Trúboðsstöðvar
Með Kólumbusi komu kaþólskir prestar til Suður-Ameríku. Kaþólska kirkjan vildi vinna að því að allar þjóðir tækju kaþólska trú. Komið var upp trúboðsstöðvum víðs vegar í Afríku, Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu. Trúboðsstöðvarnar voru bæði heilsugæslustöðvar þar sem heimamenn gátu leitað lækninga og samkomustaðir þar sem prestarnir predikuðu kaþólska trú.
Síðar fóru trúarsöfnuðir mótmælenda einnig að stofna trúboðsstöðvar. Nokkrir Íslendingar hafa unnið í trúboðsstöðvum í Suður-Ameríku.