Umheimurinn ógnar
Venjulega er sagt að Indíánarnir ógni ekki dýrum frumskógarins. Indíánarnir
eru ekki margir og frumskógarnir á Amasonsvæðinu eru víðáttumiklir svo
að dýrin þar ættu ekki að vera í útrýmingarhættu.
En á síðustu öldum hafa Indíánarnir valið fastari búsetu í
þorpunum. Áður voru þeir á faraldsfæti. Þegar veiðidýrum fækkaði
á einu svæði fluttu þeir á annað. Nú búa þeir oft í
nánd við trúboðsstöðvarnar. Það
hefur þann kost að börnin geta farið í skóla. Ókosturinn er sá að
Indíánarnir þurfa að fara langar leiðir til að komast á veiðar. Frá
þorpinu Sarayacu þarf að ganga í að minnsta kosti heilan dag til þess að nálgast
bráðina. Það eru ekki mörg dýr sem hætta sér nálægt
þorpinu.
Frumbyggjar
Olíufyrirtæki