Kókabóndinn Don Maximo

Fáeinum dögum eftir að þessi mynd var tekin reif eiturlyfjalögreglan kókarunnana hans Don Maximos upp með rótum. Nú hefur Don Maximo enga uppskeru að selja til þess að sjá börnum sínum fyrir mat.


Don Maximo Lisarazu hefur haft atvinnu af að rækta kóka í hér um bil 15 ár. Hann á níu börn og býr á afskekktu svæði í frumskógum Bólivíu. Don Maximo hefur líka annars konar uppskeru, t.d. banana, maniok (nokkurs konar "frumskógarkartöflur") og appelsínur. En kóka er það eina sem hann getur selt.

Bananar eða kóka?
Ef hann ætlar að selja bananaknippi þarf hann fyrst að draga það langar leiðir til að komast niður á aðalveginn. Þar þarf hann að bíða eftir vörubílnum sem ekur einu sinni eða tvisvar á dag á markaðinn. Hann þarf að borga u.þ.b.sextíu krónum fyrir farið, og kassann hefur hann á herðunum. Það tekur hann fjórar klukkustundir að komast inn í borgina og hann getur fengið um þrjátíu krónur fyrir bananaknippið. Hann glatar sem sagt einum vinnudegi og þrjátíu krónum í hvert sinn sem hann ætlar að selja bananaknippi. Á sömu leið fer ef hann ætlar að selja appelsínur eða maniok.

Það er allt annað mál að koma kóka á markaðinn. Ef hann setur sekkinn með þurrkuðu kókablöðunum á herðarnar og fer inn í borgina, kemur hann heim með 2000-2500 krónur. Þá getur hann borgað skólagöngu barna sinna í heilan mánuð og líka keypt salt og sápu fyrir fjölskylduna.


"Ekki veit ég hvort kókablöðin mín fara á löglegan markað eða hvort þau eru notuð í kókaínframleiðslu. Ég get ekkert skipt mér af því," segir Don Maximo.

Kókablöð þroskuð til tínslu.

Don Maximo hefur verið námumaður (krækja) í Andesfjöllum. En fyrir fimmtán árum var námunni, sem hann vann í, lokað. Hann fékk hveitipoka í skaðabætur þegar hann var rekinn. En þegar hveitið var uppurið varð Don Maximo að fara inn í frumskóginn og hefja kókarækt.
Nú er eiturlyfjalögreglan búin að eyðileggja kóka-akrana hans og hann getur ekki séð sér farborða.