Eru fimm stelpur og tveir strákar í danshópnum?
Smelltu á réttan hnapp.
Samtal
Ray: Hvernig varð þessi danshópur til?
Tómas:Við Jakob vorum alltaf að fíflast í frímínútum og semja alls konar dansatriði. Þetta var svo gaman að við ákváðum að búa til hóp og byrja að æfa saman.Ray:Hversu mikið æfið þið?
Tómas:Við æfum mjög mikið fyrir sýningar, jafnvel á hverjum degi. Reglulegar æfingar eru samt bara tvisvar í viku. Það er mjög erfitt að finna tíma sem allir geta mætt á af því að við erum svo mörg.
Ray:Hvað eruð þið mörg í hópnum?
Tómas:Við erum átta, fimm strákar og þrjár stelpur.
Ray:Sýnið þið oft?
Tómas:Já, við höfum komið fram á mörgum stöðum, bæði í skólum og á hátíðum í bænum.
Ray:Hvernig er atriðið sem þið verðið með á Skrekk?
Tómas:Það er erfitt að lýsa því. Atriðið gengur mikið út á að túlka tónlistina með hreyfingum og svipbrigðum.