Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 33 3 Here is my room Hvað kunna nemendur? Kannið kveikjumyndina í sameiningu. Byrjaðu á að nota þekkt og gagnsæ orð þegar þú segir frá því sem þú sérð. Láttu nemendur finna persónur og hluti á myndinni og segðu: • I can see ... • What colours are the crayons on the table? • Point to the yellow book! • Can you find an orange crayon? Yes, there it is. Well done! Láttu öll segja orð sem þau þekkja og koma upp að töflunni og smella á orðin. Láttu þau einnig endurgera kveikjumyndina á Myndaveggnum á vefsvæði námsefnisins þar sem þau bæta inn orðum úr fyrri köflum eða fjarlægja hluti af myndinni. Þetta skerpir athygli nemenda og forvitni þegar kveikjumyndin er skoðuð næst. Athugaðu hvort nemendur geta greint hverju hefur verið breytt. • Rikke, can you come up and circle all the clothes you can find? Tell me, what did you find? Endurtekning Rifjaðu upp liti og tölur • What colour is the kite? • Now then, how many books can you see? • And how many crayons are there on the floor? Lýstu herberginu Lýstu herberginu hans Jack og ræddu hvernig það lítur út. • What do you think about Jack’s room? Is it clean or messy? • Now, where is the elephant? Yes, Nikoline, it’s on the shelf. Well done! Láttu nemendur segja frá sínum herbergjum. • I can see a bed. I can see a shelf. Do you have a bed? Nemendur svara með yes eða no. Notaðu forsetningar Notaðu forsetningarnar on og under þegar þú ræðir um myndina. Notaðu látbragð til að sýna hvað þær þýða. Ræddu um hvar dótið hans Jack er staðsett. • What’s on the floor? • Where is the blue crayon? It is under ... Það gæti verið sniðugt að hafa kassa í kennslustofunni sem nota má til að sýna forsetningarnar. Settu hlut ofan á kassann og undir hann. • What do you think is under the box? It’s brown and soft. It’s a toy. • Yes, Henrik, It’s a teddy. Well done. Tölur og litir Teljið nemendur sem eru í kennslustofunni í dag og ræðið um liti. • 1, 2, 3… 19, 20 children today. Teljið einnig hve margir eru af hverju kyni og leggið tölurnar saman. • Five children are wearing something red, and nine are wearing something blue. Now, how much is five and nine? Yes, Adam, five and nine is fourteen. Hlustið og leitið á myndinni Spilaðu hlustunartextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Útskýrðu að nemendur geta getið sér til um hvað börnin eru að tala um þrátt fyrir að þau skilji ekki hvert orð. Leyfðu þeim að reyna að finna út hver talar og hvað viðkomandi er að tala um. Spilaðu textana einn í einu. Hvað er fólkið að segja? Nemendur hjálpast að við að finna þekkt orð í textanum og velta fyrir sér hvað samtölin snúast um. Þau vita orðið að það þarf ekki að skilja hvert einasta orð til að átta sig á innihaldinu. Þetta er afar mikilvæg námstækni þegar nýtt tungumál er numið. 3. Jack likes reading. He has a lot of books. How many books can you see? 4. I like playing tennis. Can you see my tennis racket? Where is the tennis ball? 5. I love my room, but it’s a mess. Under the desk I found a dress. Some of my crayons are on the bed. I found the blue one, but not the red. On the table I found my shoe. Where is the other? I used to have two. I have to clean up. I know I do. But I think it’s boring. What about you? 6. - I’m Jack’s grandfather. I like watching TV. I like watching sports. Can you see me? Hlustunarefni – kveikjumynd 1. - Jack, get up! You are late for school! - I’m tired! - Your room is a mess, too. You have to tidy up today! - What a terrible morning. - Hi! It’s me, Molly. This is my hamster. It’s called - Chips. Can you find my little sister? She likes dancing. 2. - This is Jack’s room. It is very messy! His toys are all over the room. Can you find his helmet? What colour is his helmet? Let’s play Skiptu nemendum í 4-5 manna hópa. Hver hópur stillir sér upp í hring með bökin inn að miðju. Leggðu flettispjöld með æfingaorðum kaflans í miðju hringsins og bættu ef til vill við nokkrum orðum úr fyrri köflum. Láttu einn nemanda kasta grjónapoka yfir öxlina. Nemendur snúa sér svo við og segja orðið sem pokinn lenti á. Sá sem kastaði pokanum þýðir orðið á íslensku. Haldið áfram þar til öll orðin eru sögð og skiptið svo um orð við næsta hóp. Notaðu flettispjöldin • Kynntu ný orð til sögunnar: Ræddu einn flokk í einu, t.d. leikföng og húsgögn. • Flettispjöld og tölur: Hengdu flettispjöld á töfluna og skrifaðu tölu fyrir ofan. Notaðu tölurnar frá 13-20. Segðu t.d. Number fifteen is a teddy. Ef fullyrðingin er rétt hrópa öll Yes, it is! En ef hún er röng hrópa þeir No, it isn’t! Það má útfæra þetta verkefni á fleiri máta, t.d. með því að láta nemendur standa upp ef fullyrðingin er rétt en sitja ef hún er röng, eða halda þumalfingri upp í loft ef fullyrðing er rétt en láta hann snúa niður ef hún er röng. • True or false?: If it’s true, stand up (stattu upp), if it is false, sit down (hristu höfuðið og sestu niður). The window is number twenty. Good job, everybody. That’s true. > > >

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=