Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 31 Now I know Þetta verkefni nýtist sem verkfæri í símati og er í samræmi við markmið kaflans. Nemendur fá tilfinningu fyrir því hvað þau hafa lært í kaflanum og fá tækifæri til að meta eigið nám með því að lita umferðaljósið í þeim lit sem við á. • Write the correct number Sum orðanna geta átt við fleiri en eina mynd. Notaðu tækifærið til umræðna um myndirnar á blaðsíðunni sem sýna myndavegg fjölskyldu. Segið öll orðin og búið til setningar með þeim. Ræðið hver eru á myndunum og leyfðu öllum að búa til stuttar setningar með orðunum, t.d. The cat is black, the kitten is small. Þau sem ekki geta lesið öll orðin geta flett til baka að kveikjumyndinni og fundið þau þar, eða unnið frekar með flettispjöldin. Nemendur tengja saman orð og mynd með því að skrifa réttar tölur í reitina undir myndunum. Tölurnar standa fyrir framan hvert orð. Ræðið það sem er á fjölskyldumyndunum. This is grandmother. She is wearing … Skiptið gjarna milli eintölu og fleirtölu í samtölum til að gera öll meðvituð um málfræðina og rétta mynd orðanna. T.d. Ok, there is one dog and there are … cats. • Sjálfsmat Að lokum meta nemendur stöðu sína út frá markmiðunum og lita umferðaljósið. Ræðið hver markmiðin voru og hvort þeim hefur verið náð. Let’s play • You can sit down if … er skemmtilegur leikur sem hægt er að nota í ýmsu samhengi, til að brjóta upp (stirring activities) eða til að róa niður (settling activities). Öll standa við stólana sína og setjast niður þegar þú segir eitthvað sem á við viðkomandi. Þegar þú ert farin/n að þekkja bekkinn þinn vel getur þú valið að nota setningar sem passa kannski bara við einn nemanda. T.d.: You can sit down if … - you have two sisters. - you have one baby brother. - you have both a grandmother and a grandfather (who come from …) - you have a baby sister. - you like English. - you like dancing. - you have a mother called Dorthe. Þennan leik má gera á marga mismunandi vegu, t.d. You can stand up / jump /touch your head /go home (í lok dags) if … Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má t.d. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. Say, match and write (lestrar- og ritunarverkefni, ljósrit 2.3) Lestu orðin. Finndu rímorð og tengdu saman orð og mynd. Wrap (Þræðispjald, ljósrit 2.4) Tengdu saman mynd og orð. Menning og samfélag Ævintýrið um Gullbrá og birnina þrjá passar vel með umfjöllun um fjölskyldur. Ævintýrið heitir Goldilocks and the three bears á ensku. Hlustið á ævintýrið og farið með setningar sem eru endurteknar ítrekað. Þótt nemendur skilji ekki hvert orð munu þau skilja innihald ævintýrisins þar sem mörg þekkja eflaust íslensku útgáfuna fyrir. Ævintýrið er gott dæmi um menningu þvert á landamæri. Gefið tækifæri til umræðna um söguna í lokin. 2 Meet my family Stand up – Hand up – Pair up© Þessi æfing hentar vel til að loka vinnunni með rímorðin: Stand up – Hand up – Pair up. Safnaðu saman öllum rímorðum úr verkefnum 9 og 10. Sýndu æfinguna með hjálp tveggja nemenda áður en hafist er handa. • Kennarinn segir Stand up - Hand up - Pair up • Nemendur rísa á fætur, rétta upp hönd og veiða sér félaga. • Kennarinn segir rímorð t.d. ten. • Nemendaparið hjálpast að við að finna orð sem rímar við það sem kennarinn sagði, t.d. pen.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=