Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 55 Skoðið því næst verkefnið í bókinni og ræðið klæðnaðinn hennar Molly. Molly is wearing … eða She is wearing … Að lokum eru spurningarnar í töflunni lesnar og þeim svarað með því að merkja við Yes eða No. Framburðaræfing Nemendur þekkja /s/- hljóðið úr íslensku. Í ensku er veika /z/-hljóðið notað í fleirtöluendingum eftir sérhljóða og marga samhljóða. Í enda orða skal /z/ borið fram veikt. Hljóðið er sjaldnast raddað í enda orða: eyes og ears, en hins vegar er sérhljóðinn á undan langur. Æfið framburð hljóðanna með hjálp framburðarmyndbandsins My eyes, my ears, my nose, á vefsvæðinu. Meiri áskorun • Notið flettispjöldin með litum og klæðnaði til að setja saman og lesa, æ flóknari og innihaldsríkari setningar. Skrifið svo setningarnar. • Búið til texta með hjálp ljósrita 6.2 og 6.3 Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má t.d. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. Flashcards Notið orðaspjöldin sem búin voru til í Let’s play á bls. 45. Tvö hafa bunka af orðaspjöldum á milli sín. Þau skiptast á að draga spjald, skoða orðið og lesa það upphátt. Ef orðið er sagt rétt heldur viðkomandi spjaldinu og það sem hefur flest spjöld í lokinn vinnur. Draw and say (teikniverkefni, ljósrit 6.1) Teiknið föt og segjið frá klæðnaði ykkar. Write a list (ritunarverkefni, ljósrit 6.3) Skrifið líkamshluta. 6 Look at me!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=