við Yanómama-fólkið. Franski félagsfræðingurinn Emile Durkheim (1858–1917) bjó til skemmtilega samlíkingu á samfélagi en hann líkti því við lífveru. Emile hélt því fram að samfélög manna væru byggð upp á mjög svipaðan hátt og lífverur nema að þau væru miklu stærri og flóknari en mannslíkaminn. Samfélög eru byggð upp af fjölmörgum einstaklingum, sem vinna og starfa saman. Við skilgreinum því samfélag sem hóp af fólki sem hefur samskipti og þar sem allir vinna og starfa saman eða í það minnsta hafa áhrif hverjir á aðra. Til að skilja hvernig mannslíkaminn virkar þá verður þú að skoða hvernig hann er samsettur og hvert hlutverk hvers líffæris er fyrir heildina. Það sama á við um samfélagið, ef við viljum vita hvernig það virkar sem heild verðum við að skoða hvaða hlutverk ólíkir þættir hafa innan þess. Við getum til dæmis velt því fyrir okkur hvaða hlutverk skólinn hefur í því að halda samfélaginu „lifandi“. Samfélagið er samsett úr mörgum ólíkum þáttum líkt og lífverur. Emile Durkheim var einn af upphafsmönnum félagsfræðinnar.
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 9 Hvernig mótar þú samfélagið? Hefurðu einhvern tíma spáð í hvernig fólk hegðar sér mismunandi við ólíkar aðstæður? Tökum sem dæmi ungt barnlaust par. Það getur notað frítíma sinn eins og það vill, sleppt úr máltíðum og komið og farið eins og því sýnist. Um leið og parið hefur eignast barn þá breytist allt. Barnið þarfnast umhyggju, öryggis og ástúðar og því þarf parið skyndilega að leysa mörg ný verkefni. Foreldrahlutverkið felur í sér að þarfir barnsins eru í fyrsta sæti, annað þarf að víkja. Allt krefst meiri skipulagningar en áður, foreldrarnir komast hugsanlega hvorki í bíó eða á kaffihús öðruvísi en að skipuleggja ferðina. Hefur þú nokkurn tíma velt því fyrir þér að það varst einmitt þú sem ollir mestum breytingum í fjölskyldunni þinni? Fæðing þín átti þátt í að breyta og skapa nýjar venjur. Á sama hátt geta nýir einstaklingar breytt siðum og venjum allra samfélaga. Bekkurinn þinn er annað dæmi um sérstakt samfélag sem hefur eigin menningu eða samskiptahætti. Þú hefur áhrif á bekkjarsystkini þín og þau hafa áhrif á þig. Fæstir hugsa um að þeir séu sjálfir þátttakendur í mótun umhverfis síns. Stundum eru áhrifin þó augljós, einkum þegar nýir einstaklingar koma inn í vel mótað samfélag. Nýfætt barn, nýr nemandi eða kennari í bekknum eða nýr leikmaður í íþróttaliðinu getur valdið miklum breytingum. Mörgum hættir til að gleyma að samfélögin sem þeir tilheyra eru ef til vill ekki jafn eðlileg eða sjálfsögð fyrir öllum. Við fæðingu erum við sem óskrifað blað. Hvert ár felur í sér nýjan kafla í lífsbók einstaklingsins.
10 Hvaða manneskju sérðu þegar þú lítur í spegil? Þú sérð ungling sem er annaðhvort strákur eða stelpa. Þú sérð einstakling sem býr á Íslandi, ef til vill átt þú útlenska foreldra eða hefur annan félagslegan bakgrunn sem veldur því að þér finnst þú vera svolítið öðruvísi. Þú sérð einstakling sem gengur í skóla og hefur sérstök áhugamál. Spegillinn sýnir þér einstakling sem hefur ákveðið útlit, háralit, augnlit, lítið eða stórt nef, ákveðna hæð, fatasmekk og stíl. Ef vel er að gáð sérðu að lokum persónuleika þinn. Enginn annar er nákvæmlega eins og þú og stundum finnst þér allir aðrir gjörólíkir þér. Einn af þekktustu fræðimönnum sem hafa rannsakað unglingsárin er sálfræðingurinn Erik Eriksson. Hann hélt því fram að allir þyrftu að leysa mismunandi verkefni á öllum æviskeiðum allt frá fæðingu til dauðadags. Á fyrstu æviárunum þurfa börn til dæmis að læra að treysta öðru fólki. Ef það tekst ekki þá er afleiðingin sú að þau vantreysta öðrum. Helsta verkefni unglings- áranna er að skapa sér sjálfsmynd. Hver og einn verður að finna út hver hann er. Fyrir marga eru unglingsárin erfiður tími vegna þess að þau einkennast af miklum félagslegum og líkamlegum breytingum, þar á meðal áköfum geðsveiflum, sem verða að hluta til vegna þess að hormónastarfsemin er að breytast og líkaminn þarf tíma til að aðlagast henni. Og einmitt á sama tíma og líkamlegt útlit skiptir hvað mestu máli er líkaminn alltaf að breytast, og sumar breytingarnar eru ekki til bóta. Margir unglingar glíma við unglingabólur, gríðarlega langa fætur og allt of stórt nef svo eitthvað sé nefnt. Sjálfsmyndin Hvernig persóna er ég? Hvaða hugmyndir hef ég um mig? Allir íbúar heimsins hafa líklega einhvern tíma velt þessari spurningu fyrir sér. Samt finnst ekkert einhlítt svar við henni. Ef við veltum þessu fyrir okkur kemur í ljós að manneskjan er flókið fyrirbæri. Hvert og eitt okkar er sett saman úr fjölmörgum þáttum sem saman gera okkur að því sem við erum. Einkenni okkar eða persónuleiki mótast af öllum brotunum sem við erum samsett úr. Allar hugmyndir sem þú hefur um hver þú ert kallast sjálfsmynd.
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 11 Umheimurinn gerir æ meiri kröfur. Skólinn verður erfiðari. Og þeir sem hætta í skóla finna fljótt út að kröfurnar í vinnunni eru ekki minni eða auðveldari en í skólanum. Og svo þurfa flestir sem eru í vinnu en ekki í skóla að standa undir útgjöldum með því að borga heim. Á unglingsaldrinum vakna upp stóru spurningarnar um lífið og tilveruna. Þetta eru viðamiklar og oft erfiðar spurningar. Alls kyns tilfinningar flækja málin ennþá meira. Nú þurfum við að taka afstöðu til starfsvals, stjórnmálaskoðanna, trúarskoðanna, hugmynda um giftingu, trú á eigin getu í starfi, kynhneigð, áhugamál og líkamsímynd. Allt þetta þarf að gerast á þeim stutta tíma sem unglingsárin taka. Þessar ákvarðanir eru þó ekki teknar í neinni skyndingu, heldur koma þær smám saman. Þær samanstanda af mörgum minni ákvörðunum til dæmis um hverjum maður eigi að fara út með, hvort eigi að vera með einhverjum á föstu, hvort kominn sé tími til að hafa samfarir. Við þurfum líka að velta fyrir okkur hvort rétt sé að nota dóp eða vímuefni, hvort eigi að halda áfram í skóla eða leita að vinnu, hvað eigi þá að læra, hvort rétt sé að taka þátt í starfi stjórnmálaflokks. Þessar og fleiri ákvarðanir geta virst léttvægar þegar verið er að taka þær, en smám saman raðast þær saman og verða að þinni eigin sjálfsmynd. Sigurlína Davíðsdóttir, 2003
12 HUGTAK Samfélagið mótar þig Við skulum láta hugann reika 15 til 16 ár aftur í tímann eða að þeim degi þegar foreldrar þínir fengu stóru gjöfina, það er þig. Inn í hvers konar samfélag fæddist þú? Hvernig var náttúran umhverfis þig? Ólst þú upp í þéttbýli eða dreifbýli, á Íslandi eða einhverju öðru landi? Hvernig fólki kynntist þú? Voru kartöflur, hrísgrjón eða pasta eðlilegur hluti af hverri máltíð? Hvaða borðsiðum var þér kennt að fara eftir? Ímyndaðu þér að þú hefðir fæðst í regnskógum Amason í Suður-Ameríku. Þá hefðir þú átt heima í litlu þorpi langt frá öllu sem Vesturlandabúar telja til nauðsynja. Í þorpinu er hvorki rafmagn né rennandi vatn og fólk veit ekki hvað peningar eru. Líf þitt væri talsvert ólíkt öllu því sem þú átt að venjast nú. Við getum líka velt fyrir okkur hvernig líf þitt hefði orðið ef þú hefðir fæðst fyrir 200 árum en á sama stað og nú. Á þeim tíma voru þorp að myndast hér á landi og fólki fór fjölgandi eftir mikil harðindi og mannfall sem einkenndi 18. öldina. Lífið í sveitinni Hér á landi ríkir ferðafrelsi og þegar þú verður 18 ára (sjálfráða og fjárráða) ræður þú því hvar þú býrð. Ef þú hefðir verið uppi á 19. öld hefði veruleikinn verið allur annar. Þá vann meirihluti þjóðarinnar við hefðbundinn landbúnað. Skilyrði til landbúnaðar voru verri hér en annars staðar í Evrópu. Ástæður fyrir því eru meðal annars þær að undirlendi er hér takmarkað og sumur stutt. Algengt var að vinnumenn og einstaka vinnukonur væru sendar til róðra á vertíðum en húsbændur hirtu allan aflahlutinn. Kaupið var lítið, menn réðu sig í vinnu fyrir fæði og húsnæði og einhverja smáaura. Á jörðunum var stundaður sjálfsþurftarbúskapur en með því er átt við að hvert býli framleiddi flest allt af því sem það þarfnaðist fyrir sjálft sig en lítið umfram það. Í fatavali var ekki úr miklu að moða, fólk klæddist ullarfatnaði yst sem innst. Sjálfsþurftarbúskapur Hugtakið sjálfsþurftarbúskapur vísar til þess þegar hvert heimili, bóndabær eða sveitaþorp er sjálfu sér nægt að flestu leyti um framleiðslu á matvælum og öðrum nauðþurftum. Peningar og aðrir gjaldmiðlar eru nær óþekktir og fólk stundar frekar vöru- og vinnuskipti. Sumarnótt eftir Gunnlaug Scheving.
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 13 Litið var á barnafræðslu sem einkamál hvers heimilis og börnum yfirleitt kennt heima fyrir. Kirkjan gerði þó kröfur um almenna trúfræðslu og átti presturinn að kanna kunnáttu barna svo þau gætu fermst. Árið 1790 var lestur gerður að skyldunámsgrein hér á landi og ætlast til þess að börn gætu lesið svo þau gætu tileinkað sér fermingarlærdóminn. Þeir prestar sem fermdu ólæs börn máttu búast við því að þurfa að greiða sekt. Undantekning var með þá unglinga sem réðu ekki við bóklegan lærdóm, þá mátti ferma upp á faðirvorið. Með því er átt við að ef hægt var að kenna börnunum einhverjar bænir eða guðsorð, þá mátti ferma þau, annars ekki. Börnum var hins vegar yfirleitt ekki kennt að skrifa og því síður að reikna. Margir unglingar reyndu þó að ná tökum á skrift og reikningi. Strákar mættu frekar skilningi en stelpur við þá iðju, þær voru síður taldar þarfnast þekkingar á þessum sviðum. Fermingarfræðslan varð með tímanum upphaf að almennri fræðsluskyldu hér á landi. Almennri skólaskyldu var komið á hér á landi árið 1907 fyrir börn á aldrinum 10–14 ára. Samkvæmt íslenskum lögum er nú öllum einstaklingum skylt að sækja grunnskóla frá sex til sextán ára aldurs, nema veittar séu undanþágur. Barnavinna var alvanaleg á þessum tíma. Um leið og börn gátu eða við fimm til sex ára aldurinn var algengt að þeim væri falið að smala og gæta þess að kindur slyppu ekki inn á tún. Þess ber að geta að vinna barna hafði mikið uppeldislegt gildi og það var ekki af mannvonsku sem börnum var þrælað út. Frá þrettán ára aldri töldust börn í mörgum tilfellum fullgilt verkafólk. Hve glöð er vor æska – börn á 19. öld Börn byrja oft snemma að vinna á Íslandi. Þessi mynd er frá fyrri hluta 20. aldar – myndir þú flokka vinnuna hér sem barnavinnu?
14 Nokkar staðreyndir um barnaþrælkun UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna vinnur að því um allan heim að afnema barnaþrælkun. Verndun barna er eitt af fimm forgangsatriðum samtakanna en með því er átt við að vernda börn gegn vinnu, kynlífsþrælkun, stríði, ofbeldi; að frelsa börn úr hermennsku og sinna þeim sem orðið hafa fyrir sálrænum áföllum. Samtökin leggja mikla áherslu á að ná til þeirra barna sem hafa það einna verst í heiminum. Samkvæmt nýjustu tölum UNICEF eru um 246 milljónir barna nú í barnaþrælkun. Þessi börn hafa verið svipt frelsinu og búið er að taka af þeim grundvallar mannréttindi sem öll börn eiga að hafa eins og t.d. að ganga í skóla. Barnaþrælkun er útbreidd, sérstaklega í þróunarlöndum. Hér er mynd af Ayesha, 8 ára gamalli stúlku sem stritar allan daginn í múrsteinaverksmiðju í Bangladesh. Hvað þýðir barnaþrælkun? Barnaþrælkun þýðir að börn (undir 18 ára aldri) eru látin vinna líkamlega erfiða vinnu sem ógnar lífi þeirra og heilsu. Eitt af hverjum tólf börnum í heiminum, eða 180 milljónir barna, eru látin vinna vinnu sem er mjög skaðleg heilsu þeirra. Við hvað vinna börnin? Sum barnanna eru látin vinna í verksmiðjum, við þjónustustörf, verslunarstörf og við ræstingar. Langflest þeirra vinna hins vegar við land- búnaðarstörf. Mörg af þessum börnum og þá aðallega stúlkur, eru neyddar til að stunda vændi. Af hverju eru börn látin vinna? Í sumum löndum vantar lög eða aðrar varnir sem gætu hindrað að börn lendi í þrælkun. Fátækt leiðir líka oft til að börn verða að vinna til að létta undir með fjölskyldunni. Börnin eru látin vinna inni á heimilinu eða við búskap. Þau eru þannig ókeypis vinnuafl. Vinna barnanna kemur í veg fyrir að þau geti gengið í skóla og þar með festast þau í fátækragildru. Lítil menntun getur verið bæði orsök og afleiðing þess að börn fari að vinna. Loks má nefna að sum börn verða að vinna vegna skyndilegra áfalla eða breytinga í fjölskyldunni. Þetta á til dæmis við í fátækari ríkjum heims ef foreldrar barnanna veikjast eða deyja. Þá neyðast börnin til að vinna fyrir launum eða mat. UNICEF.IS
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 15 Þegar læknum og ljósmæðrum tók að fjölga hér á landi á 19. öldinni hófst barátta þessarra stétta fyrir því að mæður ælu börn sín á brjósti. Af því leiddi að barnadauðinn minnkaði smám saman og er hann nú með því alminnsta sem þekkist í heiminum. Barátta kvenna fyrir auknum réttindum á Vesturlöndum átti sér fyrst stað við lok 19. aldar og við upphaf þeirrar 20. Konur höfðu verið nánast „ósýnilegar“ í samfélaginu. Umfjöllun um þær í gegnum aldirnar hefur fyrst og fremst snúist um hlutverk þeirra við að sjá um börn og bú. En ýmsar vísbendingar eru um að konur hafi gengt öðrum störfum og hlutverkum. Til að mynda voru þær sumar bændur og sjókonur. Nýjar rannsóknir sýna að sjósókn kvenna hér á landi var og er mun almennari en áður var talið. Á 19. öld höfðu konur ekki sömu möguleika til menntunar og launakjör voru ólík. Þegar fyrsta manntalið var tekið hér á landi árið 1703, töldust karlar vera um 23.000 en konur um 27.000. Konur voru sem sagt rúmlega 4.000 fleiri en karlar eða rúmlega 20%. Þetta dæmdi margar konur til ævilangrar þjónustu í stöðu vinnukonu því að fæstar áttu kost á að komast í húsmóðurstöðu án þess að eiga eiginmann. Ástæða þess að konur voru svo miklu fleiri en karlar í gamla bændasamfélaginu má rekja til mikils barnadauða. Það virðist liggja í eðli mannkyns að fæða fleiri sveinbörn en meybörn. Þegar við skoðum tölfræðina kemur í ljós að dánartíðni karla virðist víðast hærri í öllum aldurshópum svo að fjöldi kvenna verður heldur meiri en karla. Mikill barnadauði Íslendinga á fyrri öldum er talinn stafa af því að hér á Íslandi voru ungabörn yfirleitt alin upp á kúamjólk en ekki brjóstamjólk og síðar föstu fæði. Þessar matarvenjur voru börnunum bæði óhollar og hættulegar. Engin ein skýring er á því hvers vegna Íslendingar nýttu brjóstamjólk kvenna svona illa. Stundum virðist koma fram sá misskilningur að hún væri óhollari börnum en kúamjólk. Hugsanlega hefur verið svo mikið að gera hjá konunum við útiverkin, einkum þegar karlar voru til sjós við fiskveiðar, að það hafi komið í veg fyrir að þær mjólkuðu börnum sínum. Um konur og karla á 19. öld Fjölskyldustærð og fatnaður fólks á 19. öld var frábrugðinn því sem við eigum nú að venjast.
16 Mannfjöldi eftir aldri og kyni 1914 og 2014 Karlar Konur 15 12 9 6 3 0 0 3 6 9 12 15 1914 2014 90+ 85–89 80–84 75–79 70–74 65–69 60–64 55–59 50–54 45–49 40–44 35–39 30–34 25–29 20–24 25–29 20–24 5–9 0–4 % Gríðarlegur munur er á 19. aldar samfélaginu sem forfeður okkar bjuggu í og því sem við lifum í nú á dögum. Landsmenn eru nú um 330.000 og síðustu ár hefur körlum og konum fjölgað sambærilega. Þó voru um 1000 fleiri karlar en konur á landinu árið 2014. Hagstofan gefur reglulega út tölur um mannfjölda og fleira og er efnið aðgengilegt á netinu. Í gamla bændasamfélaginu höfðu strákar yfirleitt betra aðgengi að menntun en stelpur. Samkvæmt íslenskum lögum er sveitarfélögum skylt að halda úti grunnskóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 6–16 ára, fái þau ekki hliðstæða kennslu annars staðar. Þó skólaskyldan nái bara til grunnskólastigsins þá skulu þeir sem henni hafa lokið eiga kost á því að hefja nám í framhaldsskóla. Menntun telst til mannréttinda og hún er grunnurinn að því að fólk fái notið þeirra samfélagslegu gæða sem í kringum það eru. Samfélagslegu gæðin geta til dæmis verið efnahagsleg, félagsleg eða menningarleg. Menntun getur líka gefið einstaklingum tækifæri til að brjótast úr fátækt og hún gefur þeim sem vilja tækifæri til að vera virkir þátttakendur í þjóðfélaginu sem þeir tilheyra. Nokkrar staðreyndir um karla og konur á 21. öldinni Fleiri konur en karlar eru í efstu aldurshópunum. Skoðaðu samskonar mannfjöldapýramída yfir önnur lönd.
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 17 Tölur frá árinu 2014 sýna að um 96% 16 ára unglinga eru í námi. Í grunnskólum landsins hefur fjöldi nemenda verið rúm 42.000 frá árinu 1994. Stúdentum úr framhaldsskólum fer fjölgandi og nú eru tæplega 75% allra þeirra sem eru tvítugir (2012) með stúdentspróf og voru konur um 60% þeirra. Sveinsprófum fer hins vegar fækkandi en karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem ljúka sveinsprófi (um 75%). Um 4.000 nemendur útskrifuðust úr háskóla og voru konur rúmlega 64% þeirra. Samkvæmt myndinni hér að ofan eru fleiri konur en karlar með háskólapróf (2014) en mun fleiri karlar en konur eru með starfs- og framhaldsmenntun. Það er líka athyglisvert að skoða kynjaskiptingu starfsfólks við kennslu á ólíkum skólastigum. Myndin hér fyrir ofan sýnir að 94% allra leikskólakennara eru konur en aðeins 6% karlar. Yfirgnæfandi meirihluti kennara í grunnskólum eru konur en hlutfall framhaldskóla- og háskólakennara er nokkurn vegin jafnt. Hver heldur þú að skýringin sé? Hlutfall kvenna meðal stjórnenda fyrirtækja er töluvert lægra en hlutfall karla. Hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum árið 2014 Konur Karlar Framkvæmdastjórar 22% Stjórnarformenn Stjórnarmenn 24% 76% 78% 26% 74% Mannfjöldinn 25–64 ára eftir menntunarstigi 2014 43% 31% 43% 29% 29% 26% 28% 100% 0% Konur Karlar Háskólamenntun Starfs- og framhaldsmenntun Grunnmenntun Jafnréttisstofa, 2015 52% 47% 19% 6% Starfsfólk við kennslu á skólastigum, eftir kyni árið 2012 Háskólar Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar 48% 53% 81% 94% Jafnréttisstofa, 2015 Jafnréttisstofa, 2015
18 Mestalla mannkynssöguna hefur fólk búið í smáum samfélögum. Þar til fyrir 10.000 árum voru allir jarðarbúar veiðimenn og safnarar sem lifðu af því að veiða sér dýr til matar og safna saman rótum, ávöxtum og grænmeti. Verkaskipting meðal þeirra var lítil en það þýðir að allir hafi unnið að mestu leyti við það sama. Svo kom landbúnaðarbyltingin fyrir 10–12.000 árum, fyrst í Mesópótamíu og síðar annars staðar. Fólk fór að stunda landbúnað og húsdýrahald og nú fyrst var hægt að framleiða það mikið magn matar að sumir sluppu við að vinna við matvælaframleiðslu. Stéttir mynduðust, sumir urðu höfðingjar og stjórnendur, aðrir hermenn, kaupmenn en flestir urðu bændur. Þetta leiddi smám saman til mun flóknari samfélaga. Enn síðar mynduðust svo fyrstu þjóðfélögin/ríkin þar sem stjórnunarstöður voru í höndum fárra einstaklinga. Gríðarlegur munur er á milli veiðimanna og safnarasamfélaga annars vegar og nútímasamfélaga hins vegar. Samt hafa þessar samfélagsgerðir mörg sömu verkefnin sem þær verða að leysa – annars deyja þær út. Helstu verkefni allra samfélaga eru: Helstu hlutverk samfélaga Maðurinn er félagsvera og sækir í félagsskap annarra.
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 19 • Að sjá íbúum fyrir nauðþurftum: Öll samfélög verða að tryggja framleiðslu á fæði, húsnæði, fatnaði og öðrum nauðþurftum. • Nýliðun: Nauðsynlegt er að til verði nýir einstaklingar innan samfélagsins. Íbúarnir verða að eignast börn sem geta smám saman tekið við af þeim fullorðnu. Nýliðun getur einnig átt sér stað með því að aðrir flytjist til samfélagsins. • Félagsmótun: Þýðir að einstaklingar læra leikreglur samfélagsins. • Völd: Það þarf að taka ákvarðanir í samfélaginu með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Til þess eru stjórnmál. Sá sem hefur vald ræður. Sums staðar er fólk kosið til að fara með valdið en annars staðar ekki. Í einföldum samfélögum með fáa íbúa getur ákvarðanatakan verið mjög lýðræðisleg – þar taka íbúarnir þátt í öllum ákvörðunum. Í flóknari samfélögum er stjórnmálamönnum eða sérfræðingum falið að taka ákvarðanirnar. • Viðmið og gildi: Öll samfélög hafa viðmið og gildi. Með viðmiðum er átt við skráðar og óskráðar reglur um hvernig þú eigir að hegða þér við mismunandi aðstæður. Gildin eru hins vegar hugmyndir um hvað sé æskilegt og gott (sjá nánar kaflann um viðmið og gildi á bls. 24). Í fjölskyldunni læra börn leikreglur samfélagsins.
20 Verkefni 1. Útskýrðu eftirtalin orð og hugtök: Finndu svar 2. Útskýrðu muninn á samfélagi annars vegar og þjóðfélagi hins vegar og nefndu dæmi um hvort tveggja. Hver er munurinn á þessu tvennu? 3. Hvernig var menntun barna háttað hér á landi á 19. öld? 4. Með konungsbréfi 1790 var lestur gerður að skyldunámsgrein hér á landi. Hvað var gert við þá presta sem fermdu ólæs börn? Umræður 5. Hvernig mótar þú samfélagið og hvernig mótar það þig? Nefndu dæmi úr eigin lífi. 6. Yfirstéttin hér á landi gifti gjarnan börn sín innbyrðis. Af hverju heldur þú að það hafi verið? Heldur þú að ástandið sé eins í dag? Rökstyddu svarið. 7. Í könnun sem gerð var meðal nemenda í 10. bekk vorið 2006 kom í ljós að 31% stráka og 16% stelpna taldi fullt jafnrétti ríkja milli kynjanna í íslensku þjóðfélagi. Gerðu sambærilega könnun í bekknum þínum. Hefur orðið einhver breyting frá könnuninni árið 2006? Hvaða skilning leggur þú í jafnrétti kynja? Rökstyddu svarið. 8. Nefndu helstu verkefni sem öll samfélög þurfa að leysa af hendi til að lifa af? Ertu sammála þessari flokkun? Viðfangsefni 9. Vinnið tvö og tvö saman og veljið eina af eftirfarandi fræðigreinum til að útskýra: Félagsfræði, mannfræði, stjórnmálafræði, sálfræði, hagfræði, landafræði, kynjafræði og fjölmiðlafræði. Kynnið síðan fræðigreinina fyrir öðrum nemendum bekkjarins. 10. Hugsaðu þér að þú hafir fæðst hér á landi í upphafi 19. aldar. Skrifaðu frásögn um einn dag í lífi þínu. Hvað hefðir þú samfélagsfræði sjálfsþurftarbúskapur yfirstétt félagsmótun vald landbúnaðarbyltingin barnavinna gildi viðmið mansal sveitarfélag sjálfsmynd
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 21 hugsanlega þurft að gera. Leitaðu upplýsinga í námsbókum, sögubókum, á netinu eða í fræðibókum. 11. Mörgum hættir til að gleyma að samfélögin sem þeir tilheyra eru ef til vill ekki ókunnug eða fjarlæg öðrum. Hverju hefði það breytt í fari þínu ef þú hefðir til dæmis fæðst sem gagnstætt kyn í öðru landi eða annarri heimsálfu? Skrifaðu stutta lýsingu á „dagur í lífi mínu sem strákur/stelpa“ í öðru landi/heimsálfu. 12. Leitaðu upplýsinga um fatnað og tísku landsmanna á 19. öld og berðu hana saman við fatatískuna nú á dögum. Þú mátt gjarnan nota myndir/teikningar til að lýsa muninum. 13. Í kaflanum kemur fram að mikill munur hafi verið á kjörum fólks hér á landi og stéttaskipting mikil. Lýstu þessum mun. Heimildavinna 14. Taktu viðtal við fólk sem fætt er um miðja síðustu öld (um 1950) og fáðu það til að lýsa skólagöngu sinni. Berðu hana síðan saman við skólagöngu þína. 15. Barnavinna var alþekkt hér á landi fyrr á öldum og á 19. öld var algengt að fimm til sex ára gömul börn væru látin vinna sem smalar eða að passa kindur. Hvenær finnst þér eðlilegt að börn byrji að vinna? Taktu viðtal við eldra fólk eða leitaðu upplýsinga í bókum eða á netinu um barnavinnu hér á landi á 19. og 20. öld. Hefur eitthvað breyst? 16. Taktu viðtal við foreldra eða aðra forráðamenn þína um hvernig þú breyttir lífi þeirra. 17. Hvernig hefði líf þitt orðið ef þú hefðir fæðst í einu af fátækari ríkjum heims í Afríku, Suður-Ameríku eða Asíu? Veldu þér eitthvað ákveðið land í þessum heimsálfum og leitaðu upplýsinga um lífskjörin þar í fræðibókum eða á netinu. 18. Barátta kvenna fyrir auknum réttindum hér á landi hófst við lok 19. aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu. Vinnið saman í hóp (3–4) og lýsið kvennabaráttunni hér á landi í stuttu máli. Notið námsbækur, fræðibækur, netið eða takið viðtöl. Veljið eitt af eftirtöldum atriðum og gerið þeim betri skil: • Fyrstu baráttukonurnar. • Kosningaréttur kvenna. • Fyrstu embættismennirnir (t.d. Vigdís Finnbogadóttir). • Kvennafrídagurinn 1975. • Rauðsokkahreyfingin. • Hagur samfélagsins af jafnrétti kynja. 19. Kannið á hvaða svæði barnaþrælkun er útbreiddust í heiminum.
22 Enginn er eðlilegur! Að vera venjulegur er algjörlega fáránleg hugmynd (Diane Keaton). Í þessum kafla fjöllum við um viðmið, það er skráðar og óskráðar reglur sem stýra lífi fólks. Við kynnumst líka félagslegu taumhaldi en það eru aðferðir sem við notum til að fá aðra til að fara eftir leikreglunum. Loks munum við skoða samfélag Yanómama-þjóðflokksins sem býr í Brasilíu en siðir og venjur hans myndu passa frekar illa við okkar venjur. 2. Sinn er siður
ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 23
24 Fræðimenn nota oft hugtakið viðmið yfir allar reglur bæði skráðar og óskráðar. Viðmiðunum er ætlað að móta hegðun og viðhorf einstaklingsins þannig að hann hegði sér á viðurkenndan hátt við ólíkar aðstæður. Þannig eru til viðmið sem segja til um hvernig þú átt að klæðast eða hvernig þú átt að hegða þér í skólanum. Eitt viðmið segir til dæmis að þú megir æpa og klappa þegar þú ert á íþróttamótum, en slík hegðun er álitin frekar óþolandi í skólastofunni. Yfirleitt áttu ekki í neinum vandræðum með að fylgja viðmiðum en stundum getur það verið erfitt. Ef fjölskylda þín ætlast til að þú leggir hart að þér í skólanum en vinir þínir telja að enginn ætti að gera meira en nauðsynlegt er, þá ertu í vanda. Þú verður að velja á milli viðmiða foreldra eða vina. Skráð viðmið Við skiptum viðmiðum í tvo flokka, annars vegar formleg viðmið eða skráðar reglur og hins vegar óformleg viðmið eða óskráðar reglur. Íslensk lög eru dæmi um skráð viðmið. Í þeim stendur hvað þú mátt og hvað þú mátt ekki gera og hvað gerist brjótir þú lögin. Algeng refsing við broti á lögum er sekt og stundum fangelsisdómur. Í skólanum eru líka skráðar reglur, svo sem mætingarreglur og hegðunarreglur og þess vænst að nemendur fari eftir þeim. Þeir sem fylgja skólareglum fá ýmiss konar umbun fyrir hegðunina. Þótt skólinn hafi ekki möguleika á að sekta eða fangelsa nemendur sem brjóta reglurnar getur hann samt refsað þeim á margvíslegan hátt. Óskráð viðmið Mun fleiri viðmið eru óskráð en skráð og erfiðara er að lýsa þeim. Óformlegu viðmiðin eru ekki síður mikilvæg því þau stýra lífi okkar að mestu leyti. Oftast hugsum við lítið sem ekkert um óskráð viðmið, við fylgjum þeim bara vegna þess að svona er þetta. Við tökum þeim sem sjálfsögðum og lítum á þau sem fullkomlega eðlileg. Sem þau eru ekki. Hefur þú til dæmis velt fyrir þér af hverju fólk heilsast með handabandi hér á landi, eða notar koss á kinn sem kveðju? Af hverju ganga íslenskir strákar ekki í pilsum og mála sig í framan? Í samfélagi Masaía í Afríku þykir slíkt karlmannlegt. Sinn er siður Hversu löghlýðin(n) ert þú?
SINN ER SIÐUR : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 25 HUGTAK Meira um skráð og óskráð viðmið Án viðmiða myndi samfélagið ekki virka, því enginn vissi í raun hvernig hann eða hún ætti að hegða sér eða hvernig viðbrögð annarra við hegðun yrðu. Skoðum fyrst formlegu viðmiðin. Þú getur til dæmis ekki … • búið til eigin gjaldmiðil og ætlast til að hægt sé að versla fyrir þessa heimagerðu peninga, • ráðið sjálfa(n) þig í vinnu sem til dæmis ráðherra eða skólastjóra eða ætlast til að aðrir ráði þig í vinnu ef þeir hafa enga vinnu að bjóða, • brotið lög og ætlast til þess að þú komist upp með það án þess að verða refsað fyrir athæfið. Eins og fram hefur komið eru óformlegu viðmiðin ekki síður mikilvæg en þau formlegu. Þau segja til dæmis fyrir um … • tísku – það er hvort það sé viðeigandi eða ekki að vera í sokkum og sandölum, • trúarlega siði og venjur – til að mynda skírn barna eða giftingar, • félagslegar venjur eins og að skjóta upp flugeldum á sérstökum hátíðisdögum (gamlárskvöld). Þú þarft ekki að fara eftir þessum óskráðu viðmiðum en ef þú gerir það ekki mun sumu fólki finnast hegðun þín ruglingsleg, óviðeigandi eða dónaleg. Hugsanlega finnst þér það ósanngjarnt að hafa ekki tekið þátt í að búa til þessar reglur en í raun og veru hefur enginn einn einstaklingur búið þær til. Alþingi þarf til að mynda að fjalla um og samþykkja lagafrumvörp áður en þau verða að lögum. Frægir og vinsælir einstaklingar geta haft áhrif á tískustrauma en það er enginn einn einstaklingur sem ákveður hvað komist í tísku og hvað ekki. Viðmið Viðmið eru sérstakar reglur, skráðar og óskráðar sem segja til um hvernig við eigum að haga okkur við mismunandi aðstæður. Viðmiðin eru breytileg eftir tíma og eftir samfélögum.
26 Undarleg tilraun Fyrir um 50 árum bjó og starfaði Harold Garfinkel í Kaliforníu, Bandaríkjum Norður-Ameríku, en hann þótti óvenju frumlegur félagsvísindamaður. Hann var frumkvöðull í rannsóknum á óformlegum viðmiðum það er að segja öllum þessum litlu atriðum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut og „sjáum“ ekki. Nemendur Garfinkels skildu ekki alltaf hugmyndir hans – vegna þess að þeir eins og við flest, tóku ekki eftir þessu hversdagslega. Þess vegna ákvað hann að láta nemendur leysa verkefni sem þeir myndu Ef einhver einstök föt hafa náð mikilli útbreiðslu á síðustu árum og almennri notkun þá hljóta gallabuxur að vera þar efst á lista. Svo miklar eru vinsældir þeirra og meðal flestra aldurshópa að einstakt má telja. Gallabuxur hafa orðið að merkjavöru og líka haft margvísleg áhrif á aðra tísku. En upphaflega voru gallabuxur búnar til sem vinnuföt og það var ekki fyrr en upp úr 1970 að þær urðu að þeirri tískuflík sem þær eru í dag. Fyrstu gallabuxurnar voru settar á markað í Bandaríkjunum um 1850 af Levi Strauss, tvítugum innflytjanda frá Þýskalandi. Það var í tengslum við gullæðið sem þá geisaði í Kaliforníu að hann fékk þá hugmynd að framleiða sterkar vinnubuxur og þannig fór boltinn að rúlla. Síðar eða þegar kom fram á tuttugustu öldina, fóru kúrekar vestanhafs að nota gallabuxur og svo um 1950 fóru þær að komast í tísku meðal ungmenna á rokktímanum sem notuðu þær m.a. til að sýna andstöðu við ráðandi gildismat og tjá nokkurs konar uppreisn gegn hefðum þjóðfélagsins. En það varð svo um 1970 sem gallabuxurnar slógu endanlega í gegn og urðu að þeim klæðnaði sem stærstur hópur ungs fólks vildi vera í. Upp úr þessu kom það snið sem við öll þekkjum og höfum flest gengið í og verið hefur hvað vinsælast og er orðið nánast sígilt, þröngar gallabuxur. Hvernig gallabuxur urðu að tískuflík
SINN ER SIÐUR : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 27 myndu seint gleyma. Sumir fengu það verkefni að neita að borga fargjaldið í strætó bara til þess eins að sjá hver viðbrögð bílstjórans yrðu. Öðrum var ætlað að fara út í búð og krefjast þess að fá að borga meira en það sem vörurnar kostuðu. Enn öðrum var falið að fara á veitingahús og láta eins og þeir væru þjónustufólk þar. Ein af þekktari rannsóknum Garfinkels var þegar hann bað nemendur sína að hegða sér eins og ókunnugir heima hjá sér. Þeir áttu að láta eins og þeir þekktu ekki heimilisfólkið, spyrja kurteislega hvort þeir mættu nota salernið og þakka formlega og hátíðlega væri þeim boðinn matur eða drykkur. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, allt fór á annan endann heima hjá nemendunum sem tóku þátt í verkefninu. Sumir foreldranna urðu æfir en aðrir urðu miður sín. Öll nánu samskiptin sem fjölskyldan hafði byggt upp um margra ára skeið voru skyndilega horfin. Og margir foreldrar héldu að annaðhvort væru þeir búnir að missa vitið eða þá börnin. Erfitt var að halda leiknum áfram og að lokum urðu nemendurnir að viðurkenna að hegðunin væri nokkurs konar tilraun – þeir hefðu bara verið að leysa verkefni sem kennarinn hafði lagt fyrir. Foreldrar vörpuðu öndinni léttar – hvorki þeir né börnin voru búin að tapa glórunni heldur þvert á móti kennarinn. Nemendurnir lærðu hins vegar heilmargt af tilrauninni. Þeir sáu að nánast allt sem við gerum og segjum byggir á viðmiðum, hlutverkum og lærðum hegðunarmynstrum. Viðmið og hreinlæti Viðmið breytast, þau hafa breyst og þau munu breytast. Viðmiðin eru misjöfn eftir samfélögum og frá einum tíma til annars. Flestir hér á landi fara í bað nokkuð reglulega. Þannig var það ekki áður fyrr. Frelsi, verk eftir Zenos Frudakos. Prófaðu að finna fleiri myndir sem gætu táknað frelsi.
28 Hreinlæti Íslendinga á 19. öld Á 19. öld þótti sápan svo merkileg að hún var notuð til gjafa eftir kaupstaðarferðir, rétt eins og hárkambar og ýmislegt smálegt. Sápa var þannig nokkurs konar „lúxusvarningur” en hún var þó ekki af öllum talin það besta til þvotta. Jónas frá Hrafnagili segir að á 19. öld hafi stúlkur oft þvegið sér úr mjólk, mysu eða skyrblöndu. Átti slíkt að gefa fallegra útlit. Ein þeirra kvenna sem töldu slíkt heilagan sannleik var Margrét, kona Símonar Dalaskálds. Hún „var björt í ásjónu, enda bleytti hún stundum þurrkuhorn í mjólk og strauk því svo yfir andlitið; hafði trú á því, að það héldi hörundinu björtu og hreinu.” Þetta var um 1900 og viðbúið að íslenskar konur hafi þá almennt verið búnar að leggja þennan sið niður. Annar siður var hins vegar lífsseigari en hann var sá að þvo hár úr keytu eða kúahlandi. Slíkt var alvanalegt alla 19. öld, ekki aðeins vegna þess að verið væri að spara sápu, heldur einnig vegna þess að slíkt þótti gera hárið blæfallegt og vel hreint. Það gat líka haft sínar slæmu afleiðingar ef menn trössuðu keytuþvottinn. Ólína Jónasdóttir segir frúna á bænum Kúskerpi í Akrahreppi hafa talið það boða hverjum þeim ógæfu sem ekki þvoði höfuðið úr stækri keytu úti í fjósi á föstudaginn langa. Unnur Björk Lárusdóttir, 1993 Dæmin hér að ofan sýna óformleg viðmið sem hafa breyst. Fólk er mun meðvitaðra nú en áður um hreinlæti og heilbrigðismál. Fyrir 200 árum var lítil þörf á að hvetja landsmenn sérstaklega til að stunda líkamsrækt og útiveru þar sem meirihluti þjóðarinnar stundaði erfiðisvinnu útivið. Lífið var puð. Hvorki karlar né konur þurftu að hafa sérstakar áhyggjur af offitu, það var lítill vandi að halda sér grönnum í bændasamfélaginu. Fólki fannst mun eftirsóknarverðara að vera feitlagið, það sýndi að viðkomandi var í góðum efnum og hafði nóg að borða.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=