Ayahuasca
Pottur með ayahuasca
Ayahuasca er mikilvægasta lyfið sem Don Sabinos hefur yfir að ráða. Jurtin veldur ofskynjunum
og Sabino tekur hana inn til að komast í samband við andana. Vísindamenn hafa fundið
út að ef til vill má nota ayahuasca í baráttunni gegn krabbameini. Þess vegna
fékk bandarískt lyfjafyrirtæki einkaleyfi á jurtinni árið 1986. Það
felur í sér að fyrirtækið mun hirða allan afraksturinn í framtíðinni
ef í ljós kemur að ayahuasca læknar krabbamein. Indíánar eru óánægðir
með að stóru lyfjafyrirtækin skuli hafa fengið einkaleyfi á lyfinu sem þeir
hafa notað um aldaraðir. Þeim finnst þeir ættu að fá hlutdeild í ágóðanum
ef eitthvert fyrirtækið græðir milljarða á vitneskju þeirra.