Á ferð um samfélagið

ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ OG MANNRÉTTINDI : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 157 Því fer fjarri að öll mál sem Öryggisráð- ið fjallar um endi með refsiaðgerðum. Oftast lætur það sér nægja að biðja ríki sem eiga í átökum að samþykkja vopna- hlé eða hefja friðarumleitanir. Ef það dugar ekki velur Öryggisráðið stundum að senda sérstakan sáttasemjara eða alþjóðlegar friðargæslusveitir á átaka- svæðið. Friðargæslusveitir eru aldrei sendar inn á átakasvæði nema með samþykki yfirvalda á því svæði sem þær eiga að starfa á og þær mega bara beita vopnum í sjálfsvörn. Meginhlutverk friðargæslusveitanna er að halda stríð- andi fylkingum hverri frá annarri og að fylgjast með að vopnahlé sé haldið. Friðargæslusveitirnar hafa einnig reynst vel við að vernda almenna borgara fyrir ofbeldi og valdbeitingu og þær eru líka öflugar í ýmiss konar líknarstarfi á átakasvæðum. Íslendingar hafa lagt fram friðargæslu- liða til verkefna á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og Kosovó og tekið þátt í kostnaði friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna Friðargæsla hefur yfirleitt verið skilgreind sem notkun her- afla undir stjórn Sameinuðu þjóðanna til að aðstoða við að leysa deilur milli óvinveittra landa. Friðargæslan hefur því hlutverki að gegna að vera hlutlaus þriðji aðili sem að- stoðar við að vopnahlé sé haldið og til að mynda hlutlaust svæði milli ágreiningsaðilanna. Þetta getur auðveldað að- ilum að ná friðsamlegum lausnum í ágreiningi eftir dipló- matískum leiðum. Meðan friðargæslusveitir gæta friðarins á vettvangi, eiga sáttasemjarar Sþ fundi með hinum stríð- andi aðilum eða löndum og reyna að finna friðsamlega lausn vandamálsins. Hermenn Sþ bera létt vopn sem þeir mega aðeins nota í sjálfsvörn. Friðargæsluliðar bera einkennisbúninga síns eigin lands. Ríkisstjórnir sem leggja til sjálfboðaliða halda yfirstjórn yfir sínum eigin herafla meðan hann starfar undir fána Sþ. Friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna Friðargæsluverkefnin eru yfirleitt sett í gang af Öryggis- ráðinu og er ávallt stjórnað af aðalframkvæmdastjóranum. Verkefnin krefjast samþykkis ríkisstjórnar gistiþjóðarinnar og yfirleitt samþykki annarra aðila sem að málinu koma. Hermenn og almennt starfsfólk verður að vera algjörlega hlutlaust og má ekki blanda sér í innanríkismál landsins sem það er staðsett í. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd Fastafulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eru Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Bretland. Friðargæsluaðgerðir Sþ 2013 Austur-Kongó 21.000 Fílabeinsströndin 10.000 Haítí 9.000 Suður-Súdan 8.000 Líbería 7.500 Malí 6.500 Írak 300 Globalis

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=