Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

4 Merry Christmas! 41 eflaust jólaorðin síðan þá. Rifjið upp jólaorðin úr Yes we can 2 og finnið þau á myndinni. • Do you remember what a present is? Can you point to a present? Great! How many presents can you see in the picture? How many stars can you find? Kynntu ný orð til sögunnar Kynntu nýju æfingaorðin til sög- unnar og farið í leiðangur um kveikjumyndina. Getið þið fundið æfingaorðin á myndinni? • This is a reindeer. Can you say reindeer? Well done. • Anders, can you come up and point to a reindeer in the picture, please? • This is a Christmas card. Can you say Christmas card? Excellent! • How many Christmas cards can you find in the picture? Let’s count together. Jólagjafir Undir jólatrénu eru nokkrar jólagjafir. Reynið að finna út hvað leynist í pökkunum. • Look at this present. I wonder, what do you think this present is? Yes, it looks like a ball, doesn’t it? Sumar gjafirnar eru ferkantaðar og ekki hægt að sjá hvað er í þeim. Leyfðu nemendum að koma með uppástungur um hvað gæti verið í þeim. • Oh, this one is hard. What could this present be? What do you think, Tobias? Yes, it could be a skateboard! • What do you think, Emma? Yes, it might be a car. Kynntu til sögunnar I would like … Notaðu orðasambandið til að segja frá því hvers þú óskar þér í jólagjöf. Minntu á að í ensku er lögð mikil áhersla á kurteisi í orðalagi. Þess vegna fer betur á því að segja I would like ... heldur en I want • I would like a new jumper for Christmas. What about you, Aslak? What would you like for Christmas? Biddu nemendur um að svara með heilum setningum. Þegar öll eru búin að ná þessu skiptir þú þeim í pör og þau segja hvort öðru hvers þau óska sér í jólagjöf. • What would you like for Christmas? • He would like a football for Christmas. Hlustið og leitið á myndinni Spilaðu hlustunartextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Útskýrðu að nemendur geta getið sér til um hvað börnin eru að tala um þrátt fyrir að þau skilji ekki hvert orð. Leyfðu þeim að reyna að finna út hver talar og hvað viðkomandi er að tala um. Spilaðu textana einn í einu. Hvað er fólkið að segja? Hvar á myndinni eiga samtölin sér stað? Nemendur hjálpast að við að finna þekkt orð í textanum og velta fyrir sér hvað samtölin snúast um. Spilaðu textann nokkrum sinnum svo allir hafi möguleika á að ná innihaldinu. Let’s play • Santa santa where is your ­ sleigh ... Öll setjast í hring. Bundið er fyrir augun á einum nemanda meðan annar situr með hlut í fanginu (t.d. bolta) sem táknar sleða jólasveinsins. Öll segja í kór: Santa, Santa, where's your sleigh? Someone has come and taken it away. Sá sem hefur sleðann segir með breyttri röddu: Guess who, guess who! Sá sem er með bundið fyrir augun fær þrjár tilraunir til að giska. Að því loknu er bundið fyrir augun á þeim sem var með sleðann og hann giskar í næstu umferð. Menning og samfélag Christmas Eve (24. desember) er venjulegur dagur sem einkennist af jólaundirbúningi fram á kvöld, líkt og Þorláksmessa á Íslandi. Jólasveinninn (Father Christmas í Bretlandi / Santa Claus í USA) kemur niður strompinn nóttina milli 24. og 25. desember. Hann setur gjafir í jólasokkana (stockings), sem börnin hengja upp við arininn eða rúmið sitt áður en þau fara að sofa. Christmas Day (25. desember) er aðal jóladagurinn. Þá eru gjafir opnaðar, gjarna í náttfötunum. Mörg fara til kirkju áður en jólamaturinn er snæddur. Máltíðin samanstendur oft af kalkúni með fyllingu (stuffing) og ýmiss konar meðlæti. Það er líka hefð fyrir því að borða Christmas pudding. Christmas pudding er plómubúðingur sem er gerður úr brauðmylsnu, rúsínum og öðrum þurrkuðum ávöxtum, sykri og appelsínum. Koníaki er helt yfir búðinginn, hann eldsteiktur og borinn fram með vanillusósu. Stundum er silfurpeningur falinn í búðingnum og það talið boða gæfu að bíta í silfurmynt. Í Bretlandi er einnig hefð fyrir því að borða smákökur og hnetur og sprengja Christmas crackers. Inni í þeim eru pappírshattar, málshættir og smágjafir. Mörg fylgjast með beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem konungurinn flytur þegnum sínum hátíðarræðu. Hlustunarefni – kveikjumynd 1. Look at all the presents! I hope the pink one is for me. What do you think it is? 2. Merry Christmas, William! Merry Christmas, Jenny! Let’s pull a Christmas cracker! Yes. I hope I get a toy! Can you find all the Christmas crackers? 3. I would like a skateboard for Christmas. I would like a new football. Do you think Father Christmas will come? 4. I love Christmas! We have stars in the window, stockings are hung on the fireplace and we get lots of Christmas cards. Look at the Christmas tree! There are lots of bells on it. How many bells are there on the Christmas tree?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=