Michele Schubert snýr heim
Árið 1961 bannaði stjórn hvítra íbúa Suður-Afríku þjóðernissamtökin ANC. Margir leiðtoga ANC voru teknir til fanga og dæmdir í lífstíðarfangelsi.
Nokkrir flúðu til Botswana og annarra landa í Suður-Afríku. Aðrir flúðu til Evrópulanda. Michele Schubert og maðurinn hennar, Barry Levinrad, urðu að flýja í byrjun 9. áratugarins, og af tilviljun völdu þau Danmörku. Elsta dóttir þeirra fæddist í Suður-Afríku áður en þau fluttu en yngri börnin eru fædd í Danmörku.
![]() |
»Dagurinn er ákveðinn, búið að kaupa flugmiðana og allt sem við eigum er
komið af stað. Við förum „heim“. Heim?« |
„Tilfinningarnar hríslast um mig, hryggð, gleði, ótti, spenna - allt í senn. Mér
þykir leitt að yfirgefa Kaupmannahöfn, borg sem ég hef lært að meta síðustu
15 ár. Ég mun sakna vina minna, fjölskyldu, nágranna og samstarfsfólks ...“
Svona hugsaði Michele Schubert þegar hún var á leið tilbaka til Suður-Afríku
árið 1993. Þá hafði hún búið 15 ár í útlegð.
Í október 1998 báðum við Michele Schubert að lýsa
„ferðinni heim“ til Suður-Afríku (Textinn er á ensku).
Michele Schubert og fjölskylda hennar er ekki eina fólkið sem hefur verið í útlegð.
Ef til vill eru í skólanum þínum eða bekknum þínum nemendur sem hafa
orðið að yfirgefa heimaland sitt nauðugir. Vera kann að svo sé um þig.
Segðu frá eða fáðu aðra til að segja sögu sína eða skrifa hana.
Það gæti verið góð hugmynd að setja þessar sögur á heimasíðu
skólans. Þá geta aðrir notið þess með ykkur sem þið hafið skrifað.
Hér er dönsk heimasíða þar sem þú getur lesið um Suður-Afríku
á tímum aðskilnaðarstefnunnar.
http://www.sydafrika.dk/