Nelson Mandela



Nelson Rolihlahla Mandela

Mandela er fæddur árið 1918. Faðir hans var höfðingi í þorpinu Qunu í héraðinu Transkei.
Hann lærði lögfræði. Í lok fimmta áratugarins rak hann lögfræðiskrifstofu.
Árið 1994 tók hann þátt í að stofna ungliðahreyfingu ANC (Þjóðarráð Afríku).
Þegar ANC-samtökin voru bönnuð árið 1961 fór Mandela ásamt öðrum leiðtogum samtakanna í felur. Hann varð einn af leiðtogum vopnuðu deildarinnar í ANC og gekk undir nafninu „Svarta akurliljan“ þar til hann var tekinn til fanga af hvítu stjórnvöldunum haustið 1962.
Árið 1964 var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi og var sendur til fangaeyjarinnar Robben Island http://www.mweb.co.za/ctlive/museums/ þar sem hann var í fangavist í 18 ár.
Árið 1982 var hann fluttur í Poolsmoor-fangelsið utan við Höfðaborg.
Árið 1990 var honum sleppt og 1994 var hann kjörinn forseti Suður-Afríku í lýðræðislegum kosningum, fyrstur manna.
Mandela fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1993.

Um Mandela:
http://www.anc.org.za/people/mandela.html