Á ferð um samfélagið

ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ OG MANNRÉTTINDI : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 159 Mannréttindi og vald Sá sem hefur völd getur tekið ákvarðanir óháð því hvort þær eru réttar eða rangar, hann stjórnar í krafti valdsins. Í gamla bændasamfélaginu gátu landeigendur og bændur hegðað sér nánast eins og þeir vildu gagnvart vinnufólkinu, þeir réðu öllu á býlinu eða heimilinu. Bóndinn hafði lítið að óttast. Meðan ekki voru til neinar reglur sem sögðu hvernig bóndinn ætti að koma fram gagnvart vinnufólki sínu gat hann í raun hegðað sér eins og honum sýndist. Nú er til fjöldi lagareglna sem segja til um réttindi og skyldur sem hvert og eitt okkar hefur gagnvart öðrum. Mörg þeirra laga sem lýsa réttindum og skyldum eiga rætur að rekja til gullnu reglunnar sem fjallað var um í kaflanum um trúarbrögð. Tilgangur eða hlutverk sáttmála um mannréttindi er að verja einstaklinga gegn valdníðslu valdhafa. Mannréttindi eru hugmyndir um að allir menn eigi að njóta ákveðinna grundvallarréttinda sem ekki verða af þeim tekin og eru í gildi hvar sem er í heiminum, óháð kyni, þjóðerni, litar- hætti eða trú. Þau eru grundvallarréttindi sem lýsa hvers við þörfnumst til að geta lifað með fullri reisn sem manneskjur, óháð stað og stund. Mannréttindi Mannréttindi eru hugmyndafræðin um að allir hafi ákveðin grundvallarréttindi sem ekki er hægt að taka af þeim. Mannréttindi: • Þau eru alþjóðleg og algild. • Þau beina athyglinni að meðfæddri mannlegri reisn og jafnræði allra einstaklinga. • Þau eru jöfn, óskiptanleg og samtengd. • Það er ekki hægt að gera undantekningar á mannréttindum og það er ekki hægt að taka þau í burtu frá einstaklingum eða hópum. • Þau leggja til skyldur, sérstaklega á ríki. • Þau eru tryggð alþjóðlega. • Þau eru lögvernduð. • Þau vernda einstaklinga og upp að vissu marki, hópa. Mannréttindaskrifstofa Íslands jafnrétti mannréttindi heiðarleiki lýðræði réttlæti öryggi virðing frelsi ábyrgð traustur umburðalyndi sjálfstæður jöfnuður auðlind velferð kærleikur sjálfstæður sjálfstæði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=