Læknaerjur
Don Sabino á í erjum við aðra náttúrulækna. Þegar hann læknar einhvern segir hann líka stundum frá því hver það var sem var valdur að sjúkdómnum. Venjulega er það annar náttúrulæknir. Sjúklingurinn vill stundum hefna sín á lækninum sem sendi honum sjúkdóminn. Þá hefjast erjurnar. Stundum er barist með eitruðum hugsunum sem orsaka sjúkdóma og eyðileggingu hjá þeim sem verða fyrir þeim. Í annan tíma eru vopnin áþreifanlegri, axir og skotvopn. Læknarnir sjálfir ræða erjur sínar sem minnst.

En Carlos Viteri Gualinga útskýrir ástæðuna:
„Maðurinn virðist ekki geta þrifist án þess að eiga í erjum við einhvern. Þess vegna berjast náttúrulæknarnir um völd og kunnáttu.“