Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 37 Notaðu flettispjöld • True or false? Finndu æfingaorðin úr kaflanum og settu þau hingað og þangað á töfluna. Öðru megin í kennslustofunni er TRUE og hinu megin FALSE. Segðu fullyrðingar og biddu nemendur að færa sig á viðeigandi stað í stofunni. The teddy is brown. Nemendur færa sig yfir á TRUE. Jack’s room is tidy. Hér munu sum eflaust telja að herbergið sé snyrtilegt og velja TRUE, meðan önnur munu velja FALSE. Gefðu nemendum tækifæri á að rökstyðja val sitt. Þeir geta útskýrt á íslensku og þá getur þú brugðist við á ensku. T.d. fx I see, it is tidy compared to your room. Good! Þú getur einnig sett fram tvær fullyrðingar í einu þar sem önnur er rétt og hin röng. The kite is red and under the bed. Hér þurfa nemendur að stilla sér upp í miðjunni og aftur útskýra hvers vegna. • Minnisleikur: Finndu æfingaorðin úr kaflanum og settu þau á töfluna. Leyfðu nemendum að skoða þau í stutta stund og loka því næst augunum. Á meðan fjarlægir þú eitt eða fleiri spjöld. Nemendur eiga að finna út hvaða spjöld vantar. Einnig má snúa þessu við og bæta við einu eða fleiri spjöldum. • Segið orðin. Settu flettispjöld á töfluna og lesið þau upphátt í kór. Taktu eitt kort í burtu og láttu einn nemanda fara með orðaröðina, ásamt orðinu sem vantar. Framburðaræfing Tvíhljóðið /aυ/ var kynnt í kafla 7 um dýrin í Yes we can 2. Þar var unnið með orðin mouse, brown, cow. Tvíhljóðið hefst á opnu/a/-hljóði. Í þessum kafla kynnast nemendur tvíhljóðinu /əυʊ/, sem endar á sama hljóði en byrjar veikt í miðjum munni; window, poster. Horfið á framburðarmyndbandið á vefsvæðinu og æfið setninguna: Oh no, oh no, open the window, Joe! Fyrst skýrt og hægt en því næst hraðar og kröftugar. Öll orðin nema the hafa sama hljóð. Notaðu gjarna frasann Oh, no! í daglegu tali, þegar eitthvað gengur ekki eins og áætlað var. Meiri áskorun • Nemendur gefa fyrirmæli um hvar á að staðsetja hluti, annaðhvort í kennslustofunni eða á Myndaveggnum á vefsvæðinu. Put the book under the table. • Láttu nemendur lýsa og jafnvel teikna herbergið sitt. I have … • Láttu þau segja hvert öðru frá uppáhalds leikfanginu sínu. My favorite toy is Lego. I like cars best … Sum geta einnig lýst leikfanginu sínu. My teddy is brown. I have a kite. It is red and green. • Láttu nemendur vinna á Myndaveggnum, þar sem þau staðsetja hluti fyrir ofan, eða undir hvorn annan. Breyta má verkefninu í true / false-verkefni með því að láta nemendur segja: The kite is under the bed! True or false? You are right. That’s false. The kite is ON the bed. Well done! Viðbótarverkefni Memory Finndu ljósrit 3.3 Memory. Prentaðu út á stífan pappír, plastaðu og klipptu út. Memory má spila með mismunandi hætti, t.d. með því að blanda saman orðum og myndum, spila orð á móti orði eða mynd á móti mynd. Það er mikilvægt að segja alltaf orðin upphátt, þegar spjaldinu er snúið. 3 Here is my room

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=