Aðskilnaðarstefna
Með hugtakinu „Aðskilnaðarstefna“ er átt við að kynþættir séu
aðskildir. Þessi stefna var lögbundin í Suður-Afríku frá 1950 - 1993.
Sagt var að markmiðið með aðskilnaðarstefnunni væri að tryggja blökkumönnum,
öðrum þeldökkum mönnum og Indverjum betri lífskjör. Á sama tíma
áttu þessir hópar þjóðarinnar að fá tækifæri til að rækta menningarleg sérkenni
sín.
Markmiðið var hins vegar allt annað. Hvítir menn voru mjög í minnihluta en höfðu
hins vegar stjórnmálavaldið. Hvítu mennirnir vildu fyrir alla muni tryggja vald sitt yfir
hópunum þremur sem áður voru nefndir. Þeir áttu engin áhrif að
hafa á stjórnmál eða uppbyggingu samfélagsins, en áttu að vinna öll
þau verk sem hinir hvítu fyrirlitu.
Þess vegna voru fjögur eftirtalin atriði fest í lög:
| Landfræðilegur aðskilnaður - Landinu var skipt þannig að hinir hvítu fengu 90% landrýmis í Suður-Afríku. Svartir, aðrir þeldökkir og Indverjar voru aðskildir þannig að svartir bjuggu á ákveðnum svæðum, aðrir þeldökkir á öðrum svæðum og Indverjar á enn öðrum. |
| Félagslegur aðskilnaður - Félagslegum aðskilnaði var náð með því að stofna skóla, koma á almenningssamgöngum, og gera garða og bekki sérstaklega handa hvítu fólki og annað fyrir hópana þrjá. Þar að auki var kynferðislegt samband og hjónabönd milli þessara hópa bannað. |
| Fjárhagslegur aðskilnaður - Aðeins hinir hvítu máttu vinna sem fagmenn. Það hafði í för með sér að engir aðrir fengu almennilega menntun. Fólkið í hópunum þremur mátti heldur ekki vera í stéttarfélögum. |
| Aðskilnaður í stjórnmálum - Aðeins hinir hvítu máttu taka þátt í stjórnmálastarfi og þess vegna var aðeins hægt að kjósa hvítt fólk til þings og í sveitarstjórnir. |