Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 23 verði til mynd af skólabyggingu. Í byrjun er blýanturinn settur á mynd af peysu. Til að gera verkefnið aðeins meira krefjandi má láta nemendur fylgja mynd fyrir mynd áður en hlustað er á orðin og rifja upp heiti hlutanna á myndunum. Seinni hluti: Spilaðu seinni hluta verkefnisins. Hér fá nemendur tækifæri til að sýna að þeir skilji einföld fyrirmæli en ekki bara stök orð. Hlustunarefni Now I know Listen and join the dots Fyrri hluti: jumper - banana - chair - table - arm - book - school - bag - dog - pencil - shoes - T-shirt - 12 - apple - trousers - jumper - cat - pig - tree. Seinni hluti: • Draw two windows. • Draw one flag. • Draw three balls. Sjálfsmat Að lokum meta nemendur stöðu sína út frá markmiðunum og lita umferðaljósið. Ræðið hver markmiðin voru og hvort þeim hefur verið náð. Viðbótarverkefni Mörgum börnum reynist erfitt að byrja að læra nýtt tungumál og eru þau oft feimin við að gera vitleysur, sérstaklega þegar þau eiga að fara að tjá sig. Mikilvægt er að ítreka það reglulega við þau að til þess að læra nýtt tungumál þarf maður einmitt að gera vitleysur sem maður svo lærir af. Leikurinn Jósef segir … er góð leið til að sýna fram á skilning og færni til að meðtaka upplýsingar. Til að hvetja nemendur til að tjá sig er upplagt að biðja þá að koma með myndir úr sumarfríinu. Hjálpaðu þeim að finna ensk orð sem nota má til að lýsa því sem fram fer á myndunum og minntu á orð sem lýsa veðrinu. Leyfðu þeim svo að segja frá fyrir framan bekkinn: This is my grandmother. This is Mývatn. It is sunny. Back to school

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=