Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 15 English every day 1 Hi! Hlustið á ýmsar leiðir til að heilsa og láttu nemendur heilsast. Þau geta gengið um í kennslustofunni og heilsað þeim sem á vegi þeirra verða. Þannig fá þau góða þjálfun og endurtekningu. 2 What day is it today? Rifjaðu upp vikudagana með því að spyrja What day is it today? Nemendur svara og geta leitað stuðnings í My Book þar sem þeir finna vikudagana í réttri röð. Minntu þá á hljóðin sem eru öðruvísi í ensku t.d. //, í Monday og Sunday og /w/ í Wednesday, sem er borið fram með hringlaga varir. Thursday er borið fram með tungubroddinn á milli tannana og með rödduðu s-hljóði /z/. Þið getið hlustað á orðin á vefsvæðinu. Smelltu á dagana og hljóðin spilast. Þegar hér er komið við sögu er mikilvægt að nemendur viti hvernig talað er um daginn í dag á ensku. Í framhaldinu er röð daganna æfð. Nemendur átta sig á að talað er um daginn í dag sem today, hvort sem um er að ræða mánudag, þriðjudag eða einhvern annan dag. Þau læra að gærdagurinn kallast yesterday og morgundagurinn tomorrow. Með því að nota kaflann English every day og ætla smá tíma á hverjum degi í enskuþjálfun fá nemendur tækifæri til að þjálfa vikudagana í réttri röð og nota tímaatviksorðin: today, yesterday og tomorrow. Teikningarnar í bókinni hjálpa nemendum að setja dagana í samhengi við hvern annan og nýtast til að tryggja að nemendur skilji hugtökin í dag, í gær og á morgun á íslensku áður en ensku orðin eru kynnt fyrir þeim. Gefðu nemendum dæmi um hvernig orðin eru notuð, t.d. með því að segja It is Monday today. It is Tuesday tomorrow. Yesterday was Sunday. 3 Let’s count Hlustið saman á tölurnar á vefsvæðinu og láttu nemendur æfa sig að segja dagana í réttri röð. Leggðu áherslu á réttan framburð á fyrsta sérhljóðanum í thirteen. Spurðu hvort einhver í bekknum eigi systkini og hve gömul þau séu. Sum munu eflaust tengja endinguna -teen við orðið teenager. Rifjið upp tölurnar 1-12 og teljið hluti í kennslustofunni. Teljið einnig bókstafina í fyrirsögninni English every day. • I wonder, how many girls are here today? How many boys? How many children all in all? Let’s count! • How many windows do we have in our classroom? Help me find out! Nemendur geta ef til vill búið til einföld talningarverkefni hvert fyrir annað þar sem þau nota sama orðasamband How many …? með hlutum úr pennaveskinu, skólatöskunni eða öðru. 4 Let’s sing Þessi morgunsöngur er sunginn við lagið Happy Birthday. Það er hægt að syngja til skiptis þannig að þú syngur fyrstu línuna en nemendur aðra, svo syngur þú þriðju og nemendur svara með þeirri síðustu. Það er líka hægt að gera ýmsar fleiri útfærslur, t.d. syngja í pörum, hópum, strákar á móti stelpum o.fl. Söngurinn er notarleg leið til að byrja daginn og byggir á kurteisum samskiptum. Kurteisi er einmitt mikilvægur þáttur í enskunáminu, enda mjög ríkjandi í enskri menningu og því mikilvægt að þjálfa hana samhliða málinu. 5 What is the weather like today? Samverustundir í upphafi dags henta vel til að ræða um veðrið. Í Yes we can 2 var fjallað um ýmsar leiðir til að lýsa veðrinu. Rifjið upp veðurorðin windy, sunny, raining og snowing með hjálp flettispjaldana. Byrjaðu á því að spyrja já og nei spurninga, t.d. Is it cold? Nemendur svara játandi eða neitandi, Yes it is, eða No it isn´t. Farðu yfir þessa svarmöguleika með nemendum áður en þau svara spurningunni. Oftast er it is not dregið saman í it isn´t í töluðu máli. 6 See you later, alligator! Ef til vill kannast einhverjir við þetta rím. Það eru notað sem kveðja og skal lærast sem ein heild. Í framhaldinu má svo ræða um muninn á alligatorum og krókódílum en nemendur þekkja eflaust báðar tegundir undir íslenska heitinu krókódíll. Ef tími vinnst til má leita eftir upplýsingum og bera tegundirnar saman. Þá gefst tækifæri til að kynna orðið tooth og rifja upp liti og orðin small og big.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=