Olíufyrirtæki

Olíuskip

Tankskipið á myndinni ber þungan olíufarm. Það er á leiðinni niður hið feiknamikla Amasonfljót.
Víða í frumskóginum hefur olíumengun lagt stór landsvæði í auðn. Um þessar mundir er olíuleit mesta ógnin við frumskóginn í Ekvador, Bólivíu og Perú. Í öllum þessum þremur löndum er nánast öllu Amasonsvæðinu skipt upp í svæði þar sem stóru alþjóðlegu olíufélögin hafa aflað sér réttar til að bora eftir olíu.

Í Ekvador hefur olíufyrirtækið Texaco eyðilagt stór svæði á síðustu tuttugu árum. Indíánar og frumbyggjar eiga nú í málaferlum við fyrirtækið. Þeir vilja að Texaco greiði marga milljarða króna til að bæta brot af þeim skaða sem olíumengunin hefur gert í frumskóginum.