ANC - Þjóðarráð Afríku (African National Congress)

Michele Shubert - snýr heim.

Elsti og stærsti stjórnmálaflokkur í Suður-Afríku er ANC - Þjóðarráð Afríku. Flokkurinn var stofnaður árið 1912.

Markmið ANC var frá upphafi að skapa samfélag án kynþáttamismununar. Árið 1950 samþykkti hvíta stjórnin aðskilnaðarstefnuna.
Til að knésetja aðskilnaðarstefnuna stóðu samtökin fyrir margs konar aðgerðum, verkföllum og friðsamlegum mótmælum.

Þrátt fyrir skelfileg fjöldamorð í þorpinu Sharpville árið 1960 gáfust samtökin ekki upp og Nelson Mandela var kjörinn leiðtogi hins vopnaða hluta ANC.

Hvíta stjórnin tók marga af leiðtogum ANC til fanga. Árið1962 var Mandela settur í fangelsi og árið 1964 var hann dæmdur í ævilanga fangavist.

Á 8. og 9. áratugnum héldu stjórnmálasamtökin ANC áfram að beita vopnum gegn hvítu stjórninni. Aðgerðum var einkum beint gegn hernum, lögreglunni og innviðum samfélagsins í Suður-Afríku.

Eftir margra ára alþjóðlegan þrýsting var Mandela látinn laus árið 1990 og ANC samtökin viðurkennd með lögum.

Í kosningum árið 1994 unnu ANC samtökin í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í Suður-Afríku og Mandela settist á forsetastól.