Misnotkun kókaíns
Kókaín http://www.jp.dk/cgi-bin/dbpublish.dll?page=jp-explorer/tema/bolivia/artikel&art_id=1424814 er sogið upp í nefið með röri. Þegar það er gert finnst notandanum hann ráða við hvaða vanda sem er. Þeir sem "sniffa" kókaín á nokkurra tíma fresti geta haldið sér vakandi í marga sólarhringa. En ekki líður á löngu þar til skelfileg einkenni neyslunnar koma í ljós. Þeir sem neyta kókaíns að staðaldri þjást af ofsóknarbrjálæði og þunglyndi. Þeir hugsa eingöngu um að komast yfir næsta skammt.
"Krakk" er mengað kókaín. Bæði efnin eru búin til úr kókaínþykkni. En tæknin sem beitt er þegar "krakk" er búið til er ekki eins vönduð og í því eru ýmis úrgangsefni. "Krakk" er notað eins og reyktóbak og áhrif þess á heilann eru fljótvirkari en áhrif kókaíns.
Misnotkun "krakks" og kókaíns er miklu meira vandamál í Bandaríkjunum en á Íslandi. Bandaríska fíkniefnalögreglan telur að meira en 2,5 milljón manna misnoti kókaín eða "krakk" á degi hverjum í Bandaríkjunum. Aðrir segja að í Bandaríkjunum einum séu um fjórar milljónir sem neyta þessara efna. Þess vegna eru það Bandaríkin sem standa straum af kostnaði við baráttuna http://www.jp.dk/cgi-bin/dbpublish.dll?page=jp-explorer/tema/bolivia/artikel&art_id=1424811 gegn fíkniefnum í Bólivíu.
Allur kostnaður við fíkniefnalögregluna í Bólivíu er greiddur af bandarískum skattborgurum.