Á ferð um samfélagið

158 Árið 2000 samþykktu aðildaríki Sam- einuðu þjóðanna svokölluð Þúsaldar- markmið og var ætlunin að reyna að ná fram markmiðunum fyrir árið 2015. Þúsaldarmarkmiðin, sem ekki tókst að ná voru: 1. Útrýma sárustu fátækt og hungri. 2. Tryggja öllum grunnmenntun. 3. Vinna að jafnrétti og styrkja stöðu kvenna. 4. Draga úr barnadauða. 5. Bæta heilsu mæðra. 6. Berjast gegn alnæmi/eyðni, malar- íu og öðrum sjúkdómum. 7. Tryggja sjálfbæra þróun. 8. Þróa hnattræna þróunarsamvinnu. Vissulega hafa orðið framfarir á mörg- um þessum sviðum – en framfarirnar eru of hægfara og þær eru ójafnar. Því hafa Sameinuðu þjóðirnar sett fram ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Eiga þau að koma í staðinn fyrir Þúsaldarmarkmiðin. Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna www.un.is er fjallað nánar um hvert markmið fyrir sig en þau eru mun fleiri og víðtækari en Þúsaldarmarkmiðin. Þúsaldarmarkmið og þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=