Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 53 6 Look at me! Notaðu kveikjumyndina Þessi kafli byggir á orðum og hugtökum sem unnið var með í This is me í Yes we can 2. Því gæti verið hvetjandi að finna þá mynd aftur og skoða. Berið saman myndirnar tvær og vektu athygli nemenda á því hversu mikið þau hafi lært í milli- tíðinni. Hvað kunna nemendur? Farið fyrst yfir kveikjumyndina úr kaflanum This is me í Yes we can 2. Rifjið upp líkamshluta og föt. • Let’s explore the picture! Do you remember what this is? Good, a jumper. • Look here! What is this? Well done, a T-shirt. Are any of you wearing a T-shirt today? Skiptið svo yfir á kveikjumyndina í kafla 6 Look at me! Spurðu hvort öll börnin þekki orðin, eða a.m.k. einhver þeirra. Hengdu upp veggspjaldið með markmiðunum og ræðið hvað nemendur telja að þau muni læra í kaflanum. Farið yfir æfingaorðin á veggspjaldinu Rifjið upp þekkt orð Farið einn hring í bekknum þar sem öll segja frá tveimur flíkum sem þau klæðast og nota til þess orðasamböndin It is a … eða This is a … Þau benda á fötin meðan þau segja frá. Láttu einnig hvert og eitt nefna 3 atriði á kveikjumyndinni úr Yes we can 2. Finnið gagnsæ orð Segðu gagnsæu orðin sem finnast á kveikjumyndinni og ræðið hvað þau gætu þýtt. Nemendur koma upp og finna orðin á myndinni. • Listen carefully! I can see a boy wearing a crown on his head. What do you think a crown is? Kynntu ný orð til sögunnar Skoðið nýju æfingaorðin á kveikjumyndinni. Kynntu þau. • Look, this is a mouth. Can you say mouth? Well done! Point to your own mouth. Endurtaktu leikinn með hin æfingaorðin. Happy or sad? Skoðið andlitin á kveikjumyndinni og kynntu hugtökin happy, sad og angry til sögunnar. • Look at Jack’s face. Is he happy or sad? What do you think? • Now I want you to try. Show me a sad face, please. • Show me an angry face. Oh! I can see lots of angry faces here! Nemendur, í litlum hópum, leika hvert fyrir annað lýsingarorðin happy, sad og angry. Þau skiptast á að leika og giska á ensku. Sýndu hvernig hægt er að breyta andlitinu úr happy í sad með því að draga höndina upp og niður fyrir framan andlitið • Look at my magic hand! Haltu höndinni fyrir ofan höfuðið með lófann að andlitinu. Byrjaðu með glaðlegt andlit og skiptu yfir í trist andlit þegar þú dregur höndina niður. Biddu nemendur að lýsa andlitsvipnum. Hlustið og leitið á myndinni Spilaðu hlustunartextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Útskýrðu að nemendur geti getið sér til um hvað börnin eru að tala um þrátt fyrir að þau skilji ekki hvert orð. Leyfðu þeim að reyna að finna út hver talar og hvað viðkomandi er að tala um. Spilaðu textana einn í einu. Hvað er fólkið að segja? Nemendur hjálpast að við að finna þekkt orð í textanum og velta fyrir sér hvað samtölin snúast um. Þau vita orðið að það þarf ekki að skilja hvert einasta orð til að átta sig á innihaldinu. Endurtaktu spurninguna í lokin, notaðu hana sem útgangspunkt fyrir stutt samtöl í bekknum. Hlustunarefni – kveikjumynd 1. Look at me, I’m dancing! I am wearing a pink dress. It is a very big, pink dress! Can you see me? My shoes are very big, too! Do you like dancing? 2. Boo-hoo… I’m sad. Ouch! I like cycling, but I fell off my bike. Boo-hoo, I am sad! 3. Sandra is wearing a yellow jumper. She likes playing with her dog. Sandra is happy. Look! The dog is happy, too. Do you like dogs? 4. Philip is playing in the snow. He is wearing his winter boots, his mittens and a scarf. How many snowballs can you see? But look! Philip is angry. Hm… I wonder, why is he angry? 5. Look at me! I am happy! It is birthday today. Look at my eyes and look at my mouth. Can you see I am smiling? Let’s play Teiknaðu útlínur tveggja nemenda á pappír og hengdu upp í bekknum. Settu flettispjöld með líkamshlutum frá bæði Yes we can 2 og þessum kafla á borðið og láttu öll skrifa orðin á miða. Skiptu nemendum í 2 lið og gefðu hvoru liði einn bunka af miðunum sem voru skrifaðir. Stilltu liðunum upp í tvær raðir. Þau fyrstu í hvoru liði eiga að hlusta á fyrsta orðið og hlaupa af stað og líma það á réttan stað á aðra teikninguna. Sá sem er á undan fær stig fyrir sitt lið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=