Lærður náttúrulæknir
Hér býr risaslangan hans Don Sabinos.
Don Sabino er mjög áhrifamikill í þorpinu af því að hann veit ýmislegt
um andana og hefur lært að notfæra sér vitneskjuna. Þegar hann var ungur var hann
í læri hjá öðrum náttúrulæknum. Hann hefur fastað vikum saman
og fylgt ákveðnum reglum um mataræði í mörg ár.
Daginn eftir að Sabino hefur læknað einhvern má hann hvorki borða salt eða chili,
en hvort tveggja þykir nauðsynlegt með hverri máltíð. Ef hann borðar annað
hvort brýtur hann eina af fjöldamörgum reglum sem verður að virða við náttúrulækningar.
Dýrin í frumskóginum liðsinna Don Sabino við lækningarnar. Eins og aðrir
máttugir náttúrulæknar á Sabino sjálfur risaslöngu, anakonda-slöngu,
sem heldur til í ánni við húsið hans.