Kókaín
Kókaín er fíkniefni sem er misnotað víðs vegar í heiminum, líka á Íslandi. Kókaín er unnið úr blöðum kókarunnans. Hefð er fyrir ræktun kóka í Perú, Bólivíu og Kólumbíu. Á undanförnum árum hafa Gvatemala, Mexíkó og Braselía líka hafið kókaræktun til að búa til kókaín.
Bændurnir í frumskógarhéruðunum fá svolitla peninga fyrir kókablöðin sem þeir selja mafíunni. Mafían framleiðir kókaín úr blöðunum og selur það.
Svo lengi sem fíkniefnaneytendur á Íslandi og annars staðar halda áfram að borga 8000 krónur fyrir eitt gramm af kókaíni halda fátækir bændur í Suður-Ameríku áfram að framleiða kóka.