Frumbyggjar
Frumbyggjabær sem hrófað er upp
Það sem helst ógnar frumskóginum og Indíánunum kemur að utan. Þegar
olíufyrirtækin og timburkaupmennirnir leggja vegi í frumskóginum koma frumbyggjarnir
í kjölfar þeirra. Fátækt fólk úr Andesfjöllunum eða frá
stórborgum Brasilíu streymir milljónum saman inn í frumskóginn og ryður
hann. Þetta fólk kann ekki að gæta sama jafnvægis og Indíánarnir við
ræktun akranna. Frumbyggjarnir ryðja stór skógarsvæði til kvikfjárræktar
og á nokkrum árum eyðileggst jarðvegurinn. Gróðurmoldin
er lítil og þegar trén eru horfin skolast öll næring úr jarðveginum þegar
rignir. Þá „deyr“ jarðvegurinn og það líða mörg hundruð ár
þar til hægt er að rækta þann skika aftur.